Flokkur

Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar – Fréttatilkynning

Með | Fréttir

Þetta er líklega eitt af stærri verkefnum félagsins og frábært að þetta skuli gerast á 90 ára afmæli UMFÞ. Það er ljóst að Ungmennafélagið er að fara verða eitt af fjölmörgum íþróttafélögum sem fara með yfirumsjón íþróttamiðstöðva hér á landi.

Viðræður hafa verið góðar og uppbyggilegar. Kann stjórn félagsins bæjaryfirvöldum miklar þakkir fyrir gott samstarf undanfarna mánuði. Það er mikið framfaraskref að bæjaryfirvöld skuli treysta UMFÞ fyrir slíku verkefni. Við hjá Þrótti þurfum að fara vel með þetta traust sem okkur er sýnt því ábyrgð okkar er mikil. Við getum heldur betur sett mark okkar á lýðheilsu bæjarbúa og hvatt þau til frekari heilsueflandi þátttöku.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að gera follow á íþróttamiðstöð Vogar á Instagram og like á Facebook.

Á myndinni er Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ & Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri andartaki eftir að lyklaskipti áttu sér stað.

„Það getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað“ sagði formaður UMFÞ – Petra áfram formaður UMFÞ – Félagið verður 90 ára í haust

Með | Fréttir

Fram kom í skýrslu formanns að framundan væri stórt ár í sögu félagsins. Þróttur mun spila í 1. deild í knattspyrnu, félagið mun fagna 90 ára afmæli í haust. Veglegt afmælisblað er í undirbúningi, stofnun rafíþrótta er í fullum gangi og margt fleira.

Einnig hvatti Petra alla sjálfboðaliða og foreldra til að taka meiri þátt í starfinu. Hlúa vel að iðkendum og öðrum sem starfa hjá félaginu.

„Eins og við vitum þá getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað og saman erum við að gera stórkostlega hluti. Við erum öll saman í liði“ (Petra Ruth Rúnarsdóttir 24. febrúar)

Tap varð af rekstri félagsins kr. 131.978 samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok var kr. 689.585 samkvæmt efnahagsreikningi 31.12.2021.

Davíð Hansen og Birgitta Ösp Einarsdóttir gáfu ekki kost á sér að nýju. Kann félagið þeim miklar þakkir fyrir þeirra störf síðustu árin og ánægjuleg kynni.

Petra R. Rúnarsdóttir var endurkjörin sem formaður til eins árs.

Aðrir í stjórn: 

Reynir Emilisson 2 ár

Jóna K. Stefánsdóttir 1 ár

Gunnar J. Helgason 2 ár

Katrín Lárusdóttir 1 ár

Varamenn í stjórn: 

Sólrún Ósk Árnadóttir 1 ár

Kristinn Guðbjartsson 2 ár

Hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar og Gunnar J. Helgason áfram formaður.

Með | Fréttir

Fyrr í kvöld fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar.

Dagskrá aðalfundar var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Gunnar J. Helgason, formaður knattspyrnudeildar, flutti skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór vítt og breitt yfir verkefni deildarinnar, rekstur hennar og þann frábæra árangur sem átti sér stað á síðasta ári. Félagið verður 90 ára í haust og frábært að félagið spilar í Lengjudeild á tímamótunum.

Lagðir voru fram reikningar deildarinnar, en þar kom fram að deildin var rekin með hagnaði á liðnu ári. Hagnaður var um 800.000 kr.

Gunnar var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar. Sex aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram. Gísli Brynjólfsson, Kristinn Jón Ólafsson, Gísli Sigurðarson, Róbert Ragnarsson, Guðmann R. Lúðviksson og Friðrik V. Árnason.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fer fram 21. feb nk.

Með | Fréttir

AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN MÁNUDAGINN 21. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 OG FER FRAM Í VOGABÆJARHÖLLINNI Í FÉLAGSHERBERGI ÞRÓTTAR.

KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR REKUR MEISTARAFLOKK FÉLAGSINS Í KNATTSPYRNU, GETRAUNADEILD FÉLAGSINS OG KEMUR AÐ HINUM ÝMSU VERKEFNUM Í SAMSTARFI VIÐ AÐALSTJÓRN FÉLAGSINS.

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stjórn.
5. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Gunnar Helgason í síma 774-1800.

Fimm eru í stjórn deildarinnar og tveir varamenn.

Vonumst til að sjá sem flesta !!!

Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar 2022 fer fram fimmtudaginn 24. febrúar í Vogabæjarhöllinni.

Með | Fréttir

AÐALFUNDUR UNGMENNAFÉLAGSINS ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 Í VOGABÆJARHÖLLINNI. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Formaður félagsins setur fundinn

-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari

-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram

-Skýrsla stjórnar

-Ársreikningur 2021 lagður fram til samþykktar

-Kosning formanns og annara stjórnarmeðlima

-Ákveðið félagsgjald

-Önnur mál

Látum íþróttamál og æskulýðsmál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net.

Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2021 eru með atkvæðisrétt á fundinum.

Ósóttir vinningar í jólahappdrætti 2021 – Leiðbeiningar um vinninga frá Akademias, Stundinni & Smass.

Með | Fréttir

Vinningashafar sem fengu vinninga frá Stundinni, Akademias og Smass þurfa senda okkur tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á netfangið throttur@throttur.net; Fullt nafn, kennitala og netfang.  Muna taka mynd af vinningsmiða. 

Allir vinningar eru komnir í hús fyrir utan vinninginn frá Undra sem kemur á föstudaginn. Allir ósóttir vinningar renna til félagsins 1. mars nk. 

Vegna smita í okkar nær samfélagi er eingöngu hægt að nálgast vinninga á föstudögum í janúar – Einnig er hægt að hafa samband í síma 892-6789 milli klukkan 9:15 & 17:00 og óska eftir að vinningur verði settur í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. 

Útdráttur fór fram í hádeginu 15. desember; 

Allir miðar gilda sem aðgöngumiði á fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni 2022 – Geymið miðann ! 

 1. Gjafabréf frá Icelandair 70. Þús – 222
 2. Cintamani gjafabréf 25. Þús – 626
 3. Gisting fyrir tvo á Stracta –160
 4. Gisting fyrir tvo á Hótel Keflavík –224
 5. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík –441
 6. Canon Pixma prentari frá Omnis -378
 7. MasterClass námskeið hjá Akademias að upphæð 40þús –188
 8. Gjafabréf frá Hlaupár að upphæð 20þús –494
 9. Sérefni gjafabréf 20þús -338
 10. Sérefni gjafabréf 20þús -747
 11. Sérefni gjafabréf 20þús –416
 12. Jepplingur með ótakmörkuðum akstri og tryggingu í tvo daga frá Hertz -685
 13. Gjafabréf að verðmæti 10þús frá Jómfrúnni -112
 14. Tveir mán. áskrift að Stöð 2+ frá Vodafone -739
 15. Gjafabréf á Tapaz barinn –690
 16. Gjafakort að verðmæti 10þús frá Húrra Reykjavík -48
 17. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu -636
 18. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu -211
 19. Glaðningur frá Geo Silicia – 3ja mánaða skammtur af Recover fyrir vöðva og tauga að verðmæti 15þús -319
 20. Vogaídýfur og sósur frá frá Vogaídýfu -551
 21. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins -649
 22. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins –672
 23. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –736
 24. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –624
 25. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –95
 26. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –564
 27. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –303
 28. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –537
 29. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –98
 30. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –620
 31. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –220
 32. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –583
 33. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –722
 34. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –773
 35. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –727
 36. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –545
 37. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –679
 38. Glaðningur frá Smassborgurum –341
 39. Glaðningur frá Smassborgurum –460
 40. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði. –513
 41. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði. –317
 42. Gjafabréf í Keiluhöllina –796
 43. Gjafabréf í Keiluhöllina –627
 44. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins. –287
 45. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –240
 46. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –238
 47. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –629
 48. Undri ehf – Inneignarkort í bónus 10þús –143
 49. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -582
 50. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -3
 51. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –251
 52. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -316
 53. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –136
 54. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -680
 55. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -232
 56. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –366
 57. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –625
 58. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –118
 59. Mánaðarkort í Vogaþrek að verðmæti 12þús –16
 60. Gjafabréf á KFC –199

TAKK FYRIR STUÐNINGINN !

Úthlutun úr Minningarsjóði Hróars fór fram á dögunum.

Með | Fréttir

Minningarsjóður Hróars hefur þann tilgang að styrkja verkefni flokka eða einstaklinga innan UMFÞ. Stjórn sjóðsins kom saman á dögunum og ákveðið var að styrkja nokkur verkefni. 

Stofnun Rafíþróttadeildar 25.000 kr. 

Æfingaferð erlendis 4. flokkur karla 25.000 kr. 

Æfingaferð erlendis 4. flokkur kvenna 25.000 kr. 

Orkumótið í Eyjum 25.000 kr. 

TM – mótið Eyjum 25.000 kr. 

N1 mótið Akureyri 25.000 kr. 

Norðurálsmótið 25.000 kr. 

Stjórn sjóðsins vill koma á framfæri að öllum Þrótturum er heimilt að hafa samband við skrifstofu félagsins til að sækja um styrk. Hvenær sem er ársins. Samtals var á ákveðið að styrkja verkefni fyrir 225.000 kr. í heildina. Greiðsla mun eiga sér stað innan næstu tveggja vikna.