Flokkur

Knattspyrna

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Reynir 10. Júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn og Skyggnismanna fyrir stórglæsileg grillveislu þar sem allt seldist upp!

Þróttur V. 1 – 3 Reynir S.
0-1 Sæþór Ívan Viðarsson(’20)
1-1 Viktor Smári Segatta(’25)
1-2 Edon Osmani(’32)
1-3 Kristófer Páll Viðarsson(’69)

Næsti leikur fer fram á Fáskrúðsfirði 19. júní.
Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

 

Brakandi ferskar myndir frá síðasta heimaleik!! Þróttur-Haukar 30. maí

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það var ánægjulegt að sjá Hilmar Braga frá Víkurfréttum og Hafliða frá fótboltanet á síðasta heimaleik. Frábærar myndir og takk fyrir komuna.
Okkar fólk lét líka ekki sitt eftir liggja og tóku fjölmargar frábærar myndir sem endranær.
Njótið !!
Leikurinn endaði 4:1 „Hammer Time“
Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Þróttur hafði betur á móti ÍR – Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti Vogum unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til ÍR á Hertzvöllinn í gærkvöldi.

Þróttarar voru á eldi í Breiðholtinu og þeir unnu að lokum 1-5 sigur gegn ÍR-ingum. Þróttarar höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍR hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Þakkir til ÍR fyrir leikinn og gaman að sjá þessa frábæru umgjörð í kringum leikinn. 
ÍR 1 – 5 Þróttur V.
0-1 Rubén Lozano Ibancos (‘6 , víti)
0-1 Axel Kári Vignisson (’25 , misnotað víti)
0-2 Patrik Hermannsson (’28 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Smári Segatta (’65 )
0-4 Sigurður Gísli Snorrason (’68 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason (’77 )
1-5 Rubén Lozano Ibancos (’84 )
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Þróttur V. – Fjarðabyggð Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar sem spilaður var 15. maí

Þróttur V. 1 – 1 Fjarðabyggð
1-0 Andrew James Pew(’23)
1-1 Vice Kendes(’79)
Jafntefli og Þrótturum refsað fyrir að nýta ekki tækifærin sem gáfust í leiknum.
Þökkum Fjarðabyggð fyrir leikinn og óskum þeim góðs gengis í sumar 👊
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

.

Fallnir úr bikar. Þróttur V. – Grótta Myndir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum og Grótta áttust við á Vogaídýfuvellinum í dag og úr varð spennandi leikur.

Þróttur V 1-3 Grótta
0-1 Kjartan Kári Halldórsson (’17)
1-1 Ruben Lozano (’44, víti)
1-2 Pétur Theódór Árnason (’61)
1-3 Pétur Theódór Árnason (’87)
Rautt spjald: Andy Pew, Þróttur V. (’75)

Næsti leikur Þróttara verður á Rafholtsvellinum í Njarðvík föstudagskvöldið 6. maí þegar við heimsækjum heimamenn og hefst leikurinn klukkan 19:15. 
 
Allir á völlinn og áfram Þróttur !
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Jafntefli á Ólafsfirði

Með | Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ
Vogamenn heimsótti KF á Ólafsfirði í gær. Mikið jafnræði og lítið færi í fyrri hálfleik. Heimamenn þó meira með boltann án þess þó að skapa sér hættulegri færi. Þróttur komst yfir á 61. mínútu þegar Alexander Helgason fékk boltann á miðjum teig heimamanna og fylgdi eftir misheppnaðri hreinsun heimamanna eftir hornspyrnu. 
KF jafnaði leikinn rúmum þremur mínútum síðar þegar leikmaður KF snéri baki í Ethan og lét sig falla. Afar umdeildur dómur að okkar mati. Oumar Diouck tók spyrnuna og fylgdi eftir þar sem Rafal varði spyrnuna. 
 

Fyrir vikið komst Selfoss tveimur stigum upp fyrir Þrótt þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttur á eftir að leika við ÍR og Víði í síðustu umferðunum á meðan Selfoss mætir Víði og Dalvík/Reyni.

Við þökkum Ólafsfirðingum fyrir leikinn og heimamenn eiga hrós skilið fyrir frábæra mætingu á völlinn ! 

 
Örn Rúnar spilaði sinn hundraðasta leik fyrir Þrótt Vogum og við óskum honum innilega til hamingju með áfangann. 
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur v. – Kórdrengir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum hafði betur gegn toppliði Kórdrengja í 19. umferð 2. deildar karla. Lokatölur 1-0 í Vogunum. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 57. mínútu er Andri Jónasson skoraði eina mark leiksins.

Miklar þakkir til Vogabúa, brottfluttra Voga og annara Þróttara fyrir frábæra mætingu á völlinn 🧡🧡🧡

Næsti leikur er 3. október þar sem Þróttarar ferðast norður og heimsækja KF.

#fyrirvoga

 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Víðir þann 14. ágúst sl.

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur V. lagði Víði í dramatískum nágrannaslag þann 14. ágúst sl. þar sem gestirnir frá Garði komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Þetta var fyrsti leikur eftir Covid hlé. 

 

Þróttur V. 3 – 2 Víðir

0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (‘8)
0-2 Guðmundur Marinó Jónsson (’13)
1-2 Alexander Helgason (’18)
2-2 Stefan Spasic (’77, sjálfsmark)
3-2 Alexander Helgason (’89)

 

Þróttarar taka á móti KF á morgun í Vogum og hefst leikurinn klukkan 15. 

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Völsungur

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttarar mættu Völsungi frá Húsavík á laugardaginn í 2. deild karla. Með sigrinum eru Þróttarar enn nálægt toppi deildarinnar, sitja í fjórða sæti aðeins sex stigum frá Kórdrengjum og Selfossi.

Þrótti gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Völsungs og var fyrri hálfleikur markalaus. Á 57. mínútu skoraði Alexander Helgason fyrsta mark Þróttar og Alexander var aftur á ferðinni tæpum tíu mínútum síðar (66′) þegar hann kom Þrótti í 2:0. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Hubert Rafal Kotus sigurinn þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark heimamanna (88′).

Þróttarar heimsækja lið ÍR-inga í kvöld og hefst leikurinn klukkan 17:15.

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Myndir: Þróttur – Njarðvík

Með | Fréttir, Knattspyrna

Það kom engum á óvart að háspenna/lífshætta var á Vogaídýfuvelli þegar Þróttur mætti Njarðvík.

Við óskum Njarðvík til hamingju með sigurinn í jöfnum og spennandi leik, þar sem bæði lið skiptust á að hafa forystuna í leiknum.

Við þökkum öllu okkar frábæra fólki fyrir að styðja liðið. Sjálfboðaliðarnir voru ómetanlegir og ekki má gleyma Skyggni.

Næsti leikur fer fram í hádeginu á laugardag þegar Völsungur frá Húsavík koma í heimsókn.

Áfram Þróttur!

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar