Nú á dögunum skrifaði félagið undir samning við nýjan framkvæmdastjóra, Martein Ægisson. Nýr framkvæmdastjóri tekur við starfinu í vor. Marteinn er mikill Þróttari og er einn stofnenda meistaraflokks félagsins þar sem hann sinnir formennsku. Við bjóðum hann velkominn til starfa.
Ungmennafélagið Þróttur auglýsir
Starf framkvæmdastjóra
Ungmennafélagið Þróttur óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins. Starfshlutfall er 50{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}.
Starfssvið felur í sér meðal annars:
-
Daglegur rekstur félagsins
-
Fjármála- og starfsmannastjórnun
-
Undirbúningur og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum félagsins
-
Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur
-
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Þekking og reynsla af rekstri t.d. íþróttafélagi
-
Háskólamenntun er kostur
-
Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
-
Hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til þess að vinna með öðrum
-
Drifkraftur og frumkvæði
Upplýsingar um starfið veitir Tinna Hallgríms, framkvæmdastjóri í síma 868-5508 eða Gunnar Helgason, formaður í síma 774-1800. Umsókn ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið throttur@throttur.net fyrir kl 12:00 á hádegi föstudaginn 27. mars 2015
Við minnum á síðasti séns til þess að sækja um frístundastyrkinn hjá sveitarfélaginu er fyrir 15. febrúar. Þeir sem hafa gengið frá greiðslum vegna vorannar geta fengið staðfestingu á því og í framhaldinu sótt um styrkinn á bæjarskrifstofunni. Þeir sem óska eftir staðfestingu á greiðslu, sendið póst á throttur@throttur.net
Kæru foreldrar.
Sundið hefst að nýju í næstu viku.
Það er hún Thelma Rún Rúnarsdóttir sem tekur við af Rebekku. Thelma hefur áður þjálfað hjá félaginu. Hún þjálfaði knattspyrnu árið 2012. Thelma var afreksmanneskja á sínum yngri árum í sundi og ætti því að vera vel kunnug sundheiminum. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Í ljósi aðstæðna sjáum við hjá stjórn UMFÞ okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu.
Hvað júdó varðar þá er langt því frá að leggja eigi niður Júdódeild Þróttar. Við vinnum að kappi við að fá nýjan þjálfara til liðs við okkur og vonumst til að æfingar geti hafist innan skamms.
Hvað mál Magnúsar varðar þá er málið miklu flóknara og margþættara en að það snúist eingöngu um launamál þjálfara og verður það mál ekki rætt opinberlega frekar af hálfu stjórn Þróttar. Hafi fólk einhverjar athugsemdir eða spurningar þætti okkur vænt um að að viðkomandi snúi sér til stjórnar eða framkvæmdastjóra, okkur þykja samfélagsmiðlar ekki rétti vettvangurinn fyrir slíkar umræður.
Við viljum nota tækifærið og þakka Magnúsi Hersi fyrir það frábæra starf sem hann hefur byggt upp undanfarin ár, það verður aldrei af honum tekið og mun Ungmennafélagið Þróttur búa að því alla tíð.
Erum við að leita að þér?
Sundþjálfari óskast!
Þróttur Vogum auglýsir eftir sundþjálfara fyrir yngri hópa. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net
Umsóknir sendast áthrottur@throttur.net
Júdóþjálfari óskast!
Þróttur Vogum auglýsir eftir júdóþjálfara. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Reynsla af júdóþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net
Umsóknir sendast áthrottur@throttur.net
Á milli jóla og nýárs kvöddum við Rebekku sundþjálfara með söknuði og smá gjöf frá félaginu. Við þökkum henni kærlega fyrir þá vinnu sem hún hefur unnið í þágu félagsins og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
Síðasti dagur æfinga hjá Þrótti er miðvikudaginn 17. desember.
Jólakósý verður hjá sunddeildinni föstudaginn 12. desember kl 16:00 í félagsmiðstöðinni.
Jólamót verður hjá 6. og 7. flokki karla og kvenna í knattspyrnu mánudaginn 15. desember kl 17:00.
Jólamót verður hjá 5. flokki karla og 4. og 5. flokki kvenna í knattspyrnu miðvikudaginn 17. desember kl 17:00.
Jólamót verður í júdóinu þriðjudaginn 16. desember kl 18:00.
Æfingar hefjast svo á nýju ári samkvæmt töflu miðvikudaginn 7. janúar.
Skrifstofa framkvæmdastjóra verður lokuð frá 18. desember og opnar aftur mánudaginn 5. janúar.
Stjórn Þróttar ásamt foreldrafélagi Þróttar ætla í sameiningu að gefa iðkendum félagsins jóladagatal. Þetta er þriðja árið í röð sem við gefum dagatöl enda hafa iðkendur okkar verið hæstánægðir með glaðninginn.
Dagatölin er hægt að nálgast í afgreiðslunni í íþróttahúsinu 🙂
Nýlegar athugasemdir