Ethan og Eysteinn ganga til liðs við Þrótt Vogum #FYRIRVOGA

Með júní 30, 2020 Fréttir

Þróttarar styrkja sig fyrir komandi átök. 

Þróttarar hafa fengið Norður Írska varnar og miðjumanninn Ethan Patterson í sínar raðir fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.
Ethan er 19 ára gamall en hann á að baki leiki með U19 ára landsliði Norður-Íra. Ethan var í U18 og U21 liði Aston Villa að auki spilað Ethan með Plunkett í heimalandi sínu.  

Að auki hefur Eysteinn Þorri Björgvinsson gengið til liðs við Þrótt á láni frá Fjölni út tímabilið. Eysteinn sem getur spilað margar stöður á vellinum spilaði með Fjarðarbyggð á síðasta ári auk þess að hafa spilað fyrir Fjölni í 1. deild. 
Þróttarar bjóða Ethan og Eystein velkomna í Þróttarafjölskylduna.