Bikarmeistarar haustdeildar

Með nóvember 26, 2012 Fréttir

Núna um helgina var brönz hjá tippklúbbi Þróttar, á sama tíma fengu Hilmar Egill og Kristinn afhent verðlaun fyrir að vera bikarmeistarar haustdeildar, lið þeirra heitir Hill Kids. Á laugardögum í vetur hafa Þróttarar verið duglegir að hittast og tippa saman. Gerði klúbburinn sér glaðan dag á laugardaginn og var vel  mætt. Núna eru þrjár umferðir eftir til áramóta og þá kemur í ljós hvaða lið verður Tippmeistari Þróttar haustdeildar. Eftir áramót verður boðið uppá vorleik og byrjar hann 12. janúar.

 

Við hjá Þrótti Vogum  höfum verið með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi. Er þetta klárlega komið til að vera enda vel mætt allar helgar.

tipp 1.JPG