Fjölsport – Ný grein hjá UMFÞ Sund, júdó og fleiri greinar eru undir fjölgreinasporti… Hefst 1. september !

Með ágúst 31, 2022 Fréttir

Þróttur mun byrja með nýja grein sem mun bera heitið fjölgreinasport. Fyrir börn og unglinga sem hafa stundað júdó eða sund þá munu þessar tvær greinar vera undir fjölgreinasportinu.

Fjölsport er í raun og veru íþróttaskóli, þar verður að finna fjölmargar íþróttagreinar eða önnur hreyfing. Það verða ekki sömu áherslur á yngsta og elsta stigi innan fjölsports.

Markmið félagsins með þessum breytingum er að stuðla að fjölbreyttri hreyfingu barna og annara ungmenna sem ýtir undir meiri hreyfigetu. Fjölsportið mun höfða til fleiri iðkenda sem fá frekari tækifæri til íþróttaiðkunnar. 

Fótbolti, handbolti, körfubolti, blak, skotbolti, fimleikar, dans, frjálsar íþróttir, glíma, júdó, taekwondo, karate, borðtennis, badminton, frisbí, golf, sund, crossfit, klifur, hestar, hlaup o.s.fr.

Jana Lind verður þjálfari fjölsports. Jana mun setja saman dagatal eftir stórmótum þar sem fyrirmyndir eru að keppa, t.d. EM og HM eða eftir keppnum sem iðkendur geta tekið þátt í meðan á æfingum standa í þeirri íþrótt. Félagslegt verður ofarlega í fjölsportinu, gista í íþróttahúsinu og heimsóknir. 

Iðkendur fá tækifæri til að prófa margar íþróttagreinar og einhverjar sem ekki hafa verið stundaðar áður í Vogum.

Með þessu móti fá iðkendur tækifæri til að prófa fleiri íþróttir án mikils kostnaðar, eignast vini utan skóla sem það vissi ekki að það ætti eitthvað sameiginlegt með, fara út fyrir sitt þægindarsvið og hafa gaman í skipulögðu íþróttastarfi.

Æfingar fara fram á:

Yngsta stig (1.-3.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 14:30 til 15:30.

Miðstig (4.-7.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 15:30 til 16:30.

Elsta stig (8.-10.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:30 til 17:45.

Verð:

Haustönn 35.000 kr.

Vorönn 35.000 kr.

Árgjald 60.000 kr.

Heimsóknir og annar aukakostnaður er ekki innifalinn í æfingagjagjöldum.

Það geta allir iðkendur prófað að æfa í viku áður en skráð er iðkanda til leiks. Hægt verður að skrá iðkanda til leiks frá og með 2. september.