
Á hverju ári fá skráðir félagsmenn UMFÞ „VALGREIÐSLU“ reikning í heimabanka.
Félagsgjaldið er valgreiðsla. Ef félagsmenn greiða ekki kröfuna – ÞÁ ER Ekkert að óttast. Félagsmenn geta áfram verið skráðir í okkar ástkæra og frábæra félag.
Það skiptir Þrótt Vogum miklu máli að vera með sem flesta félagsmenn skráða í félagið.
Á dögunum fengu fjölmargir Þróttarar sendingu í pósti og gjöf frá Þrótti fyrir að styrkja félagið með þessum hætti.