All Posts By

stjorn

Myndir Þróttur V. – Stál-úlfur. Hiti í Vogabæjarhöllinni!

Með | Fréttir, Körfubolti

Í gær fór fram leikur Þróttar Vogum og Stál-úlfs í 2.deild Karla. Þróttarar sigruðu leikinn með 15 stigum og voru lokatölur leiksins 94-79. Leikurinn var jafn framan af en Þróttarar náðu tökum á leiknum í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta sauð upp úr og leikmaður Stál-úlfs var rekinn af velli.

Þróttur situr nú í öðru sæti deildarinnar með 8 stig eftir fimm leiki en þeir hafa ekki tapað leik síðan þeir heimsóttu Ármann í fyrstu umferð deildarinnar.

Næsti leikur Þróttar fer fram 21.nóvember en þá heimsækjum við nágranna okkar Keflavík B, leikurinn hefst klukkan 18:00 í BLUE-höllinni.

Áfram Þróttur!!

 

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Hróars – Gildir til 29. nóvember.

Með | Fréttir

Markmið sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót. Við hvetjum alla Þróttara og bæjarbúa til að kynna sér reglurnar. Tekið verður á móti umsóknum til 29. nóvember nk. 

Einnig er hægt að koma ábendingum eða speuningum til framkvæmdastjóra félagsins – Trúnaður og nafnleynd gildir um allar umsóknir. 

Throttur@throttur.net eða í síma 892-6789 alla virka daga milli klukkan 09:15 – 17:00. 

 

Minningarsjóður Hróars

Úthlutunarreglur/Reglugerð

 1. grein

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hróars. Sjóðurinn er stofnaður í minningu Baldvins Hróars Jónssonar f. 24.apríl 1980, d.  9.júlí 2020.  Sjóðurinn skal að öllu leyti vinna samkvæmt skipulagsskrá sem aðalstjórn Ungmennafélagsins Þróttar, fulltrúi fjölskyldu Hróars og framkvæmdarstjóri Nesbúeggja  ehf. hefur staðfest. 

 1. grein

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar. Minningarsjóður Hróars mun, eftir bestu getu, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót.

 1. grein

Stjórn sjóðsins er á hverjum tíma skipuð þremur aðilum. Einn stjórnarmaður skal árlega tilnefndur af fjölskyldu Hróars. Annar skal vera formaður Þróttar  og sá þriðji skal vera starfandi framkvæmdastjóri Þróttar, sbr. Ákvæði 5. gr. skipulagsskrár. