Fánadagur Þróttar 29. júlí kl. 13:30 – Frítt á völlinn í boði Benchmark & Vogaídýfu – Grillaðir borgarar handa öllum vallargestum – Stórleikur og geggjað veður í kortunum..

Með júlí 26, 2023 júlí 27th, 2023 Fréttir

Fánadagur Þróttar 2023

Fánadagur Þróttar í Vogum er laugardaginn 29. júlí og eru bæjarbúar hvattir til að klæðast fötum í litum félagsins og gera sér glaðan dag með því að mæta á völlinn og hvetja sína menn áfram gegn liði Sindra í 2. deildinni. Leikurinn hefst kl. 14:00.

Dagskrá hefst klukkustund fyrir leik þegar bæjarfulltrúar í Vogum kveikja upp í grillinu og fjörið heldur svo áfram á meðan leikurinn fer fram,  eftirfarandi bakhjarlar koma að þessum degi og styðja þetta framtak eru Vogabær ehf, Esja, Kjörís, Hérastubbur og Benchmark.

  • Kveikt verður á grillinu klukkan 13:00
  • Vogabær, Esja, Kjörís og Grill 900 á Íslandi eru helstu bakhjarlar fánadags Þróttar
  • Þróttarar taka á móti Sindra í 2. deild kl. 14:00
  • Þróttaravarningur til sölu
  • Vonarstjörnur Þróttar verða á svæðinu
  • Andlitsmálning frá klukkan 13 til 13:50 á Pallinum
  • Frítt á völlinn
  • Íspinnar handa krökkunum
  • Grillaður burger fyrir leik og sannir Þróttarar verða á grillinu
  • Ragnar Þór Gunnarsson viðurkenning fyrir 100 leiki
  • Pubquiz um kvöldið í félagsmiðstöðinni
  • Allir velkomnir