Flokkur

Fréttir

Myndir frá heimaleik! Þróttur – KV 9. júlí

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn þegar Þróttur fékk KV í heimsókn síðasta föstudag!

Þróttur V. 1 – 0 KV.
1-0 Unnar Ari Hansson(’45)

Næsti leikur fer fram á Eskifirðir 17. júlí þar sem við heimsækjum Fjarðabyggð.

Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Fótboltaskóli Dags Guðjónssonar í samstarfi við Orkusöluna. 

Með | Fréttir
Fótboltaskóli Dags Guðjónssonar í samstarfi við Orkusöluna. 
Dagur, Tommi og Rafal verða með fótboltaskóla fyrir stráka og stelpur.
19. júlí til 28. júlí (10 dagar) Marín Guðmundsdóttir mun leikmaður Keflavíkur í efstudeild verður sömuleiðis með okkur.
Æfingatími 10:15 – 12:00.
Grill í lokin og frægur leynigestur – Þátttökuglaðningur fyrir alla.
Skráning: Tölvupóstur á dagurgud23@gmail.com fyrir 17. júlí
Taka fram nafn á iðkanda, kennitölu iðkanda og forráðamanns.
Verð: 2500 kr. 
Fyrir: 1. bekkur til 7. bekkur haust 2021.

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Kári 30. júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn þegar Þróttur fékk Kára í heimsókn síðasta miðvikudag!

Þróttur V. 4 – 1 Kári.
1-0 Bjarki Björn Gunnarsson(’13)
1-1  Martin Montipo(’17)
2-1 Alexander Helgason(’43)
3-1 Rubén Lozano Ibancos(’50)
4-1 Bjarki Björn Gunnarsson(’71)

Næsti leikur fer fram á Grenivík 04. júlí þar sem við heimsækjum Magna.

Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Völsungur 26. júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn þegar við fengum Völsung í heimsókn síðasta laugardag!

Þróttur V. 3 – 0 Völsungur.
1-0 Alexander Helgason(’10)
2-0 Dagur Ingi Hammer(’55)
3-0 Alexander Helgason(’88)

Næsti leikur fer fram á Vogaídýfuvelli 30. júní þar sem við fáum Kára í heimsókn.

Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Fótboltaæfingar í sumar hjá yngriflokkum Þróttar – Taflan gildir til 27. ágúst.

Með | Fréttir

Knattspyrnusumarið fer vel á stað í allri sinni dýrð – Þróttarar búa svo vel að vera með frábæra sumaraðstöðu og hana viljum við nýta sem best iðkendum til heilla.

Sjá æfingatíma:

8. flokkur (2015 – 2016) Frítt að æfa ! 

Þriðjudagar 16:20 til 17:10

7. flokkur (1 og 2 bekkir) Bæði kyn

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 10:30 til 11:30

6. flokkur (3 og 4 bekkir) Bæði kyn

Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar 12:30 til 13:30

5. flokkur stelpur (5 og 6 bekkir)

Mánudagar og fimmtudagar 16:00 til 17:00 – Miðvikudagar 13:00 til 16:00

5. flokkur strákar (5 og 6 bekkir)

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 13:30 til 14:45

4. flokkur stelpur (7 og 8 bekkir)

Mánudagar og fimmtudagar 16:00 til 17:00 – Miðvikudagar 13:00 til 16:00

4. flokkur strákar (7 og 8 bekkir)

Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 13:30 til 14:45

Þriðjudagar í sumar 14:00 til 15:00 – Leikmenn frá meistaraflokki verða á svæðinu og taka vel á móti krökkunum sem vilja koma og leika sér í fótbolta !

 

 

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Reynir 10. Júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn og Skyggnismanna fyrir stórglæsileg grillveislu þar sem allt seldist upp!

Þróttur V. 1 – 3 Reynir S.
0-1 Sæþór Ívan Viðarsson(’20)
1-1 Viktor Smári Segatta(’25)
1-2 Edon Osmani(’32)
1-3 Kristófer Páll Viðarsson(’69)

Næsti leikur fer fram á Fáskrúðsfirði 19. júní.
Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

 

Brakandi ferskar myndir frá síðasta heimaleik!! Þróttur-Haukar 30. maí

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það var ánægjulegt að sjá Hilmar Braga frá Víkurfréttum og Hafliða frá fótboltanet á síðasta heimaleik. Frábærar myndir og takk fyrir komuna.
Okkar fólk lét líka ekki sitt eftir liggja og tóku fjölmargar frábærar myndir sem endranær.
Njótið !!
Leikurinn endaði 4:1 „Hammer Time“
Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Þróttur hafði betur á móti ÍR – Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti Vogum unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til ÍR á Hertzvöllinn í gærkvöldi.

Þróttarar voru á eldi í Breiðholtinu og þeir unnu að lokum 1-5 sigur gegn ÍR-ingum. Þróttarar höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍR hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Þakkir til ÍR fyrir leikinn og gaman að sjá þessa frábæru umgjörð í kringum leikinn. 
ÍR 1 – 5 Þróttur V.
0-1 Rubén Lozano Ibancos (‘6 , víti)
0-1 Axel Kári Vignisson (’25 , misnotað víti)
0-2 Patrik Hermannsson (’28 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Smári Segatta (’65 )
0-4 Sigurður Gísli Snorrason (’68 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason (’77 )
1-5 Rubén Lozano Ibancos (’84 )
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar