Flokkur

Íþróttaskóli

Frístundastyrkur

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund, UMFÞ

Við minnum á síðasti séns til þess að sækja um frístundastyrkinn hjá sveitarfélaginu er fyrir 15. febrúar. Þeir sem hafa gengið frá greiðslum vegna vorannar geta fengið staðfestingu á því og í framhaldinu sótt um styrkinn á bæjarskrifstofunni. Þeir sem óska eftir staðfestingu á greiðslu, sendið póst á throttur@throttur.net

Yfirlýsing frá stjórn Þróttar varðandi júdó

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

Í ljósi aðstæðna sjáum við hjá stjórn UMFÞ okkur knúin til að senda frá okkur yfirlýsingu.
Hvað júdó varðar þá er langt því frá að leggja eigi niður Júdódeild Þróttar. Við vinnum að kappi við að fá nýjan þjálfara til liðs við okkur og vonumst til að æfingar geti hafist innan skamms.
Hvað mál Magnúsar varðar þá er málið miklu flóknara og margþættara en að það snúist eingöngu um launamál þjálfara og verður það mál ekki rætt opinberlega frekar af hálfu stjórn Þróttar. Hafi fólk einhverjar athugsemdir eða spurningar þætti okkur vænt um að að viðkomandi snúi sér til stjórnar eða framkvæmdastjóra, okkur þykja samfélagsmiðlar ekki rétti vettvangurinn fyrir slíkar umræður.

 

Við viljum nota tækifærið og þakka Magnúsi Hersi fyrir það frábæra starf sem hann hefur byggt upp undanfarin ár, það verður aldrei af honum tekið og mun Ungmennafélagið Þróttur búa að því alla tíð.

JÓLADAGATÖL

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund, UMFÞ

Stjórn Þróttar ásamt foreldrafélagi Þróttar ætla í sameiningu að gefa iðkendum félagsins jóladagatal. Þetta er þriðja árið í röð sem við gefum dagatöl enda hafa iðkendur okkar verið hæstánægðir með glaðninginn.
Dagatölin er hægt að nálgast í afgreiðslunni í íþróttahúsinu 🙂

 

Jóladagatal

Halloweenball Foreldrafélagsins

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

Foreldrafélag Þróttar hélt glæsilegt Halloweenball um síðustu helgi. Mikið var um flotta búninga, krakkarnir voru ánægðir og skemmtu sér konunglega. Allir sem mættu fengu popp og slush. Hræðilegt draugahús var á staðnum sem skemmti mörgum. Nokkrir einstaklingar fengu verðlaun fyrir flotta búninga og var það alveg greinilegt að mikla vinnu var búið að leggja í suma þeirra. Foreldrafélagið þakkar öllum þeim sem mættu og segja að þetta sé komið til að vera.

Halloweenball

 

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund

Í síðustu viku fór hin svo kallaða Hreyfivika – MOVE WEKK fram um gjörvalla Evrópu. UMFÍ tók þátt í þessu verkefni hér heima og hvatti öll félög til þess að taka þátt í þessu með sér. Við erum rosalega stolt af því að hafa verið með. Var þetta í fyrsta skiptið sem Þróttur tók þátt og er það alveg á hreinu að þetta er komið til að vera. Skólinn, leikskólinn, félagsmiðstöðin og Álfagerði tóku þátt í þessu með okkur. Var meðal annars boðið upp á mömmu og pabbaæfingar, frítt í sund, fjölskyldusamveru í íþróttahúsinu og göngu um Vogana og upp á Stapa.
Hreyfivikan – MOVE WEEK mun fara fram aftur að ári en það þýðir ekki að við megum slá slöku við. Hreyfivikur eiga að vera allt árið um kring ekki bara í Hreyfivikunni sjálfri.
Ungmennafélagið Þróttur vonar að sem flestir hafi notið vikunnar í leik og starfi og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu fyrir þeirra framlag.

_MG_4003

Hreyfivikan 29. september – 5. október 2014

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund, UMFÞ

UMFÍ stendur fyrir Hreyfiviku sem hefst í næstu viku. Hreyfivikan (Move Week) er haldin um gjörvalla Evrópu og ætla Þróttarar að taka þátt. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í Hreyfivikunni. Við höfum fengið skólann, leikskólann, félagmiðstöðina og Álfagerði til þess að taka þátt í Hreyfivikunni með okkur. Okkar markmið í Hreyfivikunni þetta árið er að fá fjölskylduna til þess að hreyfa sig saman.

 

Mánudagur: Mömmuæfingar. ALLAR mömmur velkomnar á æfingar hjá Þrótti þennan daginn. Hvetjum þær til þess að taka virkan þátt í æfingunum með börnunum.

Leikskólinn Suðurvellir: Staðarborg mun bjóða Háabjalla með sér í íþróttir í íþróttahúsinu. Einnig mun leikskólinn vera með aukna hreyfingu í vikunni fyrir allar deildir af tilefni Hreyfivikunnar.

 

Þriðjudagur: Eldri borgarar í Vogum stýra Boccia í íþróttahúsinu kl 20:00. Allir velkomnir.

 

Miðvikudagur: Skólinn verður með aukna hreyfingu og taka þátt í forvarnardeginum. Félagsmiðstöðin verður með leikjafjör í íþróttasalnum. Íþróttafjör í salnum verður fyrir 6. og 7. bekk kl 17:00 og fyrir 8.-10. bekk kl 20:00.

 

Fimmtudagur: Pabbaæfingar. ALLIR pabbar velkomnir á æfingar hjá Þrótti þennan daginn. Hvetjum þá til þess að taka virkan þátt í æfingunum með börnunum.

 

Föstudagur: Frítt í sund allan daginn. Hvetjum fjölskylduna til þess að fara saman í sund.

 

Laugardagur: Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu á milli 12:00-14:00. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.Boðið verður upp á safa og ávexti.

 

Sunnudagur: Fjölskylduganga með Hilmari Agli göngugarpi. Gengið verður upp á Stapa og Grímshól. Farið verður af stað frá íþróttahúsinu kl 14:00.

 

„Við hættum ekki að leika okkur af því að við verður gömul, við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur„ 

mynd1

PÁSKABINGÓ

Með | Fréttir, Íþróttaskóli, Júdó, Knattspyrna, Sund, UMFÞ

Mánudaginn 14. apríl verður hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (12 ára og yngri) kl 18:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (13 ára og eldri) kl 20:00. Bingóspjaldið mun kosta 400kr en þrjú spjöld saman á 1000kr.

Foreldrafélag Þróttar verður með sjoppu á staðnum.



Mætum öll og styrkjum gott málefni.

Sjáumst

Páska