Stjórn Þróttar viðurkennir að hafa hlaupið á sig með öllum þessum breytingum á sama tíma. Hefur strax verið ákveðið að halda systkinaafslætti frá því í fyrra sem var 50{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir annað barn og 75{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4} fyrir þriðja barn. Á næst komandi mánudag verður fundur hjá stjórninni. Biðjum við alla þá sem hafa áhuga og vilja eitthvað til málanna leggja, að mæta á þann fund. Hægt er bíða með skráningar á börnum sínum fram yfir fundinn, fyrir þá sem vilja. Viið viljum minna á það enn og aftur: yngri flokka starfið er í mikilli endurskoðun. Kom það fram í bæklingnum að upplýsingar um fótboltann yrði auglýst síðar, þar á meðal kynning á þeim nýju þjálfurum sem er verða með okkur sem og æfingatímar. Fólk verður bara að reyna að vera þolinmótt og sína því skilning. Sjáumst á mánudag kl 20:00 gott fólk og reynum að ræða hlutina í sameiningu, af skynsemi og með hag okkar allra í huga 🙂
Nýlegar athugasemdir