All Posts By

stjorn

Rausnarleg gjöf til iðkenda Þróttar frá Stofnfiski. 

Með | Fréttir

Iðkendur Þróttar Vogum fengu rausnarlega gjöf á aðventunni er Stofnfiskur gaf öllum iðkendum í öllum greinum/flokkum jakka að gjöf. Það er mikilvægt að standa saman á tímum sem þessum. Markmið Stofnfisks með þessu verkefni er að efla félagsandann, hlúa að iðkendum, sjá til þess að allir iðkendur séu vel merktir félaginu og koma til móts við iðkendur sem hafa misst úr æfingar vegna Covid-19.

Stofnfiskur er mikilvægur styrktaraðili félagsins og hafa komið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að frekari uppbyggingu félagsins síðustu árin. Fyrir það erum við gríðarlega þakklát.

Mynd:

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ, Davíð Harðarson framleiðslustjóri hjá Stofnfiski, Reynir Emilsson stjórnarliði hjá UMFÞ og Róbert Rúnarsson sölustjóri hjá Stofnfiski. Á myndinni eru ungir iðkendur með þeim á myndinni vel merkt félaginu.

#fyrirVoga

Andy Pew íþróttamaður ársins 2020 – Allt knattspyrnulið Þróttar var heiðrað þegar val á íþróttamanni ársins í Vogum var kynnt og ungir Þróttarar fengu hvattningarverðlaun.

Með | Fréttir

Andy Pew er íþróttamaður Voga 2020

Andy Pew, íþróttamaður Voga 2020, og Hermann Hreiðarsson sem tók á móti viðurkenningu sem knattspyrnuliði Þróttar var veitt.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 17. janúar 2021 kl. 18:15 – Tekið af VF.is

Andy Pew er íþróttamaður Voga 2020

– Knattspyrnuliðið allt heiðrað sérstaklega

Fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar, Andrew James Dew, var valinn íþróttamaður Voga í gær. Andy er spilandi aðstoðarþjálfari Þróttara og hefur verið með liðinu síðan 2018. Andy er mikill leiðtogi innan vallar sem utan, frábær fyrirmynd og var valinn í úrvalslið 2. deildar á vefmiðlinum Fótbolti.net eftir síðasta tímabil, það voru fyrirliðar og þjálfarar deildarinnar sem sáu um valið.

Valið stóð á milli fimm íþróttamanna, aðrir voru þeir Adam Árni Róbertsson, Alexander Helgason, Rafal Stefán Daníelsson og Róbert Andri Drzymkowski.

Þróttarar heiðraðir

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu var heiðraður sérstaklega fyrir frábæran árangur á árinu en liðið  fékk 41 stig í 2. deildinni í sumar, endaði í þriðja sæti og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild – sem er besti árangur í sögu félagsins. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttara, tók við viðurkenningunni við mikið lófaklapp. Knattspyrnuliðið vakti mikla athygli í sumar og var stemmningin í kringum það bæjarbúum til mikillar gleði og sóma.

Efnilegt íþróttafólk fékk viðurkenningu

Samhliða vali á íþróttamanni ársins fengu átta ungmenni viðurkenningu fyrir afrek sín á síðasta ári. Þau eru: Logi Friðriksson, fyrir knattspyrnu, Alexander Ívarsson, Óðinn Ástþórsson, Pálmar Óli Högnason og Andri Snær Guðlaugsson fyrir knattspyrnu, Keeghan Freyr Kristinsson og Bragi Hilmarsson fyrir júdó og þá fékk Tinna Róbertsdóttir viðurkenningu fyrir dans.

Þessi ungmenni hafa skarað fram úr í þeim greinum sem þau leggja stund á og hafa sýnt að þau eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur ungmenni.

Íþróttastarfið í Vogunum stendur augljóslega í miklum blóma, í bænum er hægt að iðka fjölmargar greinar og hafa hinar ýmsu deildir verið að unga út afreksfólki.

Meðfylgjandi tók Guðmundur Stefán Gunnarsson þegar viðurkenningar voru afhentar.

Breytingar á æfingatöflu ! Friðrik V. Árnason tekur við 7. flokk – Viktor Ingi tekur við 6. flokk. – Sædís María og Sara Lind verða með 8. flokk.

Með | Fréttir

Það er stefna félagsins að breyta ekki æfingatöflu á miðju tímabili. Af þeim sökum biðjum við forráðamenn afsökunnar á að þurfa fara í breytingar á töflunni.

Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
14:00         4-6 b sund    
15:00 Júdó 1-4 b 4-6 b Sund 4/5 fl Kk Júdó 1-4 b 1-3 b sund  1-3 b sund    
16:00

 Júdó 5-10 b  1-3 b sund

6/7 fl kk / 6/7 fl kvk

8 flokkur Júdó 5-10 b  6/7 fl kk 6/7 fl kvk 4-6 b sund   6/7 fl kk / 6/7 fl kvk 8 flokkur    
17:00 Unglingaþrek 4/5 fl KK

Unglingaþrek

4/5 fl kvk

4/5 fl KK

Unglingaþrek

4/5 fl KK

Júdó 1-4 b Frjáls mæting    
18:00 4/5 fl kvk Boltaskóli eða tækniæfing 4/5 fl kvk 4/5 fl kvk Júdó 5-10 b    
19: 00   Karfa Þróttur Blak mfl   X    
20:00 Blak Þróttur   Blak mfl Karfa mfl      
21:00

Blak Þróttur

 

           
               
6:15   Vogaþrek Eldri   Vogaþrek Eldri      
10:00           Oldboys kk  
11:00           Íþróttaskóli barna 11:20 til 12:10  
12:00           Karfa mfl  
13:00           Karfa mfl Blak mfl
               

 

:Stóri íþróttasalur í íþróttahúsi : Júdósalur : Sundlaug : Sparkvöllur

Kk KVK

Félagið hefur tekið í gagnið Sportabler og við lokum öllum facebookhópum í næstu viku. Allir skráðir iðkendur í Nóra og eru að greiða æfingagjöld eru nú þegar skráðir í Sportabler.

 

Getraunastarf Þróttar hefst laugardaginn 16. janúar – Félagskaffið á sínum stað í vetur !

Með | Fréttir

Þróttarar frá Vogum eru með eitt öflugasta getraunastarf landsins. 

Laugardaginn 16. janúar milli klukkan 11:00 & 13:00 hefjum við skráningu fyrir hópleikinn og keppni hefst formlega laugardaginn 23. janúar.

Við verðum í Lions-húsinu!! 

Þeir sem komast ekki eða treysta sér ekki geta skráð sig til leiks á 1×2@throttur.net. 

Vegna samkomutakmarkana sem eru í gildi þá biðjum við alla um að stoppa ekki lengur en í 25 mínútur þannig að fjöldinn fari aldrei yfir 20 manns. 

Við tryggjum að sjálfsögðu gott bil og gætum fyllsta öryggis.  

Reglur: 

Tveir saman í liði. 

6000 kr. á lið 3000 kr. á mann. 

Ef lið gleymir að skila sinni röð þá gildir lægsta skor. 

Þeir sem komast ekki, alltaf hægt að skila sinni röð á netfangið 1×2@throttur.net fyrir klukkan 13:00 á laugardögum. 

Hvetjum alla sanna Vogabúa til að taka þátt í þessari gleði með okkur. 

Getraunastjórar Þróttar eru sem fyrr, Anna og Guðrún. 

 

 

Íþróttaskóli barna á laugardaginn eftir nokkra mánaða hlé -Bryndís tekur vel á móti ykkur – Fyrir börn á leikskólaaldri.

Með | Fréttir

Íþróttaskóli barna á laugardögum er fyrir börn á leikskóla aldri.

Það er ekki heimilt að koma og prófa æfinga. Öll börn verða vera skráð til leiks og skráning þarf að hafa átt sér stað tveimur dögum fyrir æfingu.

Punktar og reglur: 

 • Aðeins eitt foreldri með hverju barni.
 • Grímunotkun á foreldra.
 • Foreldrum er heimilt að vera inni í stóra íþróttasal. Aðeins 20 fullorðnir og þjálfarar teljast ekki með.
 • Iðkendur sem voru með aðgang fram að áramótum er heimilt að halda áfram til 17. apríl.
 • Það er ennþá hægt að skrá sig til leiks.

Skráning fer fram á heimasíðu Þróttar „Nórakerfið“ Tímarnir fara fram á laugardögum klukkan 11:20 til 12:10.

Vogaþrek Þróttar hefst aftur fimmtudaginn 14. janúar eftir nokkra mánaða hlé – Aðeins skráðir meðlimir.

Með | Fréttir

Loksins loksins segja sumir … 

Íþróttaæfingar og annað starf fullorðinna verður heimilað að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum samkvæmt slökunum á samkomutakmörkunum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað. Ný reglugerð tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. Opnað hefur verið fyrir skipulagða hóptíma. 

