
Nú hefur félagsmönnum UMFÞ borist greiðsluseðill vegna félagsgjalda fyrir árið 2021 í heimabanka og í samræmi við ákvörðun aðalfundar sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið 2000 kr. og er VALGREIÐSLA!!
Þeir Þróttarar sem eru ekki skráðir í félagið og vilja engu að síður styrkja félagið með þessum hætti er bent á reikningsnúmer félagsins 157-05-410050 og kennitala er 640289-2529.
Það eru í kringum hundrað félagsmenn sem greiða gjaldið á hverju ári og er það ómetanlegt fyrir lítið félag eins og Ungmennafélagið Þrótt Vogum.