All Posts By

stjorn

Skráning á Smábæjarleika á Blönduósi 17. til 18. júní – Vinsamlegast ganga frá skráningu fyrir 3. júní – Leiðbeiningar.

Með | Fréttir

Kæru foráðamenn – Miklar þakkir fyrir foreldrafundinn þann 16. maí sl. Það var gott að heyra í ykkur og eiga samtalið fyrir komandi sumarmót. 

Við ætlum á Smábæjarleika á Blönduósi – Algjörlega ógleymanlegt fyrir krakkana og það besta er að við erum á sama tíma og glæsileg 17. júní skemmtun fer fram á Blönduósi…

Punktar frá mótshaldara og greiðsluupplýsingar… 

Spilað er á laugardag og sunnudag en tekið á móti liðinu föstudaginn 16. júní.

Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn Hvati mun kíkja við.

Á Blönduósi er ýmiss afþreying í boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Húnaskóla eru glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.

Þátttökugjald á hvern iðkanda er 13.000 kr fyrir 6. og 7.flokk en 6.000 kr fyrir iðkendur í 8.flokk þar sem aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim.

Skráningafrestur er til 20. maí. Gjaldið er 13.000 kr.

Þátttökugjald skal greiðast fyrir 2. júní inn á reikning 157-05-410088 kt. 640289-2529 best er að hver forráðamaður greiði þátttökugjaldið fyrir sitt barn hjá sér í einu lagi.

Innifalið í þátttökugjaldi:

Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.


Aðrir punktar: 

Það verða tveir þjálfarar frá Þrótti á svæðinu. 

Okkur vantar fararstjóra – Ef einhver hefur áhuga á að taka þetta verkefni að sér þá má hinn sami hafa samband við Martein starfsmann UMFÞ eða Emil þjálfara. 

Við höfum tekið frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir Voga-Þróttara.

Vinsamlegast staðfesta þátttöku og setja í athugasemd hvort það eigi að taka frá pláss á tjaldsvæðinu. 

8. flokkur 17:45 til 18:15 (Gistir ekki)

7. flokkur 18:20 til 18:50 (Vantar einn fararstjóra)

6. flokkur 19:00 til 19:30 (Vantar einn fararstjóra)

 

Ef það eru einhverjar spurningar, endilega heyrið í okkur – 892-6789. 

Ljósmyndari félagsins var á síðasta heimaleik – Fullt af kunnulegum andlitum og frábær mæting á völlinn eins og alltaf ! – Njótið vel – Fullt af myndum

Með | Fréttir

Við kunnum Nonna okkar frá Lindarbrekku miklar þakkir fyrir myndaveisluna frá því á laugardaginn. 

Einnig langar okkur að þakka sjálfboðaliðum fyrir hjálpina og hvetjum ykkur til að finna Nonna á Instagram og gera fallow. Minnum á næsta leik þegar fram fer toppbaráttuslagur í Vogunum þegar topplið 2. deildar verða á svæðinu. 

 

 

Sumarfagnaður Þróttar laugardaginn 27. maí – Glæsileg dagskrá frá morgni til kvölds – Landsmót 50+ fer fram í Vogum á næsta ári – Sigurhátíð !

Með | Fréttir

Kæru sveitungar & aðrir Þróttarar 

Tilefni þess að Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Vogum á næsta ári ætlar UMFÞ að fagna komu Landsmótsins með frábærum sumarfagnaði….

Klæðum okkur í liti félagsins og höfum gaman saman tilefni dagsins.

Dagskrá: 

  • 11 til 13- Hoppukastali.
  • 11 til 12- Kennsla í Boccia.
  • 13:30 til 14:30- Grillaðir burger og alvöru stemmning á pallinum fyrir leik (Skyggnir með bestu grillarana í Vogum og þó víðar væri leitað)
  • 14 til 16- Þróttur – KF í 2. deild karla og sláarkeppni í hálfleik.
  • 20 til 22- Pétur Jóhann með uppistand í Tjarnasal og miðasala í fullum gangi.

Yngriflokkar í fótbolta verða á Vormóti Þróttar Reykjavík sama dag – Leiktímar liggja fyrir á fimmtudaginn.

