Flokkur

Fréttir

Andri Már Hermannsson í Þrótt Vogum.

Með | Fréttir

Andri Már nýr leikmaður Voga Þróttara.

Þróttarar hafa samið við Andra Má Hermannsson til tveggja ára og mun því Andri spila með Þrótti í 2. deildinni næsta sumar. Andri er 26 ára gamall og hefur leikið með Aftureldingu síðustu árin.

Andri á að baki 50 leiki í tveimur efstu deildunum með Fylki, Selfoss, KF og Gróttu.

Andri hefur verið að æfa með Þrótti að undanförnu og var í liði Þróttar sem lagði Njarðvík í leik um þriðja sætið í fótboltanetmótinu.

Við bjóðum Andra velkominn í Þróttafjölskylduna á Vatnsleysuströndinni.

Hinn efnilegi Tómas skrifar sömuleiðis undir tveggja ára samning.

Tómas Hafberg er 19 ára ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Víkingi Reykjavík. Tommi eins og við köllum hann spilar sem bakvörður og hefur verið fastamaður í sterkum 2. flokki Víkings síðustu árin.

Við bjóðum Tómas velkominn í samfélagið í Vogum og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar á Vogaídýfuvelli.

 

Óveður í vændum !

Með | Fréttir

Allar æfingar í yngriflokkum Þróttar falla niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar, vegna óveðurs sem er í vændum.

Athugið að þetta á við um allar deildir félagsins.

Gym heilsa og Þróttur í samstarf.

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur og Gym heilsa skrifuðu undir samstarfssamninga í gær.

Markmið Þróttar og Gym heilsu verður að fjölga íbúum í heilsueflandi samfélagi, stuðla að bættri líðan íbúa og iðkenda Þróttar. Að sögn Petru Ruth þá mun samningurinn skipta miklu máli fyrir starfsemi félagsins, þjálfarar með menntun geta farið með yngri iðkendur í tækjasal, afreksfólk Þróttar fær afnot að salnum.

Einnig er markmið félagsins að hvetja fólk sem eru að stunda almenningsgreinar hjá félaginu og hafa lært undirstöðurnar í Vogaþreki eða Unglingahreysti að fjölga æfingunum hjá sér í gegnum Gym heilsu.

Gym heilsa er heilsurækt og eru með starfsemi víða um land. Gym heilsa reka meðal annars ræktina í Grindavík.

 

Þróttur mætir Ægir Þorlàkshöfn í bikarnum

Með | Fréttir

Dregið var í tvær fyrstu umferðir Mjólkurbikarsins um helgina.

Þróttarar fá Ægismenn í heimsókn á Vogaídýfuvöllinn fimmtudaginn 10. apríl. Sigurliðið fær heimaleik á móti Víkingi Ólafsvík og fer sá leikur fram 18. apríl.

 

 

Aðalfundur UMFÞ 2019 fer fram 27. febrúar nk.

Með | Fréttir

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar í Álfagerði kl.18:30!

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Formaður félagsins setur fundinn

-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari

-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram

-Skýrsla stjórnar

-Ársreikningur 2019 lagður fram til samþykktar

-Lagabreytingar (Hægt að sjá tillögur á heimasíðu www.throtturvogum.is)

-Kosning formanns og stjórnarmeðlima

-Kosning endurskoðenda

-Ákveðið félagsgjald

-Önnur mál

 

Látum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net

Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2019 eru með atkvæðisrétt á fundinum.

Hægt verður að skrá sig sem félagsmann á staðnum.

Tillögur til breytinga á lögum Ungmennafélagsins Þróttar. Hvetjum alla fundargesti/félagsmenn til að kynna sér lög félagsins.

Með | Fréttir

Aðalfundur UMFÞ fer fram 27. febrúar í Álfagerði og hefst 18:30.

Hér má sjá tillögur til breytinga á lögum sem tekið verður fyrir á aðalfundi félagsins sem fram fer síðar í þessum mánuði. 

Tillögur til breytinga á lögum. 

Eins og segir í lögum:

4.gr f) liður
Tilgangi sínum hugsar félagið að ná til dæmis með.

f) að vinna gegn tóbaksnotkun og neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Tillaga til breytinga:

Tilgangi sínum hugsar félagið að ná til dæmis með:

f) vinna að aukinni fræðslu og forvörnum gegn vímuefnum og öðrum skaðlegum efnum

Eins og segir í lögum:

5.gr. d) liður
Félagið getur hver sá orðið sem æskir þess og samþykkir að gangast undir lög og skyldur félagsins og er samþykktur af stjórn. Félagar teljast virkir, styrktar eða ævifélagar.

d) Telja félagi sig ekki hafa áhuga eða getu til að vera í félaginu ber honum við fyrsta tækifæri að senda félagsfundi eða stjórn skriflega úrsögn.

