Barna og unglingastarfið hefst þriðjudaginn 5. janúar – Unglingahreysti Þróttar hefst 7. janúar – Skráningar í fullum gangi.

Með janúar 4, 2021 Fréttir

Barna og unglingastarf Þróttar hefst þriðjudaginn 5. janúar og hvetjum við alla foreldra að minna krakkana á æfingar.

Unglingahreysti Þróttar hefst fimmtudaginn 7. janúar og eru skráningar í gangi og nokkur sæti laus.

Við minnum alla foreldra á að einhverjar breytingar á sóttvarnarlögum munu eiga sér stað 12. janúar nk. Þangað til er foreldrum ekki heimilt að koma inn í íþróttahús og horfa á æfingar nema í samráði við þjálfara. Foreldrar: Þegar verið er að skutla og sækja á æfingar – Ekki koma inn í íþróttahúsið.

Það er að fjölga í þjálfarahóp UMFÞ og æfingatíminn í fótboltanum gæti breyst í vikunni – Fylgist vel með!