
Viltu vinna á skemmtilegum og fjölbreyttum vinnustað með stórkostlegu fólki?
Þróttur auglýsir eftir að ráða til starfa einn karlkyns sundlaugarvörð í íþróttamiðstöð Vogum. Um er að ræða 80% starf þar sem unnið er í vaktavinnu 0g þarf viðkomandi að geta hafið störf í byrjun september.
Helstu verkefni eru:
• Öryggisgæsla og eftirlit.
• Afgreiðsla og aðstoð við viðskiptavini.
• Þrif og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Gerð er krafa um að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt regluglerð nr 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
• Mikil og góð þjónustulund og færni í samskiptum.
• Hafa náð 18 ára aldri.
• Reyklaus.
• Hreint sakavottorð
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá með umsagnaraðilum og sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 28.ágúst 2023 0g skal senda inn umsókn á netfangið petra@throtturvogum.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ, netfang petra@throtturvogum.is