
Fjórði flokkur stelpur & strákar fóru í æfingaferð á dögunum til Spánar.
Það vantaði ekki kraftinn og orkuna í Þróttarafjölskylduna sem sést best á því að fjölmargir foreldrar fóru með hópnum til Salou og miklar þakkir til þeirra fyrir að lyfta ferðinni á miklu hærri stall. Minningarsjóður Hróars bauð hópnum út að borða eitt kvöldið.
Hópurinn æfði við toppaðstæður hjá FUTBOL SALOU.
Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu. Meðal þeirra liða sem hafa verið við æfingar á Futbol Salou eru sænsku liðin Malmö FF, Helsingborg og Hammarby, rússneska úrvaldsdeildarliðið FC Krasnodar.
Svæðið hefur á að skipa 7 gervigrasvelli, 3 grasvelli og 2 hybrid grasvelli. Önnur aðstaða er til fyrirmyndar og má nefna fundarherbergi , kaffistofa og búningsklefar við völlinn, allur búnaður fyrir æfingar svo sem boltar, keilur og vesti. Staðsetningin er suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barelona.
PortAventura, Aquapolis Water Park og skoðunarferð á Camp Nou heimavöllur Barcelona er eitthvað sem krakkarnir gleyma aldrei. Ströndin, góður matur, sólin og margt fleira.
Þjálfarar voru Viktor og Matti. Fararstjórar voru Reynir og Gassi. Við setjum inn fleiri myndir á næstu dögum og á samfélagsmiðla félagsins.