Einhver að nota nafn Þróttar undir fölsku flaggi !

Með febrúar 21, 2018 UMFÞ

Instagram-síðan „Stuðningsmenn Þróttar Vogum“ er ekki á vegum félagsins. Kvartað hefur verið undan óprúttnum aðila sem hefur notfært sér nafn félagsins í þeim tilgangi til að sækja sér fylgjendur og áreitt fólk á netinu með ýmsum hætti.

Okkur þykir ákaflega miður að þetta hafi gerst og biðjum alla þá sem kunna hafa lent í klónum á þessum aðila að láta okkur eða lögreglu vita.

Foreldrar barna sem eru á instagram. Vinsamlegast takið umræðuna við ykkar börn.