Flokkur

Fréttir

Allar æfingar falla niður hjá UMFÞ til 23. mars nk.

Með | Fréttir

Samkomubann mótar íþróttastarfið.

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/samkomubann-motar-ithrottastarfid/

Landlæknir, sóttvarnarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra telur ekki ráðlagt að gera ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn íþrótta- og ungmennafélaga fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi. Íþróttaiðkun framhaldsskólanema og fullorðinna er talin heimil að uppfylltum ákveðnum og ströngum skilyrðum.

Yfirvöld segja ljóst að að þessi skilyrði munu því miður útiloka æfingar fjölmargra íþróttagreina.

UMFÍ og ÍSÍ hafa átt í samskiptum við almannavarnir um helgina í tengslum við samkomubann sem sett verður á Íslandi í kvöld og varir næstu fjórar vikur til að fá svör við því hvort æfingar barna og yngri flokka megi fara fram.

Allir fari að tilmælum yfirvalda
UMFÍ mælist til þess að sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög fari að öllum tilmælum yfirvalda og leggi iðkendur ekki í hættu á að smitast af COVID-19 veirunni. Iðkendur eigi fremur að njóta vafans og því er mikilvægt að félög fylgi þeim fyrirmælum sem berast frá yfirvöldum.

Mikil röskun á íþróttastarfi
Í svarbréfi segir að vegna mikilla anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því megi gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafi komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikur.

Íþróttaiðkun gegn ströngum skilyrðum

Yfirvöld telja íþróttaiðkun fullorðinna heimila að uppfylltum skilyrðum samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingu um samkomubann og birt var fyrir helgi þess efnis að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar inn í sama rými, hvort sem um er að ræða innan- eða utandyra. Þá skuli sjá til þess, eftir því sem unnt er, að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga, gera ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa búnað eða æfingasvæði daglega og tryggja aðgengi að hreinlætisaðstöðu til handþvotta og sótthreinsunar.

Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til að koma því á framfæri við iðkendur og félagsmenn hvað af íþróttastarfsemi þeirra þau telja að geti farið fram að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram hafa komið. Rétt er að ítreka að það á ekki að gefa neinn afslátt af þeim kröfum sem yfirvöld hafa sett fram til að sporna við útbreiðslu þessarar veiru.

UMFÍ og ÍSÍ eru í stöðugu sambandi við yfirvöld og munu áfram deila út til íþróttahreyfingarinnar upplýsingum um leið og þær berast.

Tilkynning frá Þrótti – COVID-19

Með | Fréttir

Foreldrar og forráðamenn í Vogum.

Allar æfingar halda sér fram að samkomubanni sem tekur gildi á mánudag. Það er undir hverjum og einum komið að senda sín börn á æfingar.

Æfingar í júdó og knattspyrnu fara fram í dag. Íþróttaskóli barna og getraunakaffið verður á sínum stað í fyrramálið.

Öll mót sem fram áttu að fara um helgina hefur verið frestað! Árlegt páskabingó Þróttar sem fram átti að fara 28. mars hefur verið frestað. Leik Þróttar og Sindra sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað. 

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að samkomur verða takmarkaðar tímabundið.

UMFÞ hefur ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur til þess að stjórnendur Þróttar og þjálfarar félagsins geti skipulagt íþróttastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Förum eftir ráðleggingum Almannavarna, forðast snertingu, þvo á sér hendurnar og sótthreinsa. Handspritt er í íþróttahúsinu og hvetjum við fólk til að nota það.

Við erum í góðu sambandi og samstarfi við Stóru-Vogaskóla, Sveitarfélagið Voga, UMFÍ og aðra fagaðila varðandi næstu skref.

Það er hægt að nálgast mikilvægar upplýsingar á heimasíðu UMFÍ og ÍSÍ.

Öllum leikjum Þróttar á vegum KSÍ frestað !!!

Með | Fréttir

Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.

Vegna þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að fresta öllum leikjum á vegum KSÍ, sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á fyrrgreindu tímabili. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars. Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi.

Skrifstofan er lokuð næstu daga.

Með | Fréttir

Félagið hefur verið að vinna í breytingum á skrifstofu að undanförnu. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 12. mars.

Gerum okkar besta í því að reyna svara öllum tölvupósti og símtölum sem okkur berast þessa daga sem framkvæmdir eru í gangi.

Ef málið þolir enga bið er best að hringja.

Leó Kristinn í Þrótt Vogum. 

Með | Fréttir

Leó Kristinn Þórisson í Þrótt Vogum. 

Þróttarar hafa verið duglegir að fá unga og efnilega leikmenn að undanförnu. Í dag skrifaði miðjumaðurinn efnilegi Leó Kristinn Þórisson undir tveggja ára samning við Þróttara. Leó sem er tvítugur kemur frá FH og fór upp alla yngriflokka félagsins ásamt því að hafa spilað með meistaraflokki félagsins í vetur.
Brynjar Gestsson tók við liði Þróttar í haust og hefur verið að fá unga og efnilega leikmenn til félagsins í bland við þá eldri og reyndari sem fyrir eru hjá félaginu.
Við bjóðum Leó velkominn í Þróttarafjölskylduna og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar á Vogaídýfuvelli í sumar.
Leó spilaði á móti Grindavík í vikunni og skoraði fyrsta mark leiksins þegar Þróttarar lögðu nágranna sína 2-1 í æfingaleik. Leó verður ekki með í kvöld þegar við heimsækjum Haukamenn heim.

