Félagsgjald 2023 – #fyrirVoga – Viltu vinna gjafabréf frá Icelandair – Allir sem greiða fyrir 6. maí eiga möguleika…

Með apríl 4, 2023 Fréttir

Kæru Þróttarar.

Rukkun hefur nú verið send á alla skráða félagsmenn og hún hefur vonandi borist ykkur nú þegar í heimabanka.

Árgjaldið er 2500 kr. og er valgreiðsla hjá félagsmönnum 18 ára og eldri.

Þökkum stuðninginn !

Félagsmenn sem styðja við félagið með greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2023 eiga möguleika á að vinna 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair svo framarlega sem greitt er fyrir 6. maí. 

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda tölvupóst á throttur@throttur.net (Kennitala) eða í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.