Flokkur

Knattspyrna

Myndir: Jafntefli á Ólafsfirði

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Vogamenn heimsótti KF á Ólafsfirði í gær. Mikið jafnræði og lítið færi í fyrri hálfleik. Heimamenn þó meira með boltann án þess þó að skapa sér hættulegri færi. Þróttur komst yfir á 61. mínútu þegar Alexander Helgason fékk boltann á miðjum teig heimamanna og fylgdi eftir misheppnaðri hreinsun heimamanna eftir hornspyrnu. 
KF jafnaði leikinn rúmum þremur mínútum síðar þegar leikmaður KF snéri baki í Ethan og lét sig falla. Afar umdeildur dómur að okkar mati. Oumar Diouck tók spyrnuna og fylgdi eftir þar sem Rafal varði spyrnuna. 
 

Fyrir vikið komst Selfoss tveimur stigum upp fyrir Þrótt þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttur á eftir að leika við ÍR og Víði í síðustu umferðunum á meðan Selfoss mætir Víði og Dalvík/Reyni.

Við þökkum Ólafsfirðingum fyrir leikinn og heimamenn eiga hrós skilið fyrir frábæra mætingu á völlinn ! 

 
Örn Rúnar spilaði sinn hundraðasta leik fyrir Þrótt Vogum og við óskum honum innilega til hamingju með áfangann. 
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur v. – Kórdrengir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum hafði betur gegn toppliði Kórdrengja í 19. umferð 2. deildar karla. Lokatölur 1-0 í Vogunum. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 57. mínútu er Andri Jónasson skoraði eina mark leiksins.

Miklar þakkir til Vogabúa, brottfluttra Voga og annara Þróttara fyrir frábæra mætingu á völlinn 🧡🧡🧡

Næsti leikur er 3. október þar sem Þróttarar ferðast norður og heimsækja KF.

#fyrirvoga

 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Víðir þann 14. ágúst sl.

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur V. lagði Víði í dramatískum nágrannaslag þann 14. ágúst sl. þar sem gestirnir frá Garði komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Þetta var fyrsti leikur eftir Covid hlé. 

 

Þróttur V. 3 – 2 Víðir

0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (‘8)
0-2 Guðmundur Marinó Jónsson (’13)
1-2 Alexander Helgason (’18)
2-2 Stefan Spasic (’77, sjálfsmark)
3-2 Alexander Helgason (’89)

 

Þróttarar taka á móti KF á morgun í Vogum og hefst leikurinn klukkan 15. 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Völsungur

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttarar mættu Völsungi frá Húsavík á laugardaginn í 2. deild karla. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins sex stigum frá Kórdrengjum og Selfossi.

Þrótti gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Völsungs og var fyrri hálfleikur markalaus. Á 57. mínútu skoraði Alexander Helgason fyrsta mark Þróttar og Alexander var aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar (66′) þegar hann kom Þrótti í 2:0. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Hubert Rafal Kotus sigurinn þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark heimamanna (88′).

Þróttarar heimsækja lið ÍR-inga í kvöld og hefst leikurinn klukkan 17:15.

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Njarðvík

Með | Fréttir, Knattspyrna

Það kom engum á óvart að háspenna/lífshætta var á Vogaídýfuvelli þegar Þróttur mætti Njarðvík.

Við óskum Njarðvík til hamingju með sigurinn í jöfnum og spennandi leik, þar sem bæði lið skiptust á að hafa forystuna í leiknum.

Við þökkum öllu okkar frábæra fólki fyrir að styðja liðið. Sjálfboðaliðarnir voru ómetanlegir og ekki má gleyma Skyggni.

Næsti leikur fer fram í hádeginu á laugardag þegar Völsungur frá Húsavík koma í heimsókn.

Áfram Þróttur!

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Sigurgangan hélt áfram í dag

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þrótt­ur vann sann­fær­andi 3:0-sig­ur á Dal­vík/​Reyni. Vikt­or Smári Segatta skoraði tvennu fyr­ir Þrótt og eitt markið var sjálfs­mark. Þrótt­ur er í öðru sæti með 22 stig og betri marka­tölu en Sel­foss.

Þökkum öllum sem horfðu á VogaTV og sjálfboðaliðum fyrir aðstoð við framkvæmd leiksins.

Ljósmyndir: Jóna og Guðmann.


 

Vogaídýfubikar 6.flokks kvenna

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það er hugur í okkur Þrótturum þessa daganna og í dag fór fram Vogaídýfubikar 6.flokks kvenna. Þróttur Vogum, Reynir/Víðir, Grindavík, Hamar og Njarðvík mættu til leiks. Þrátt fyrir smá vind þá var mikil gleði á svæðinu og stóð Hamar uppi sem sigurvegari. Okkar stelpur stóðu sig feiki vel og höfnuðu í öðru sæti. Þróttur þakkar öllum þessum flottu stelpum kærlega fyrir komuna. Við ætlum að gera þetta aftur á næsta ári.

Read More

Vogaídýfubikar 4.flokks karla

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það er hugur í okkur Þrótturum þessa daganna og í gær fór fram Vogaídýfubikar 4.flokks karla. Þróttur Vogum, Reynir/Víðir, Grindavík og Njarðvík mættu til leiks. Þrátt fyrir smá vind þá var mikil gleði á svæðinu og stóðu Reynir/Víðir uppi sem sigurvegarar. Okkar drengir stóðu sig feiki vel og glæsileg tilþrif sáust oft á tíðum.

Read More

Fánadagur Þróttar

Með | Fréttir, Knattspyrna

Fimmtudaginn 20. júní var haldinn Fánadagur Þróttar þar sem Þróttarar tóku á móti ÍR í 2.deild. ÍR hafði betur að þessu sinni og unnu leikinn 0-2 þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Flottur hópur yngri iðkenda Þróttar leiddu leikmenn inná völlinn og hvöttu svo sína menn áfram. Góð stemning var í kringum leikinn og mikill fjöldi áhorfenda mætti til þess að hvetja sín lið áfram.

Fánadagurinn var endurvakinn eftir nokkurra ára hvíld og er þetta í fjórða sinn sem að hann er haldinn hátíðlegur. Gestum var boðið upp á grillaða hamborgara og ís. Boðið var upp á andlitsmálun fyrir leik og gestir fengu Þróttaravarning gefins. Dagurinn heppnaðist mjög vel í alla staði þrátt fyrir tap heimamanna og er stjórn félagsins ánægð með endurvakningu þessa skemmtilega viðburðar. Teljum við þetta vera góða leið til að efla samheldni í bæjarfélaginu okkar enda erum við öll í sama liði.

Miklar þakkir til þeirra sjálfboðaliða sem komu og aðstoðuðu okkur í hinum ýmsu verkefnum. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar úr öllum flokkum mættu og stóðu vaktina á grillinu. Við eigum marga góða að og voru ýmis fyrirtæki sem styrktu okkur fyrir þennan viðburð og viljum við senda þeim þakkir. Okkar helstu bakhjarlar fyrir Fánadaginn voru Vogabær, Ölgerðin, Esja, Kjörís og Gæðabakstur. Einnig viljum við þakka góðum gestum fyrir að koma í heimsókn til okkar en það voru þeir Guðni Bergsson formaður KSÍ og Magnús Gylfason stjórnarmaður KSÍ.

#FyrirVoga

TAKKASKÓDAGAR

Með | Fréttir, Knattspyrna

Vantar þig nýja takkaskó fyrir sumarið?

Kíktu þá í Intersport á Bíldshöfða. Það er fátt skemmtilegra en að byrja nýtt

knattspyrnusumar í nýjum takkaskóm!

Intersport