Tillaga til breytinga:

Tillagan er að d) liður verði tekinn út.

d) Telja félagi sig ekki hafa áhuga eða getu til að vera í félaginu ber honum við fyrsta tækifæri að senda félagsfundi eða stjórn skriflega úrsögn.

Eins og segir í lögum:

6.gr.
Ef félagi er uppvís af brotum gagnvart félaginu skal hann sæta refsingu sem stjórn sker úr um hver er. Þó má aldrei víkja neinum úr félaginu við fyrsta brot og ávalt skal vísa brotum til aðalstjórnar.

Tillaga til breytinga:

Ef félagi er uppvís af brotum gagnvart félaginu skal hann sæta refsingu sem stjórn sker úr um hverju sinni. [Taka út: Þó má aldrei víkja neinum úr félaginu við fyrstu brot og á] Ávallt skal vísa brotum til aðalstjórnar.

Eins og segir í lögum:

8.gr.
Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Skal hann haldinn eigi síðar en 1. mars ár hvert. Auglýsa skal aðalfund opinberlega, í staðarblöðum með 2 vikna fyrirvara. Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síðar en 3 vikum fyrir aðalfund. Heimilt er þó að taka fyrir á aðalfundi tillögur til breytinga á lögum félagsins sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykkir

Tillaga til breytinga:

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Skal hann haldinn eigi síður en 1.mars ár hvert. Auglýsa skal aðalfund opinberlega, [Taka út: í staðarblöðum] heimasíðu og á öðrum miðlum félagsins með 2 vikna fyrirvara. Aðalfundur telst lögmætur ef löglega er til hans boðað. Tillögum um breytingar á lögum félagsins skal senda aðalstjórn eigi síður en [Taka út: 3 vikum fyrir aðalfund] 31.janúar. Heimilt er þó að taka fyrir aðaldundi tillögur til breytinga á lögum félagsins sem síðar koma fram ef 2/3 hlutar viðstaddra atkvæðisbærra fundarmanna eru því samþykktir.

Eins og segir í lögum:

10.gr. 6) og 11) liður
Dagskrá aðalfundar félagsins skal vera sem hér segir:

6) Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
11) Kosning 2 endurskoðenda.

Tillaga til breytinga:

Tillagan er að 6 og 11 liður verði teknir út og í kjölfarið verða 12 liðir í 10.gr en ekki 14 eins og áður.

6) Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
11) Kosning 2 endurskoðenda.

Eins og segir í lögum:

14.gr
Aðalstjórn félagsins hefur yfirumsjón með allri starfsemi félagsins og ber að efla félagið og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir eigum félagsins og markar stefnu þess í meginatriðum. Stjórn félagsins setur starfsreglur fyrir deildir og aðildarfélög.

Aðalstjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sem kemur fram fyrir hennar hönd í ýmsum málum sbr. ráðningarsamning.

Tillaga til breytinga:

 

Aðalstjórn félagsins hefur yfirumsjón með allri starfsemi félagsins og ber að efla félagið og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hún hefur umráðarétt yfir eigum félagsins og markar stefnu þess í meginatriðum. Stjórn félagsins setur starfsreglur fyrir deildir og aðildarfélög.

 

Aðalstjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sem kemur fram fyrir hennar hönd í ýmsum málum sbr. ráðningarsamning.

 

Ársreikningur skal alltaf unnin af löggildum endurskoðanda

 

Eins og segir í lögum:

 

22.gr.

Samráðsnefnd skal starfrækt innan félagsins. Í henni skulu eiga sæti 2 stjórnarmenn úr stjórn hvers starfandi foreldrafélags, 2 stjórnarmenn úr aðalstjórn, 1 þjálfari úr hverri grein og framkvæmdastjóri. Samráðsnefnd er ætlað að fjalla um þau verkefni sem fyrir liggja hjá hverju foreldrafélagi, fjáraflanir og hverskonar sameiginleg verkefni. Stærri málum skal vísa til aðalstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.

 

Tillaga til breytinga:

 

Samráðsnefnd skal, ef hægt er, vera starfrækt innan félagsins. Í henni skulu eiga sæti 2 stjórnarmenn úr stjórn hvers starfandi foreldrafélags, 2 stjórnarmenn úr aðalstjórn, 1 þjálfari úr hverri grein og framkvæmdastjóri. Samráðsnefnd er ætlað að fjalla um þau verkefni sem fyrir liggja hjá hverju foreldrafélagi, fjáraflanir og hverskonar sameiginleg verkefni. Stærri málum skal vísa til aðalstjórnar til umfjöllunar og samþykktar.

 

Eins og segir í lögum:

 

25.gr.

Úrsagnir skal senda skriflega til aðalstjórnar UMFÞ. Öllum skyldum verður að vera fullnægt áður en úrsögn kemur til greina.

 

Tillaga til breytinga:

 

Úrsagnir skal senda skriflega til framkvæmdastjóra eða aðalstjórnar UMFÞ. Öllum skyldum verður að vera fullnægt áður en úrsögn kemur til greina.

 

Eins og segir í lögum:

 

28.gr.

 

Lög þessi voru lögð fyrir aðalfund UMFÞ 14. apríl 2010 og samþykkt.

 

Tillaga til breytinga

 

Lög þessi voru lögð fyrir aðalfund UMFÞ 27.febrúar 2020 og samþykkt.

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2020 – Tillaga að lagabreytingu.

Með | Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20:00 og fer fram í Vogabæjarhöllinni.

Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk félagsins í knattspyrnu, Getraunadeild félagsins og kemur að hinum ýmsu verkefnum í samstarfi við aðalstjórn félagsins.

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stórn.

5. Lagabreyting.

Er í dag:
1. gr.
Félagið heitir Knattspyrnufélagið Vogar.

Verður:

1. gr.
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum.

6. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Hauk Harðarson í síma 777-0491.

Þrír eru í stjórn deildarinnar og einn varamaður.
Vonumst til að sjá sem flesta !!!

Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

 

 

Foreldrafélag UMF. Þróttar !

Með | Fréttir

Þann 3. desember sl. fór fram aðalfundur foreldrafélags UMFÞ í Vogabæjarhöllinni.

Foreldrafélagið stóð fyrir ýmsum verkefnum á árinu félagi og iðkendum til mikilla heilla.

Jóladagatöl, aðstoð við fjáröflun á íþróttagöllum, páskabingó og ýmislegt fleira.

Heiða Hrólfsdóttir og Hildigunnur Jónasdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Félagið sendir þeim þakkir fyrir fórnfýsina síðustu árin.

Kristín Thorarensen, Linda Ösp Sigurjónsdóttir, Hildur B. Einarsdóttir og Ingvar Rúnar Jóhannesson eru í stjórn foreldrafélags Þróttar í dag. Það eru allir velkomnir að taka þátt í starfinu og margar hendur vinna létt verk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við kris.erla84@hotmail.com

#FyrirVoga

Hrólfur Sveinsson áfram í Vogum

Með | Fréttir

Það er með stolti að tilkynna að Hrólfur Sveinsson verður áfram í Vogum til næstu tveggja ára.

Hrólfur sem er 22 ára kom til okkar árið 2017 eftir að hafa spilað upp yngriflokka hjá FH. Hann hefur spilað 80 leiki fyrir félagið í mótum KSÍ og verið einn af burðarásum liðsins síðustu árin. Hrólfur var kosinn efnilegasti leikmaður félagsins haustið 2017 þegar félagið fór upp um deild sama ár.

Hrólfur gat ekki spilað í gærkvöldi á móti Keflavík vegna smávægilegra meiðsla. Hann verður klár í slaginn þegar Þróttarar mæta Vestra á sunnudaginn í fótboltanet-mótinu.

 

 

 

Stelpur í fótbolta, gleði og félagsskapur – Strákar í 1 – 2 bekk ❗️❗️ VANTAR FLEIRI

Með | Fréttir

Hjá félaginu er lögð mikil áhersla á jafnan aðgang kynjanna að fjölda æfinga og faglegri þjálfun. Félagið hefur á að stúlkum og strákum sem eru dugleg að æfa, en betur má ef duga skal og viljum við bæta enn í og fá fleiri í starfið.

Það vantar tvo til þrjá iðkendur í eftirfarandi flokka: 6, flokk kvenna (3 – 4 bekkur) 6, flokk strákar (3 – 4 bekkur) 7, flokkur strákar (1 – 2 bekkur) (5. flokk kvenna) 5 – 6 bekkur.

6. flokkur karla (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 17
Þriðjudagar kl. 17
Föstudagar klukkan 16
Þjálfari: Baldvin Baldvinsson.

7. flokkur blandað (1-2 bekkur)

Mánudagar kl. 16
Þriðjudagar kl. 16
Fimmtudagar kl. 16
Þjálfarar: Jón Gestur.

5. flokkur kvenna (5-6 bekkur)

Mánudagar kl. 18
Fimmtudagar kl. 17
Föstudagar kl. 17

Þjálfarar: Jóna og Guðmann.

6. flokkur kvenna (3-4 bekkur)

Mánudagar kl. 18
Miðvikudagar kl. 16
Föstudagar kl. 14:30

Þjálfari: Sólrún.