Við ætlum að hafa gaman og hreyfa okkur. Á sama tíma ætlum við að fara varlega. Fyrsti þrektíminn fer fram fimmtudaginn 14. janúar. 

Punktar og reglur: 

 • Aðeins 20 manns og eingöngu skráðir iðkendur í Vogaþreki. Ekki hægt að prófa til að byrja með. 
 • Opnum fyrir Sportabler á þriðjudaginn. Þá verður skylda að skrá sig fyrirfram, til 17. feb nk. til að byrja með. Sendum ykkur frekari upplýsingar á mánudaginn hvernig Sportabler virkar.
 • Ekki heimilt að nota búningsklefa. 
 • Þeir Vogaþreksmeðlimir sem eru vanir að fara í heita pottinn eftir þrektíma. Ekki nota búningsklefa fyrir Vogaþrekið. Það er brot á sóttvarnarreglum. 
 • Það er grímuskylda í húsinu fyrir og eftir þrektíma – Það er í lagi að taka grímuna af þegar þrektími hefst.  
 • Þegar hver og einn undirbýr sitt svæði fyrir þrektíma og sækir sér áhöld. Muna bera grímu og líka við frágang. 
 • Allir iðkendur þurfa að sótthreinsa sín áhöld eftir hvern tíma. Það verður pappír og spritt á öllum svæðum. 

 

Við vekjum athygli á því að þeir meðlimir sem áttu kort sem var í gildi til 15. desember 2020. Ykkur er heimilt að mæta til vorsins. Við gerum upp veturinn 20/21 í maí. 

Sjáumst hress á fimmtudaginn. 

Hægt er að nálgast reglugerð heilbrigðisráðherra á heimasíðu UMFÍ og þær reglur sem taka gildi 13. janúar. 

 

Boltaskóli – 8. flokkur „Námskeið“ Hefst þriðjudaginn 19. janúar fyrir stelpur og stráka.

Með | Fréttir
 
Æfingatími: Þriðjudagar 16:15 til 17:00 og föstudagar 16:15 til 17:00. Þjálfarar eru Sara Lind og Sædís María. 
 
Námskeið – lotur:
 
1: 19. janúar til 5. febrúar.
2: 2. mars til 19. mars
3: 4. maí til 21. maí. 
 
Verð: 12.000 kr. og skráning fer eingöngu fram á Nóra „heimasíða Þróttar, uppi til hægri“ Gildir á allar loturnar. 
 
Tilmæli: Aðeins leyfilegt að eitt foreldri frá hverju barni mæti á svæðið og verður að vera með andlitsgrímu. Foreldrum er ekki heimilt að vera inni í íþróttasal en geta horft frá svölunum. 
 
 
 
 

ERT ÞÚ Í 8. TIL 10. BEKK OG LANGAR AÐ BÆTA ÚTHALD OG STYRKJA LÍKAMANN ? – Unglingahreysti Þróttar hefst á morgun, fimmtudag.

Með | Fréttir

Ert þú í 8. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann? Þá er Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig !

 

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt matarræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þol og grunntækni í æfingum.

Innifalið í Unglingahreysti eru þrír tímar á viku, heimsóknir á ýmsa staði auk sunds og gufu eftir hvern tíma.

9. janúar til 30. apríl.

Verð: 30.000kr.

Þjálfari: Elísabet Kvaran.

Viktor verður áfram í Vogum – Samningur til 2023.

Með | Fréttir

Viktor Segatta hefur framlengt til tveggja ára og verður áfram í Vogum til næstu tveggja ára. Allir Þróttarar nær og fjær – Brottfluttir sömuleiðis þekkja til Viktors Segatta þar sem kappinn hefur spilað 41 leik fyrir Þrótt og skorað í þeim 19 mörk.

Nóg í bili…

 

 

Foreldrahandbók Þróttar hefur verið uppfærð – Leiðarvísir fyrir alla sem starfa hjá félaginu.

Með | Fréttir

Í foreldrahandbókinni er farið yfir helstu atriði sem snerta foreldra iðkenda UMFÞ.
Hér má finna upplýsingar um hvert á að leita innan félagsins vegna ýmissa mála
ásamt ábendingum um hvernig foreldrar geta komið að starfi félagsins.

Foreldrahandbók Þróttar var unnin af stjórn UMFÞ árið 2011 og samþykkt til birtingar sama ár.
Handbókin er endurskoðuð á hverju ári. Markmið handbókarinnar er að leiðbeina foreldrum
og öðrum félagsmönnum í starfi félagsins. Handbókin er tekin til skoðununnar á hverju ári.

 

Foreldrahandbok_V01 (1)