ERT ÞÚ Í 8. TIL 10. BEKK OG LANGAR AÐ BÆTA ÚTHALD OG STYRKJA LÍKAMANN ? – Unglingahreysti Þróttar hefst á morgun, fimmtudag.

Með janúar 6, 2021 Fréttir

Ert þú í 8. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann? Þá er Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig !

 

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt matarræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þol og grunntækni í æfingum.

Innifalið í Unglingahreysti eru þrír tímar á viku, heimsóknir á ýmsa staði auk sunds og gufu eftir hvern tíma.

9. janúar til 30. apríl.

Verð: 30.000kr.

Þjálfari: Elísabet Kvaran.