Við ætlum að fagna komu Landsmóts 50+ 2024 í Vogum. Hvetjum alla Þróttara til að sækja sama mót í Hólminum 23. -25. júní nk. Eitthvað fyrir alla !

Þróttur – KFA 13. maí – Myndaveisla –

Með | Fréttir

Ljósmyndari félagsins mætti á svæðið og tók myndir í rigningunni. Það vakti mikla athygli að KFA spilaði í varabúningum Þróttara þar sem dómarar leiksins gáfu ekki grænt ljós á aðalbúninga þeirra fyrir leikinn.

Leikurinn endaði 1:1 og sem fyrr þökkum við öllum fyrir góða mætingu á leikinn sem og sjálfboðaliða.

Myndir: Jón Þorkell Jónasson 

 

Þróttur Vogum mun fjölmenna á Smábæjarleika 17. & 18. júní – Foreldrafundur þriðjudaginn 16. maí –

Með | Fréttir

Kæru foráðamenn.

Við setjum stefnuna á að fjölmenna á Smábæjarleika og biðlum til alla til að taka þátt í þessu einstaka verkefni með okkur í sumar – Algjörlega ógleymanlegt fyrir krakkana og það besta er að við erum á sama tíma og glæsileg 17. júní skemmtun fer fram á Blönduósi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum að æfa og stunda íþróttir.

Punktar frá mótshaldara … 

Spilað er á laugardag og sunnudag en tekið á móti liðinu föstudaginn 16. júní.

Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn Hvati mun kíkja við.

Á Blönduósi er ýmiss afþreying í boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Húnaskóla eru glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.

Þátttökugjald á hvern iðkanda er 13.000 kr fyrir 6. og 7.flokk en 6.000 kr fyrir iðkendur í 8.flokk þar sem aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim.

Skráningafrestur er til 20. maí. Gjaldið er 13.000 kr.

Þátttökugjald skal greiðast fyrir 2. júní inn á reikning 157-05-410088 kt. 640289-2529 best er að hver forráðamaður greiði þátttökugjaldið fyrir sitt barn hjá sér í einu lagi.

Innifalið í þátttökugjaldi:

Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Aðrir punktar: 

Við höfum tekið frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir Voga-Þróttara.

Láta Emil vita ef einhver hefur áhuga á fararstjórn.

Foreldrafundur fer fram þriðjudaginn 16. maí nk. Fundurinn fer fram í félagsherbergi Þróttar á þriðju hæð.

8. flokkur 17:45 til 18:15

7. flokkur 18:20 til 18:50

6. flokkur 19:00 til 19:30.

Sjámust eldhress.

 

Yngriflokkar í knattspyrnu sumarið 2023 – Mótamál & æfingatímar.

Með | Fréttir
Kæru forráðamenn – Þá liggur fyrir endanleg niðurröðun móta í sumar og sumar-æfingataflan mun taka breytingum mánudaginn 5. júní. Sjá æfingatíma neðst í fréttinni.
Vormót Þróttar Reykjavík. 
Laugardagur 27. maí
  • 7. flokkur Sameiginlegt
  • 6. flokkur Sameiginlegt
Sunnudagur 28. maí
  • 8. flokkur drengja Sameiginlegt

Smábæjaleikarnir 2023 17-18 júní.

  • (Foreldrafundur í næstu viku) Við birtum tilkynningu á föstudaginn ! 
  • 8. flokkur 17. júní – 7, & 6, flokkar 17. og 18. júní.

Heimsókn 12. til 16. júlí (Ætlum ekki að gista og heimsókn til annars félags á þessum tíma)

Hamingjumót Víking 12. ágúst – 8, 7, & 6, flokkar. 

Weetosmótið 27. & 28. ágúst – 8, 7, & 6, flokkar. 

Lokahóf yngriflokka fer fram í september og stefnan sett á að fjölmenna á landsleik í knattspyrnu – Áfram Ísland.

Æfingar yngriflokka í sumar: Við förum eftir töflunni sem er nú þegar í gildi fram að 5. júní. Þá breytast æfingatímar „sjá neðan“

6, flokkur: 3-4 bekkur

Mánudagar, þriðjudagar & fimmtudagar 7, kl. 15:00 til 16:15

7, flokkur: 1-2 bekkur

Mánudagar, þriðjudagar & fimmtudagar 7, kl. 16:15 til 17:30

8, flokkur:

Er verið að vinna að því að bæta við einni æfingu og skýrist á næstu dögum.

 

 

 

 

 

 

Haukar – Þróttur V, 5. maí 2023 Myndaveisla.

Með | Fréttir

Jón Þorkell Jónasson ljósmyndari félagsins var á svæðinu í kvöld og smellti af nokkrum myndum. Þrátt fyrir tap í kvöld þá var margt jákvætt við þetta og sérstaklega frábær stuðningur áhorfenda sem sem sýnir að við eigum bestu stuðningsmannasveitina !

Sundnámskeið fyrir leikskólabörn

Með | Fréttir

Sundnámskeið verður fyrir börn á leikskólaaldri vorið 2023.

Markmið á námskeiðinu er að börnin aðlagist vatninu og finni fyrir öryggi í vatninu. Einnig verður farið í helstu sundtökin. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2017 og 2018.

Hámarksþátttaka 10 börn – Tveir hópar og því getum við tekið á móti 20 börnum.

Þjálfari: Sólrún Ósk Árnadóttir…

Verð: 10.900 kr.

Fyrri tími 17:00-17:45 og seinni tími frá 17:45-18:30.

Börn fædd 2017 og hefja skólagöngu í haust fá forgang á námskeiðið til 4. maí. Við opnum fyrir börn fædd 2018 kl. 14:00 4. maí. 

Skráning fer fram á heimasíðu félagsins.

Umhverfisdagur Þróttar og skiltadagur – UMFÞ tekur til í nærumhverfi sínu laugardaginn 6. maí nk.

Með | Fréttir

Knattspyrna: Öllum börnum í Vogum boðið að taka þátt í TM mótinu í apríl – Sjá dags. og frekari upplýsingar…

Með | Fréttir

TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ dagana 20.apríl, 22.-23.apríl og 29.apríl. Keppt er í 6. 7. og 8.flokki hjá strákum og stelpum. Um 3900 þátttakendur voru á síðasta móti og gekk mótið afar vel.

Spilaður er 5-manna bolti í öllum flokkum og er spiltími hvers liðs að lágmarki klukkutími. Spilað er eftir nýjum reglum, þar sem ekki eru tekin innköst heldur er sparkað / rekið boltann inn á völlinn.

Leikirnir eru 12 mínútur með þremur mínútum á milli leikja. Ein leikklukka. Viðvera hvers liðs er ekki meir en tvær klukkustundir. Úrslit leikja er ekki skráð. Fjórir styrkleikaflokkar.

Leikið verður á eftirfarandi dögum:
 – 20.apríl Fimmtudagur ( sumardagurinn fyrsti) – 6.flokkur karla (Tilkynna skráningu fyrir 14. apríl)
 – 22.apríl Laugardagur – 7.flokkur karla (Tilkynna skráningu fyrir 15. apríl)
 – 23.apríl Sunnudagur – 8.flokkur karla og kvenna (Tilkynna skráningu fyrir 15. apríl)
 – 29.apríl Laugardagur – 6.-7.flokkur kvenna (Tilkynna skráningu fyrir 20. apríl)

Þátttökugjald er í boði velunnara félagsins og fylgja vegleg þátttökuverðlaun, auk þess sem þátttakendur fá að spreyta sig á hinum ýmsum þrautum og fara í liðsmyndatöku. 

Emil Þór þjálfari UMFÞ og Berglind Petra stjórnarliði halda utan um TM verkefnið fyrir hönd félagsins. Hægt er að skrá sig hjá þeim eða fá frekari upplýsingar um TM mótið. 

Emil sími: 7868695 eða netfangið – emilthor1999@gmail.com 

Berglind sími: 7705256 eða netfangið – berglindpetra@hotmail.com

 

 

Myndlýsing ekki til staðar.