Fjar- og heimaæfingar ❗️❗️❗️ Tökum þátt í þessu verkefni – Forráðamenn, iðkendur og aðrir ❗️

Með mars 22, 2020 Fréttir

Það verða fjar- og heimaæfingar næstu vikur hjá Þrótti.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar setja inn heimaæfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram hjá ykkar barni inná SP og FB-hópum. Foreldrar munum að hvetja ykkar iðkanda til þátttöku. Staðfesta þátttöku á Sportabler eða inná FB-hóp. Það má setja inn myndir.

Við viljum minna á mikilvægi þess að iðkendur okkar haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Þróttur er með þjálfara sem hafa getu og þekkingu til að útfæra æfingar með hliðsjón af þeim tilmælum sem ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöld leggja fram. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda starfinu gangandi innan fyrrgreindra tilmæla og í góðu samstarfi við alla. Foreldrar, ekki hika við að vera í góðu sambandi við þjálfara ykkar barna. Við erum öll í sama liðinu.

Félagið mun vera duglegt að nýta sér áfram Ísland verkefnið sem KSÍ er að standa fyrir, einnig ætlum við að taka fleiri punkta frá ÍSÍ og UMFÍ sem hvetja til hreyfingar. Foreldrar og félagsmenn, ef þið eruð með eitthvað. Ekki hika við að senda okkur !

Allar greinar hjá félaginu falla niður næstu daga, líka hjá fullorðnum enda var yfirlýsing yfirvalda afdráttarlaus sl. föstudag.

Við hvetjum félagsmenn sem þurfa á þjónustu frá skrifstofu UMF. Þróttar að hringja eða senda tölvupóst þar sem skrifstofan er lokað fyrir heimsóknir.

Áfram Þróttur !

Kveðja, aðalstjórn Þróttar.