All Posts By

stjorn

Fótboltaæfingar í sumar hjá yngriflokkum Þróttar – Taflan gildir til 27. ágúst.

Með | Fréttir

Knattspyrnusumarið fer vel á stað í allri sinni dýrð – Þróttarar búa svo vel að vera með frábæra sumaraðstöðu og hana viljum við nýta sem best iðkendum til heilla.

Sjá æfingatíma:

8. flokkur (2015 – 2016) Frítt að æfa ! 

Þriðjudagar 16:20 til 17:10

7. flokkur (1 og 2 bekkir) Bæði kyn

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 10:30 til 11:30

6. flokkur (3 og 4 bekkir) Bæði kyn

Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar 12:30 til 13:30

5. flokkur stelpur (5 og 6 bekkir)

Mánudagar og fimmtudagar 16:00 til 17:00 – Miðvikudagar 13:00 til 16:00

5. flokkur strákar (5 og 6 bekkir)

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 13:30 til 14:45

4. flokkur stelpur (7 og 8 bekkir)

Mánudagar og fimmtudagar 16:00 til 17:00 – Miðvikudagar 13:00 til 16:00

4. flokkur strákar (7 og 8 bekkir)

Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 13:30 til 14:45

Þriðjudagar í sumar 14:00 til 15:00 – Leikmenn frá meistaraflokki verða á svæðinu og taka vel á móti krökkunum sem vilja koma og leika sér í fótbolta !

 

 

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Reynir 10. Júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn og Skyggnismanna fyrir stórglæsileg grillveislu þar sem allt seldist upp!

Þróttur V. 1 – 3 Reynir S.
0-1 Sæþór Ívan Viðarsson(’20)
1-1 Viktor Smári Segatta(’25)
1-2 Edon Osmani(’32)
1-3 Kristófer Páll Viðarsson(’69)

Næsti leikur fer fram á Fáskrúðsfirði 19. júní.
Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

 

Brakandi ferskar myndir frá síðasta heimaleik!! Þróttur-Haukar 30. maí

Með | Fréttir, Knattspyrna
Það var ánægjulegt að sjá Hilmar Braga frá Víkurfréttum og Hafliða frá fótboltanet á síðasta heimaleik. Frábærar myndir og takk fyrir komuna.
Okkar fólk lét líka ekki sitt eftir liggja og tóku fjölmargar frábærar myndir sem endranær.
Njótið !!
Leikurinn endaði 4:1 „Hammer Time“
Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Þróttur hafði betur á móti ÍR – Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar í Þrótti Vogum unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þeir fóru í heimsókn til ÍR á Hertzvöllinn í gærkvöldi.

Þróttarar voru á eldi í Breiðholtinu og þeir unnu að lokum 1-5 sigur gegn ÍR-ingum. Þróttarar höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum. ÍR hafði unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir leikinn í kvöld.
Þakkir til ÍR fyrir leikinn og gaman að sjá þessa frábæru umgjörð í kringum leikinn. 
ÍR 1 – 5 Þróttur V.
0-1 Rubén Lozano Ibancos (‘6 , víti)
0-1 Axel Kári Vignisson (’25 , misnotað víti)
0-2 Patrik Hermannsson (’28 , sjálfsmark)
0-3 Viktor Smári Segatta (’65 )
0-4 Sigurður Gísli Snorrason (’68 )
1-4 Bragi Karl Bjarkason (’77 )
1-5 Rubén Lozano Ibancos (’84 )
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

Þróttur V. – Fjarðabyggð Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar sem spilaður var 15. maí

Þróttur V. 1 – 1 Fjarðabyggð
1-0 Andrew James Pew(’23)
1-1 Vice Kendes(’79)
Jafntefli og Þrótturum refsað fyrir að nýta ekki tækifærin sem gáfust í leiknum.
Þökkum Fjarðabyggð fyrir leikinn og óskum þeim góðs gengis í sumar 👊
Myndir/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar

.

Stór dósasöfnun – Sækjum dósir og flöskur heim að dyrum – Þriðjudaginn 25. maí milli klukkan 17:00 til 20:00 – Minnum á dósagám félagsins við íþróttasvæðið.

Með | Fréttir

Kæru bæjarbúar og aðrir velunnarar.

Þeir snillingar Reynir stjórnarliði og foreldri barna og Matti framkvæmdastjóri Þróttar ætla safna dósum þriðjudaginn 25. maí milli 17:00 til 20:00.

Við hvetjum fyrirtæki, bæjarbúa og alla alvöru Þróttara til að styðja við bakið á barnastarfið með þessum hætti.

Hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net eða í síma 892-6789 og við pikkum upp flöskurnar frá ykkur.

Yngriflokkarnir eru að fara á dýr sumarmót. Er markmið okkar að peningurinn renni til þeirra sem og önnur ómissandi verkefni hjá félaginu.Sundnámskeið 24. maí-11.júní – Fyrir börn á leikskólaaldri.

Með | Fréttir

Námskeið frá 24.maí-11.júní.

Punktar: 

Hvað lengi og á hvaða dögum ? – 3 vikur, 2 tímar á viku, þriðjudaga og fimmtudaga = 6 tímar í heildina
– Elsti hópur í leikskóla (2015) kl: 17:00-17:40
– Næst elsti hópur í leikskóla (2016) kl: 17:45-18:15 (30 mín meira en nóg)
– MAX 10-12 í eldri hóp og MAX 8-10 í yngri – 

Okkar stórkostlega Sólrún Ósk Árnadóttir verður sem fyrr þjálfari. 

Skráning hefst á heimasíðu Þróttar 21. maí í gegnum nórakerfið. 

Verð 10.000 kr. 

Jako verður í íþróttamiðstöðinni Vogum 19. maí – Tilboðsdagur sama dag – Klæðum okkur í liti félagsins 2021 !

Með | Fréttir

Jako Sport á Íslandi verður í íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 19. maí.

Milli klukkan 17:00 & 19:00.

Beta og Jói ætla heimsækja frá Jako og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þessa frábæru þjónustu. Það geta allir iðkendur og stuðningsmenn Þróttar gallað sig upp fyrir sumarið.

Það styttist í sumarmótin, því er tilvalið að nýta tækifærið og kaupa Þróttaravarning á tilboðsverði.

Frábær tilboð sem gilda eingöngu 19. maí.

Sjáumst hress !!!

 

Efldu barnið þitt – Fyrir forráðamenn iðkenda hjá Þrótti Vogum – Miðvikudaginn 19. maí kl. 20:00 Íþróttahús

Með | Fréttir

Miðvikudaginn 19. maí fer fram starfsdagur hjá Þrótti.

Foreldranámskeið „efldu barnið þitt“

Þar fer Bjarni yfir allt sem foreldrar geta gert til að efla börnin sín og mun koma sérstaklega inn á samskiptin og mikilvægi þess að hjálpa börnunum sínum að verða jákvæðir leiðtogar, og svo jákvæða sjálfsmynd, sjálfrækt, sjálfstraust, núvitund, og allt tengt árangri.

UMFÞ í samstarfi við foreldrafélag Þróttar stendur fyrir foreldrafræðslu þann 19. maí nk. Við hvetum alla forráðamenn og foreldra til að fjölmenna.

https://www.bjarnifritz.com/flugir-strkar