
Lengjudeildin kallar Við erum með fullt af nýjum og spennandi leiðum í sölu árskorta – Mikilvæg fjáröflun í rekstri meistaraflokks



Lengjudeildin kallar Við erum með fullt af nýjum og spennandi leiðum í sölu árskorta – Mikilvæg fjáröflun í rekstri meistaraflokks
Þetta er líklega eitt af stærri verkefnum félagsins og frábært að þetta skuli gerast á 90 ára afmæli UMFÞ. Það er ljóst að Ungmennafélagið er að fara verða eitt af fjölmörgum íþróttafélögum sem fara með yfirumsjón íþróttamiðstöðva hér á landi.
Viðræður hafa verið góðar og uppbyggilegar. Kann stjórn félagsins bæjaryfirvöldum miklar þakkir fyrir gott samstarf undanfarna mánuði. Það er mikið framfaraskref að bæjaryfirvöld skuli treysta UMFÞ fyrir slíku verkefni. Við hjá Þrótti þurfum að fara vel með þetta traust sem okkur er sýnt því ábyrgð okkar er mikil. Við getum heldur betur sett mark okkar á lýðheilsu bæjarbúa og hvatt þau til frekari heilsueflandi þátttöku.
Við hvetjum alla bæjarbúa til að gera follow á íþróttamiðstöð Vogar á Instagram og like á Facebook.
Á myndinni er Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ & Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri andartaki eftir að lyklaskipti áttu sér stað.
Fram kom í skýrslu formanns að framundan væri stórt ár í sögu félagsins. Þróttur mun spila í 1. deild í knattspyrnu, félagið mun fagna 90 ára afmæli í haust. Veglegt afmælisblað er í undirbúningi, stofnun rafíþrótta er í fullum gangi og margt fleira.
Einnig hvatti Petra alla sjálfboðaliða og foreldra til að taka meiri þátt í starfinu. Hlúa vel að iðkendum og öðrum sem starfa hjá félaginu.
„Eins og við vitum þá getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað og saman erum við að gera stórkostlega hluti. Við erum öll saman í liði“ (Petra Ruth Rúnarsdóttir 24. febrúar)
Tap varð af rekstri félagsins kr. 131.978 samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok var kr. 689.585 samkvæmt efnahagsreikningi 31.12.2021.
Davíð Hansen og Birgitta Ösp Einarsdóttir gáfu ekki kost á sér að nýju. Kann félagið þeim miklar þakkir fyrir þeirra störf síðustu árin og ánægjuleg kynni.
Petra R. Rúnarsdóttir var endurkjörin sem formaður til eins árs.
Aðrir í stjórn:
Reynir Emilisson 2 ár
Jóna K. Stefánsdóttir 1 ár
Gunnar J. Helgason 2 ár
Katrín Lárusdóttir 1 ár
Varamenn í stjórn:
Sólrún Ósk Árnadóttir 1 ár
Kristinn Guðbjartsson 2 ár
Fyrr í kvöld fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar.
Dagskrá aðalfundar var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Gunnar J. Helgason, formaður knattspyrnudeildar, flutti skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór vítt og breitt yfir verkefni deildarinnar, rekstur hennar og þann frábæra árangur sem átti sér stað á síðasta ári. Félagið verður 90 ára í haust og frábært að félagið spilar í Lengjudeild á tímamótunum.
Lagðir voru fram reikningar deildarinnar, en þar kom fram að deildin var rekin með hagnaði á liðnu ári. Hagnaður var um 800.000 kr.
Gunnar var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar. Sex aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram. Gísli Brynjólfsson, Kristinn Jón Ólafsson, Gísli Sigurðarson, Róbert Ragnarsson, Guðmann R. Lúðviksson og Friðrik V. Árnason.
AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN MÁNUDAGINN 21. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 OG FER FRAM Í VOGABÆJARHÖLLINNI Í FÉLAGSHERBERGI ÞRÓTTAR.
KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR REKUR MEISTARAFLOKK FÉLAGSINS Í KNATTSPYRNU, GETRAUNADEILD FÉLAGSINS OG KEMUR AÐ HINUM ÝMSU VERKEFNUM Í SAMSTARFI VIÐ AÐALSTJÓRN FÉLAGSINS.
Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stjórn.
5. Önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Gunnar Helgason í síma 774-1800.
Fimm eru í stjórn deildarinnar og tveir varamenn.
Vonumst til að sjá sem flesta !!!
Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.
AÐALFUNDUR UNGMENNAFÉLAGSINS ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 Í VOGABÆJARHÖLLINNI.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
-Formaður félagsins setur fundinn
-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari
-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2021 lagður fram til samþykktar
-Kosning formanns og annara stjórnarmeðlima
-Ákveðið félagsgjald
-Önnur mál
Látum íþróttamál og æskulýðsmál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net.
Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2021 eru með atkvæðisrétt á fundinum.
Nýlegar athugasemdir