Bakhjarlakort Þróttar komið í sölu – Gildir á alla heimaleiki meistaraflokks og styrkir barnastarfið á sama tíma – Áfram

Með júní 22, 2020 Fréttir

Aðgangseyrir sumarsins mun skiptast á milli barnastarfs og knattspyrnudeildar í sumar.

Í fyrsta sinn verður boðið upp á sérstök bakhjarlakort fyrir stuðningsfólk og velunnara félagsins. Er þetta samstarfsverkefni aðalstjórnar og knattspyrnudeildar. 

Árskort á völlinn er fyrir alla bæjarbúa og aðra Þróttara.

Verð: 10.000kr.

Kortið gildir á alla heimaleiki í 2. deild í sumar og stuðningsmannakvöldi Þróttar. 

Kortin verða seld á skrifstofu félagsins og heimaleikjum í sumar.