Við ætlum í bíó ! Yngriflokkar hjá Þrótti !

Með | Fréttir

Fyrir:

Unglingahreysti, knattspyrna 7. flokkur, 6. flokkur, 5. flokkur og 4. flokkur. Sunddeild og júdódeild. 

Þjálfarar verða á svæðinu með sínum flokkum eða manna ábyrgðaraðila í þeirra stað.

Foreldrar sjá um samgöngur.

Bíómiði + miðstærð popp og gos 1450kr. Gengið frá greiðslu í afgreiðslu Sambíóa. Hvetjum foreldra til að láta krakkana til að hafa eingöngu 1500kr. Allir með sama. 

Skráning fer fram inná hópsíðum á FB. Vinsamlegast láta vita með athugasemd þar inni fyrir klukkan 13:00 á morgun "fimmtudag" 

Hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni þar sem við ætlum að efla félagsandann og njóta þess að vera saman sem Þróttarar !

MYND – Onward

Föstudaginn 6. mars klukkan 17:20 í Sambíó Reykjanesbæ.

Hvetjum alla til að vera tímanleg og mæta ekki seinna en 17:01.

Sjáumst hress !

Tæknivandamál v/tölvupóstar!

Með | Fréttir

„Tölvupóstar hafa ekki verið að skila sér síðustu daga á netfangið throttur@throttur.net og önnur netföng hjá félaginu“ Þetta á ekki við alla pósta, ef þú hefur ekki fengið svar til baka þá hefur pósturinn ekki skilað sér til okkar.

ATH: Vandamálið komst upp þegar við hættum að fá svör, Þróttur getur eingöngu sent pósta.

Þetta ætti að komast í lag á næstu dögum !

Afsakið þetta kæru Þróttarar, við erum að gera okkar besta við að leysa þetta! 

Aukaaðalfundur KND Þróttar „Auglýsing“

Með | Fréttir

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn þriðjudaginn 10. mars klukkan 19:00 og fer fram í Vogabæjarhöllinni.

 

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Kosið í stórn.

Fyrir fund hvetjum við fundargesti til að kynna sér fundargerð frá aðalfundi deildarinnar sem fram fór 20. febrúar sl.

Hvetjum áhugasama til að hafa samband við skrifstofu eða formann knattspyrnudeildar og bjóða fram krafta sína!

Áfram Þróttur.

Fundargerð frá aðalfundi KND sem fram fór í síðustu viku – Boða þarf til aukaaðalfundar þann 10. mars nk.

Með | Fréttir

Aðalfundur Knd Þróttar Vogum

 

Vogar 20.febrúar 2020

Kl:20.00

 

Dagskrá fundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Kosið í stjórn
  5. Lagabreyting

 

Mættir: Haukur Örn Harðarson formaður, Davíð Harðarson stjórnarmaður og ritar fundargerð, Kristinn Sveinsson stjórnarmaður, Friðrik Valdimar Árnason varamaður, Marteinn Ægisson framkv stjóri.

 

  1. Formaður bíður gesti velkomna og tilnefnir Birgir Örn Ólafsson sem fundarstjóra og Davíð Harðarson sem ritara. Samþykkt samhljóða.
  2. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar og fer yfir hana.
  3. Ársreikningur lagður fram og fer formaður yfir helstu liði reiknings.

Engar spurningar komu er varða reikninginn, hann lagður fram til samþykktar. Samþykktur samhljóða.

  1. Kosning í stjórn

– Haukur bíður sig aftur fram til formanns

– Kristinn og Davíð gefa ekki kost á sér aftur

– Ekki tókst að manna stjórn og því er lagt til að fresta 4 lið þessarar fundar og auglýstur verði aukaaðalfundur 10.mars 2020. Samþykkt samhljóða.

 

5.Lagabreyting – ástæða breytingar er sú að þegar verið er að leita eftir fjármagni til reksturs deildarinnar flækir núverandi nafn félagsins (Knattspyrnufélagið Vogar) málin og var félaginu ráðlagt að breyta nafninu í Knattspyrnudeild Þróttar Vogum. Lagt fram og samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál:

Þorsteinn Gunnarsson frá KSÍ óskar eftir að fá orðið. Talar um góða tíma sem hann átti hér í Vogum og ber félaginu kveðju KSÍ. Talar um að ánægjulegt sé að sjá að reksturinn sé í nokkuð góðu standi – róðurinn sé erfiður og finnst aðdáunarvert hve félagið sé vel rekið. Talar um að komandi tímabil verði 2.deildin ein sú öflugasta í mörg ár. Hvetur félagið að halda sveitarfélaginu við efnið. Óskar félaginu til hamingju með gott gengi í sumar.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið 20:27

Myndirnar eru teknar af FB síðu Þorsteins Gunnarsssonar sem mætti á fundinn fyrir hönd KSÍ.

Mynd frá Þorsteinn Gunnarsson.Mynd frá Þorsteinn Gunnarsson.