Flokkur

Körfubolti

Myndir Þróttur V. – Stál-úlfur. Hiti í Vogabæjarhöllinni!

Með | Fréttir, Körfubolti

Í gær fór fram leikur Þróttar Vogum og Stál-úlfs í 2.deild Karla. Þróttarar sigruðu leikinn með 15 stigum og voru lokatölur leiksins 94-79. Leikurinn var jafn framan af en Þróttarar náðu tökum á leiknum í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta sauð upp úr og leikmaður Stál-úlfs var rekinn af velli.

Þróttur situr nú í öðru sæti deildarinnar með 8 stig eftir fimm leiki en þeir hafa ekki tapað leik síðan þeir heimsóttu Ármann í fyrstu umferð deildarinnar.

Næsti leikur Þróttar fer fram 21.nóvember en þá heimsækjum við nágranna okkar Keflavík B, leikurinn hefst klukkan 18:00 í BLUE-höllinni.

Áfram Þróttur!!

 

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Þróttarar hófu 3. deildina með krafti

Með | Fréttir, Körfubolti

Þór Akureyri (B) komu í heimsókn. Jafn var á öllum tölum í fyrri hálfleik bæði lið skiptust á að vera með forystu. (43:44)

Þróttarar tóku yfir leikinn strax í þriðja leikhluta með flugeldasýningu og öruggur 98:66 sigur í höfn.

Róbert Smári Jónsson hóf leikinn með krafti og skoraði 7 stig af fyrstu 11 stigum Þróttara í leiknum.

Menn leiksins: Arnór Ingvason skoraði 26 stig. Birkir Örn Skúlason skoraði 18 stig og 11 fráköst. Brynjar Bergmann Björnsson 21 stig og átta stoðsendingar.

Þeir fengu allir pítusósu að leik loknum.

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar