Flokkur

Fréttir

Iðkendur Þróttar Vogum fá vindjakka að gjöf- Leiðbeiningar

Með | Fréttir

Stofnfiskur styður barna- og unglingastarf Þróttar Vogum með myndarlegum hætti.

Það er mikilvægt að standa saman á tímum sem þessum. Allir iðkendur Þróttar skráðir í Nóra fá gjöf í desember. Markmiðið er að efla félagsandann í félaginu, hlúa að krökkunum, sjá til þess að allir iðkendur séu vel merktir félaginu á öllum mótum og koma til móts við iðkendur sem hafa misst úr æfingar vegna Covid. 
Vegna Covid þurfa forráðamenn að nálgast vindjakka í verslun Jakosport sem er að finna við Smiðjuveg 74 í Kópavogi milli klukkan 09:00 – 18:00, frá og með 2. des til 15. des.

Einnig er opið á laugardögum klukkan 10:00 til 14:00. 

Aðeins iðkendur sem eru í íþróttagreinum sem eru starfandi sjö mánuði eða lengur samfleytt.

Júdó, sund, unglingahreysti og knattspyrna. Farið verður eftir skráningum í Nóra dags. 29. nóv. 

Foreldrafélag Þróttar er einnig að fara gefa öllum iðkendum jóladagatöl á næstu dögum. Því biðjum við þá forráðamenn sem eru ekki búnir að skrá sína iðkendur til leiks að bregðast strax við þar sem farið verður eftir skráningum í dag.

Jólahappdrætti Knattspyrnudeildar Þróttar – Mikilvæg fjáröflun í starfi deildarinnar – Treystum á stuðning bæjarbúa

Með | Fréttir

Jólahappdrætti Þróttar startaði vegferð meistaraflokks Þróttar árið 2007. Blóð, sviti og tár margra sjálfboðaliða eiga heiðurinn.

Vegna Covid þá getum við ekki farið í hús og því ætlum við að bjóða uppá heimsendingar og selja miða með rafrænum hætti þetta árið. Við treystum á allt okkar frábæra fólk að styðja við bakið á liðinu.

=Miðaverð:1 miði 1500kr – þrír miðar 3500kr og fimm miðar 5000kr #fyrirVoga 

0142-05-071070 640212-0390 skýring „happ“


Vinningaskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Jólahappdrætti Þróttar 2020.

Allir keyptir miðar gilda sem aðgöngumiði á fyrsta heimaleik næsta sumar 2021.

Hvar sæki ég vinninga ???:

Frá og með 4. janúar 2021 á skrifstofu Þróttur verður hægt að nálgast vinninga. Frá og með  1. mars renna allir ósóttir vinningar í önnur verkefni fyrir félagið. 

Vinningur frá Skyggni: Muna taka með happdrættismiða og afhenta Skyggnismönnum (Fyrir 1. janúar 2020)

Vinningur frá Verslunin Vogar: Afhenta miða á staðnum, fyrir 1. mars.

 1. Canon Pixma prentari frá Omnis.
 2. Glaðningur frá Flatey Pizza og bíómiðar.
 3. Gjafabréf frá Hótel Keflavík.
 4. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík.
 5. Gjafabréf á Tapaz barinn.
 6. Gjafakort að verðmæti 10000 kr frá Húrra Reykjavík.
 7. Glaðningur frá Bláalóninu.
 8. Glaðningur frá Bláalóninu.
 9. Glaðningur frá Bláalóninu.
 10. Glaðningur frá Bláalóninu.
 11. Glaðningur frá Bláalóninu.
 12. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
 13. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
 14. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
 15. Bíómiðar fyrir tvo frá Sambíóum Keflavík.
 16. Gjafakort frá Yuzuburger og bíómiðar.
 17. Kjúklingasalat fyrir tvo frá Verslunin Vogar.
 18. Gisting fyrir tvo hjá Stracta.
 19. Miði á lokahóf Þróttar.
 20. Kaffikarfa frá Kaffitár.
 21. Kaffikarfa frá Kaffitár.
 22. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins og bíómiðar.
 23. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 24. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 25. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 26. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 27. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 28. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
 29. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
 30. Suðurbæjarlaug 10. Skipti.
 31. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 32. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 33. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 34. Glaðningur frá Markó Merki Hafnarfirði
 35. Glaðningur frá Hard Rock.
 36. Glaðningur frá Hard Rock.
 37. Glaðningur frá Hard Rock.
 38. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði.
 39. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði.
 40. Gjafabréf í Keiluhöllina.
 41. Golfklúbbur GVS tíu skipta kort á fallegasta velli landsins.
 42. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
 43. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
 44. Gjafabréf frá Skyggni 10000kr (Hvetjum alla Vogabúa og Þróttara að kaupa flugelda heima um áramótin)
 45. Pakki frá Undra.
 46. Pakki frá Undra.
 47. Pakki frá Undra. 
Drögum mánudaginn 21. des og birtum á heimasíðu Þróttar vinningsnúmer. 

Fjölskyldan stækkar – Nýr leikmaður

Með | Fréttir

Unnar Ari genginn til liðs við Þróttara

Þróttur styrkir sig fyrir átök næsta tímabils og hafa samið við Unnar Ara Hansson sem kemur til Þróttar Vogum frá Leikni Fáskrúðsfirði.

Unnar Ari sem er fæddur árið 1997 á að baki 90 mótsleiki fyrir Leikni bæði í 1. deild og 2. deild. Unnar hefur mest leikið á miðjunni hjá Leikni og Þróttarar fagna komu þessa öfluga miðjumanns og hlakkar til samstarfsins.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020 – Allar upplýsingar eru að finna í fréttinni!

Með | Fréttir

Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Ráðuneytið hefur jafnframt búið til myndbönd á níu mismunandi tungumálum þar sem styrkirnir og fyrirkomulag þeirra er kynnt.

Svona er sótt um styrk
Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020.

Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is.

Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/opnad-fyrir-styrki-til-fjolskyldna-fyrir-ithrotta-og-tomstundastarf-barna/

https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs

 

Íþróttastarf barna heimilt frá 18. nóvember – Tökum vel á móti okkar iðkendum !

Með | Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný.

Fram að 18.nóvember verður hægt að stóla sem fyrr á heimaæfingar.  Foreldrar verða hjálpa okkur að ná krökkunum aftur í íþróttir þegar æfingar hefjast á miðvikudaginn því það liggur fyrir að eitthvað brottfall á sér stað við þessar aðstæður sem við búum við í dag. 

Jóladagatöl til iðkenda Þróttar og vegleg gjöf frá velunnara félagsins – Farið verður eftir skráningum í Nóra skráningar- og greiðslukerfinu. 

Með | Fréttir

Foreldrafélag Þróttar ætlar líkt og síðustu ár að gefa jóladagatöl til allra iðkanda félagsins. Einnig ætlar fyrirtæki í Vogum að styðja vel við okkar iðkendur með veglegri gjöf sem afhent verður fyrir jólin. 

Farið verður eftir skráningum í Nóra skráningar- og greiðslukerfinu „SJÁ HEIMASÍÐU UMFÞ“ https://throttur.felog.is/

Félagið biður þá foreldra sem eiga eftir að skrá eða eru að gleyma skrá sína iðkendur að bregðast strax við þar sem farið verður eftir skráningum í Nóra 25. nóvember nk.

Félagið fylgist vel með þróun mála. Vonandi geta æfingar hafist aftur á næstu vikum við öruggar aðstæður. 

Unglingahreysti-Sund-Júdó og knattspyrna 4. fl til 7. fl. 

Áfram Þróttur. 

Ragnar Þór Gunnarsson framlengir – Markvörðurinn efnilegi Rafal Stefán Daníelsson áfram í Vogum..

Með | Fréttir

Rafal, hóf fer­il sinn meistaraflokksferil með Fram. Hann hef­ur verið val­inn í úr­taks­hópa fyr­ir yngri landslið Íslands og auk þess farið utan til reynslu og æf­inga hjá ung­lingaliðum ensku stórliðanna Li­verpool og Evert­on.

Rafal, sem er 19 ára, var á láni hjá Þrótti V, í sumar og stóð sig frábærlega eftir að hafa verið lánaður frá Fram.

Ragnar Þór Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Þrótt Vogum og mun leika sitt fjórða tímabil með Þrótti í 2. deild á næsta ári.

Ragnar hefur leikið fyrir Tindastól í 2. deildinni, en hann á einnig leiki að baki í Pepsi-deildinni með Val og 1. deildinni með Selfossi.

Þróttur Vogum endaði í þriðja sæti 2. deildar karla síðasta sumar.

Heimaæfingar/Fjaræfingar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum – Byrjar 4. nóv !

Með | Fréttir

Fjaræfingar/heimaæfingar í barna og unglingastarfinu til 17. nóvember nk. 

Fjaræfingar/heimaæfingar verða með þeim hætti að þjálfarar yngriflokka setja inn æfingar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Iðkendur geta unnið verðlaun fyrir bestu þátttökuna, foreldrar verða staðfesta þátttöku sinna barna inná hópsíðum UMFÞ með athugasemd undir hverri æfingu. 

Einnig ætlar Daníel í Vogaþreki Þróttar að sinna eldri iðkendum og setja inn æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Covid hefur áhrif á 200 iðkendur í skipulögðu starfi félagsins. Þetta hefur mikil áhrif á iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra hjá Þrótti. Hlutverk félagsins er að halda iðkendum við efnið og hlúa að þeim á meðan þetta ástand varir. Því hvetjum við foreldra að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Foreldrum er alltaf velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins eða þjálfara.  

Markmið okkar hjá félaginu er að vera tilbúin til að taka á móti iðkendum félagsins þegar aðstæður leyfa. Þjálfarar og aðrir innan félagsins ætla nota næstu daga til að klára það sem hefur frestast. Teikna upp næstu mánuði og taka til í hirslum félagsins. Koma Sportabler á stað. 

Áfram Þróttur ! 

Mynd: Linda Ösp stjórnarliði í foreldrafélagi UMFÞ og starfsmaður í íþróttamiðstöð nýtir sér lokun íþróttamiðstöðvar til að mála og Sólrún á fótboltamóti með ungum iðkendum síðasta vetur þegar allt lék í lyndi. 

 

 

Íþróttastarf leggst af- í bili

Með | Fréttir
Allt íþróttastarf Ungmennafélags Þróttar mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem tóku gildi á miðnætti. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.
Samkvæmt hertum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var í gær verður gert hlé á öllu íþróttastarfi frá og með 31. október og til 17.nóvember. Félagið og þjálfarar félagsins munu svo gefa út frekari upplýsingar til sinna iðkenda um fjaræfingar í næstu viku sem við getum haldið úti. Okkur finnst mikilvægt að hjálpast að við að vera jákvæð og að iðkendur haldi áfram að æfa sig á  fjarformi og komi sterkir til leiks þegar æfingar geta hafist aftur.

Þetta er mikið högg fyrir okkar iðkendur að komast ekki á æfingar en líkt og í vor ætlar félagið að reyna að senda heimaæfingar til okkar iðkenda til að halda við efnið næstu vikurnar.

Við skorum á alla að hjálpast að og huga vel að sér bæði líkamlega og andlega, hugsa vel um persónulegar sóttvarnir og fara eftir tilmælum.

Áfram Þróttur.