Flokkur

Fréttir

Margt smátt gerir eitt stórt

Með | Fréttir

Þökk sé Þrótturum nær og fjær sem styrktu verkefnið þá gat Þróttur keypt SKLZ Goalshot fyrir félagið. SKLZ Goalshot hjálpar knattspyrnumönnum að æfa skottækni og kemur til góðra nota fyrir vonarstjörnur framtíðarinnar. Viljum við þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til að þetta gæti orðið að veruleika.

Hér eru þeir sem styrktu verkefnið:

Ingvar Leifsson

Alexander Magnússon

Jóhanna Erla Guðjónsdóttir

Kristín Pálína Ingólfsdóttir

Elín Þuríður Samúelsdóttir

Hera Ágústs. Bergsdóttir

Ragnhildur Sigurjónsdóttir

Manassa Qarni

Petra Ruth Rúnarsdóttir

Sigurður Hilmar Guðjónsson

Linda Ösp Sigurjónsdóttir

Marteinn Ægisson

#FyrirVoga

Fánadagur Þróttar

Með | Fréttir, Knattspyrna

Fimmtudaginn 20. júní var haldinn Fánadagur Þróttar þar sem Þróttarar tóku á móti ÍR í 2.deild. ÍR hafði betur að þessu sinni og unnu leikinn 0-2 þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Flottur hópur yngri iðkenda Þróttar leiddu leikmenn inná völlinn og hvöttu svo sína menn áfram. Góð stemning var í kringum leikinn og mikill fjöldi áhorfenda mætti til þess að hvetja sín lið áfram.

Fánadagurinn var endurvakinn eftir nokkurra ára hvíld og er þetta í fjórða sinn sem að hann er haldinn hátíðlegur. Gestum var boðið upp á grillaða hamborgara og ís. Boðið var upp á andlitsmálun fyrir leik og gestir fengu Þróttaravarning gefins. Dagurinn heppnaðist mjög vel í alla staði þrátt fyrir tap heimamanna og er stjórn félagsins ánægð með endurvakningu þessa skemmtilega viðburðar. Teljum við þetta vera góða leið til að efla samheldni í bæjarfélaginu okkar enda erum við öll í sama liði.

Miklar þakkir til þeirra sjálfboðaliða sem komu og aðstoðuðu okkur í hinum ýmsu verkefnum. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar úr öllum flokkum mættu og stóðu vaktina á grillinu. Við eigum marga góða að og voru ýmis fyrirtæki sem styrktu okkur fyrir þennan viðburð og viljum við senda þeim þakkir. Okkar helstu bakhjarlar fyrir Fánadaginn voru Vogabær, Ölgerðin, Esja, Kjörís og Gæðabakstur. Einnig viljum við þakka góðum gestum fyrir að koma í heimsókn til okkar en það voru þeir Guðni Bergsson formaður KSÍ og Magnús Gylfason stjórnarmaður KSÍ.

#FyrirVoga

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í kvöld

Með | Fréttir

Alla tíð hefur Þróttur alið af sér hugsjónafólk sem á sér drauma um að koma félaginu í fremstu röð.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í kvöld. Haukur Harðarson verður áfram formaður deildarinnar. Marteinn Ægisson, Davíð Arthur og Veigar Guðbjörnsson gáfu ekki kost á sér aftur.

Í þeirra stað koma Davíð Harðarson, Kristinn Sveinsson og Friðrik Árnason varamaður #fyrirVoga

Petra Ruth nýr formaður UMFÞ

Með | Fréttir

Petra Ruth Rúnarsdóttir nýr formaður UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar, UMFÞ, í Vogum fór fram á miðvikudagskvöld. Baldvin Hróar Jónsson bauð sig ekki fram eftir tveggja ára setu sem formaður. Hann verður þrátt fyrir það áfram í stjórn félagsins. Petra Ruth var því sjálfkjörinn formaður. Petra er með Bs gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifast sem IAK einkaþjálfari í vor. Petra starfar í dag sem sérkennari á leikskóla.
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á árinu, þá varð hagnaður á árinu. Meirihluti hagnaðar er tilkomin að mestu vegna öflugra styrktaraðila, aðhaldsaðgerða, fjölgun iðkenda, HM framlags frá KSÍ og einnig hefur gengið betur að innheimta æfingagjöld eftir að stjórn gerði breytingar á innheimtu og skráningu.
Sjá alla fréttina hér: http://www.vf.is/frettir/petra-ruth-runarsdottir-nyr-formadur-umfth/86583?fbclid=IwAR0QuNCH9VPjqRTQnqzX7EUfvzTDAOBLhzDsYXHmdNFtO5-FfColT_iKXjw

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Með | Fréttir

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Tilefni þess að Þróttarar eru komnir í Jakó þá verður hægt að mæta í mátun og kaupa nýja búninginn í Íþróttamiðstöðinni Vogum, föstudaginn 1. mars milli klukkan 16:00 til 19:00.

Hvetjum alla foreldra að spara sér sporin og nýta sér þessa frábæru þjónustu í boði Jakó ! ⚽️???

Það eru allir velkomnir.

Ný heimasíða !!!

Með | Fréttir

Við leitum að einum til tveimur Þróttara-fréttamönnum til að skrifa inn fréttir á nýja heimasíðu félagsins og halda henni lifandi í hverri viku.

Ein til þrjár fréttir á viku.

Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á Þrótti, sé duglegur að vera í sambandi við alla þá aðila sem sinna verkefnum fyrir félagið. Þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa gott vald á íslensku máli.

Nánari upplýsingar veitir Marteinn, í síma 892-6789 eða í tölvupósti marteinn@throttur.net

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum

Með | Fréttir

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum og Þróttarar voru grjótharðir eins og alltaf.

Úrslit:

Dr. U13 -34 (3) 
2. Gabríel Reynisson

Dr. U13 -38 (3)
2. Bragi Hilmarsson

Dr. U13 -42 (6)
1. Keeghan Kristinsson
3. Alex Skúlason

Dr. U13 -46 (5)
4. Alexander Guðmundsson

Dr. U15 -55 (3)
2. Patrekur Unnarsson

Dr. U15 -81 (2)
2. Jóhann Jakobsson

Þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið

Með | Fréttir

Fyrirtæki og einstaklingar. Miklar þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið með þessum hætti

Þróttarar tæmdu gáminn á dögunum og er nóg pláss í honum. Fyrir ykkur sem eruð að taka til í geymslum þessa helgina þá minnum við ykkur á gáminn sem er til þágu barna og unglingastarfs hjá UMFÞ.

Góðu helgi.