Dósasöfnun – Við getum sótt þær!

Með maí 7, 2020 Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur er að fara í fjáröflun sunnudaginn 17. maí. Vantar ykkur að losna við dósir ??

Sunnudaginn 17. maí milli klukkan 14:00 – 18:00 ætla stjórnarliðar og aðrir sjálfboðaliðar að tæma dósagám UMFÞ við íþróttamiðstöðina/Vogabæjarhöllin.

Við sama tilefni geta bæjarbúar sett sig í samband við okkur og skilið eftir dósapoka við sitt heimili. Muna senda okkur tölvupóst á throttur@throttur.net, muna hafa heimilsfangið með í tölvupósti. 

Mánudaginn 18. maí ætlum við að fara í fyrirtækin í sama tilgangi milli 9:00 – 10:00.

Við minnum alla bæjarbúa á að dósagámurinn er alltaf á sínum stað ef það þarf að losna strax við dósir.

Miklar þakkir til allra sem hafa styrkt okkar starf með þessum hætti síðustu árin.