Flokkur

Fréttir

Stelpur í fótbolta !

Með | Fréttir

Frítt verður fyrir stelpur að æfa fótbolta í september. Þróttur hefur fengið styrk til að efla kvennaknattspyrnu og notar féð í þetta verkefni. Æfingar fyrir 5. og 6. flokk kvenna verða sem hér segir:

 

Fim 19. sept kl. 17

Fö 20. sept kl. 17

Mán 23. sept kl. 18

Fim 26. sept kl. 17

Fö27. sept kl. 17

Mán 30. sept kl. 18

Það verður pizzaveisla föstudaginn 27. sept eftir æfingu.

Athugið: Aðrir yngriflokkar í knattspyrnu eru í fríi og æfingar fara í gang 30. september nk.

Á næstu dögum verða allir knattspyrnuþjálfarar kynntir til leiks á heimasíðu félagsins og verið er að vinna í komandi starfsári allra knattspyrnuflokka hjá UMFÞ.

Íþróttaskóli barna hefst á laugardaginn ! VELKOMIÐ AÐ PRÓFA

Með | Fréttir

Íþróttaskóli barna í umsjón Bryndísar fyrir börn á leikskólaaldri. 

Þriðja árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri á laugardögum. Íþróttaskólinn var vel sóttur af vonarstjörnum félagsins félagsins á síðasta ári. Bryndís er 28 ára og stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Alla laugardaga í vetur klukkan 11:20 til 12:00.

Skráningar fara fram á heimasíðu UMFÞ.

Verð:

Fyrir áramót 12000kr

Eftir áramót 12000kr

Ársgjald 19900kr

Fyrir 2 – 5 ára

Þekkir þú þitt merki? LEIKUR!!

Með | Fréttir

Við ætlum að vera með skemmtilegan leik í tilefni þess að vetrarstarfið okkar er byrjað.

Til að eiga möguleika á að vinna þurfið þið að svara öllum spurningunum, skrifa svörin á blað og skila inn. Skila þarf svörum í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. MUNA AÐ MERKJA BLAÐ MEÐ NAFNI OG SÍMANÚMERI.

Mánudaginn 14.október munum við svo draga úr réttum svörum. Sigurvegarinn vinnur út að borða á Shake and pizza fyrir 4 og Þróttaratreyju.

Fyrir hvað stendur merki félagsins?

 1. Keilir?______________________________________________
 2. Opin bók?______________________________________________
 3. Vitinn?______________________________________________
 4. Sundmaðurinn?______________________________________________
 5. Hver hannaði merki UMFÞ?______________________________________________

Tap á heimavelli (Myndir)

Með | Fréttir

Þróttarar tóku á móti liði Selfoss í dag.

Selfyssingar byrjuðu leikinn gegn Þrótturum illa en Örn Rúnar Magnússon skoraði mark sumarsins snemma leiks áður en Kenan Turudija jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Hrvoje Tokic gerði sér svo lítið fyrir og skoraði þrennu í þeim síðari og Þróttarar sitja í fimmta sæti 2. deildar.

 

Breytingar hjá meistaraflokk Þróttar.

Með | Fréttir

Opið hús fellur niður í kvöld.

Með | Fréttir

Því miður þarf að fella niður opið hús í kvöld.

Skráningar hafa farið vel á stað. Á næstu dögum mun félagið heimsækja skóla og kynna starfsemi félagsins.

Allar upplýsingar fyrir komandi starfsár eru að finna í vetrarbækling sem kom út á dögunum.

Við auglýsum nýja dagsetningu í vikunni.

 

Þróttur í fimmta sæti 2. deildar eftir jafntefli í Breiðholti. Myndir!

Með | Fréttir

Þróttarar fóru í heimsókn til ÍR – inga sem fögnuðu 40 ára afmæli Seljaskóla og mikið um dýrðir að því tilefni.

Það var ákveðið sjokk að fá mark á strax á fyrstu mínútu leiksins. ÍR fékk víti á 33. mín en Choki Bogie varði meistaralega. ÍR- ingar misstu mann af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Ondo fór útaf meiddur í hálfleik og það var bölvað vesen í gangi. Strákarnir tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Alexander Helgason jafnaði með glæsilegu skallamarki á 62. mín. Mikið jafnræði í kjölfarið, við fengum hættulegri færi. Niðurstaðan 1-1 jafntefli á Hertz-vellinum.

Þróttur er í 5. sæti með 30. stig eftir 19. umferðir.

Með frétt fylgja myndir frá leik Þróttar við ÍR og heimaleik Þróttar við Tindastól þar sem lokatölur voru 2-0 fyrir Þrótti.

Moli kom í heimsókn

Með | Fréttir

Það þekkja allir Mola sem spilaði til fjölda ára með Þór Akureyri í efstu deild á sínum yngri árum.

Hann Siguróli sinnir útbreiðsluverkefni KSÍ og hefur verið að heimsækja minni sveitarfélög. Hann kom í Voga á dögunum og gaf Þrótti tíu bolta að gjöf, einnig færði hann yngri iðkendum glaðninga.

 • Þökkum Mola kærlega fyrir heimsóknina, megi hann koma sem oftast eins og ein ung fótboltastelpa orðaði svo skemmtilega
 • Moli þjálfaði lið ÞÓR/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012 og hans skilaboð eru til iðkenda „það má gera mistök og hafið gaman að þessu“

Takk fyrir okkur Moli og KSÍ!

Mynd frá Þróttur Vogum.

Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig.- 7. til 10. bekk

Með | Fréttir

Ert þú í 7. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann? (Nýtt)

Þá er Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig!

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná  góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þol og grunntækni í æfingum.

 • Innifalið í Unglingahreysti:
 • Þrír tímar á viku.
 • Heimsóknir á ýmsa staði.
 • Sund og gufa eftir hvern tíma.
 • Verð: Fyrir áramót 30.000 kr. Eftir áramót 30.000 kr. Hægt að skipta niður í fjórar greiðslur hverju tímabili.
 • Fyrir áramót: Hefst 2. Sept og lýkur 16. des
 • Eftir áramót: Hefst 9. janúar og lýkur 30. apríl

Þjálfari Petra R. Rúnarsdóttir og ekki nóg með að hún sé formaður Ungmennafélagsins Þróttar. Petra er með brennandi ástríðu fyrir félaginu og ætlar að virkja fleiri aldurshópa innan sveitarfélagsins Voga.

Petra er ÍAK einkaþjálfari og með B.Sc  í sálfræði.

Hvetjum alla unglinga í Vogum til að skrá sig til leiks og fyrsti tíminn fer fram 2. september