Flokkur

Fréttir

Júdó og fangbrögð hjá UMFÞ – Æfingatímar 2020 – 2021.

Með | Fréttir

Júdó og fangbrögð fyrir alla aldurshópa hófst 1. september og lýkur starfinu 31. maí. Þjálfarar í vetur eru Jana Lind og Guðmundur Stefán.

Verð: 59.900 kr. – Hægt að skipta niður í níu jafnar greiðslur. Hvetjum alla til að nota frístundastyrkinn frá Sveitarfélaginu Vogum. 

Æfingatímar:

Yngri (1 – 4 bekkur )  Mánudagar og miðvikudagar kl. 15:00-16:00, föstudagar kl. 17:00-18:00

Eldri (5 – 10 bekkur )  Mánudagar og miðvikudagar kl. 16:00-17:00, föstudagar kl. 18:00-19:00

Sameiginlegar (Opið hús) æfingar verða á föstudögum með Njarðvík og verða æfingar haldnar til skiptis í Vogum og Njarðvík. Þeir iðkendur sem treysta sér ekki til Njarðvíkur hvetjum við engu að síður til að mæta á aukaæfinguna í Vogum. Aukaæfingarnar eru samstarfsverkefni milli félaganna og eru að kostnaðarlausu. 

Myndir: Þróttur – Njarðvík

Með | Fréttir, Knattspyrna

Það kom engum á óvart að háspenna/lífshætta var á Vogaídýfuvelli þegar Þróttur mætti Njarðvík.

Við óskum Njarðvík til hamingju með sigurinn í jöfnum og spennandi leik, þar sem bæði lið skiptust á að hafa forystuna í leiknum.

Við þökkum öllu okkar frábæra fólki fyrir að styðja liðið. Sjálfboðaliðarnir voru ómetanlegir og ekki má gleyma Skyggni.

Næsti leikur fer fram í hádeginu á laugardag þegar Völsungur frá Húsavík koma í heimsókn.

Áfram Þróttur!

Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Fótboltaæfingar í september – „Ný tafla tekur gildi 28. sept“ Æfingar fara fram á grasvellinum til 15. sept – Æfingatímar í frétt – Áfram

Með | Fréttir

Æfingar í fótbolta til 15. sept nk. fara fram á grasvelli (Muna klæða sig eftir veðri) Æfingar hefjast svo aftur mánudaginn 28. sept – Ný æfingatafla við „Sjá heimasíðu“ Þá tekur við flokkaskiptingin gildi á sama tíma. 

Frítt að prófa út september !

Æfingar fara á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum til 15. sept. 


7. flokkur kl. 16 til 17 ( 1 – 2 bekkur ) Strákar

7. flokkur kl. 17 til 18 ( 1 – 2 bekkur ) Stelpur 

6. flokkur kl. 16 til 17 (3 – 4 bekkur) Strákar 

6. flokkur kl. 17 til 18 ( 3-4 bekkur) Stelpur

5. flokkur kl. 17 til 18 ( 5 – 6 bekkur) Strákar 

5. flokkur kl. 17 til 18 ( 5 – 6 bekkur) Stelpur

4. flokkur kl. 17 til 18 ( 7 – 8 bekkur ) Strákar

4. flokkur kl. 17 til 18 ( 7 – 8 bekkur ) Stelpur 

Lokahóf yngriflokka verður auglýst 11. sept „Fylgist með“ 

 

 

Moli kom í heimsókn – Stelpurnar fengu bolta að gjöf 💯♥️👌 Takk KSÍ 🙌

Með | Fréttir

Moli kom í heimsókn ❗❗

Alltaf gott að fá Mola í heimsókn sem tók samtal við þjálfara, spilaði fótbolta við krakkana og var með stelpunum í liði. Fékk frábæra kynningu á Vogum.

Jóna K. Stefánsdóttir hefur blásið lífi í kvennaboltann hjá Þrótti og tók við boltagjöf frá KSÍ sem fara í kvennastarfið 🙌🙌🙌

Við hvetjum alla krakka að prófa æfingar til 20. sept 👊👌🙌

 

 

Yfirflokkaþjálfari hjá Þrótti tekur til starfa – Kemur að stefnumótun félagsins og verður með flokka samhliða þeim störfum.

Með | Fréttir

Viktor Ingi Sigurjónsson er nýr yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Vogum í knattspyrnu.

Viktor er 32 ára fjölskyldufaðir frá Hafnarfirði. Hann er með UEFA B í þjálfarafræðum og menntaður íþróttafræðingur frá HÍ. Viktor er einnig að taka masterinn í kennslufræðum.

Hann mun verða aðalþjálfari nokkra flokka, samhliða því mun hann koma að stefnumótun félagsins, aðstoða aðra þjálfara við sín störf og koma að öðrum stefnumótandi verkefnum hjá félaginu. Viktor hefur þjálfað hjá yngriflokkum Hauka við góðan orðstýr síðustu árin. 


Við minnum á að æfingar í barna og unglingastarfinu eru til 17. september. Viktor mun hefja störf 2. september. 

Starfsárið 2020-21 – Hvað verður í boði ?

Með | Fréttir

Nú er að hefjast nýtt starfsár hjá UMF Þrótti.

Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; Knattspyrna, íþróttaskóli, sund, júdó, Vogaþrek og Unglingahreysti svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Skráningar fara fram á https://throttur.felog.is/

Stjórn UMFÞ þakkar íbúum Voga fyrir góðar viðtökur á liðnum árum. Samstarf okkar og samvinna heldur nú áfram og það er ósk okkar að nú geti enn fleiri verið með. 

Vetrarstarf 2020-21 V3

Sigurgangan hélt áfram í dag

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þrótt­ur vann sann­fær­andi 3:0-sig­ur á Dal­vík/​Reyni. Vikt­or Smári Segatta skoraði tvennu fyr­ir Þrótt og eitt markið var sjálfs­mark. Þrótt­ur er í öðru sæti með 22 stig og betri marka­tölu en Sel­foss.

Þökkum öllum sem horfðu á VogaTV og sjálfboðaliðum fyrir aðstoð við framkvæmd leiksins.

Ljósmyndir: Jóna og Guðmann.


 

Loksins! Íslandsmótið fer aftur af stað í kvöld – Nágrannaslagur (Þróttur – Víðir)

Með | Fréttir

Leikurinn hefst kl 19:00 í kvöld og verður án áhorfenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá VogaTV..

Við biðlum til allra stuðningsmanna að virða þetta og mæta ekki á völlinn!!


Þróttur óskar eftir sjálfboðaliðum á heimaleiki Þróttar vegna hertra aðgerða Sóttvarnalæknis og KSÍ.

Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða félagið geta sent okkur línu throttur@throttur.net eða heyrt í Marteini framkvæmdastjóra. 

Vonandi taka Vogabúar vel í þetta verkefni.

Stöndum saman í gegnum þennan faraldur og styðjum okkar lið á einn eða annan hátt.

Áfram Þróttur!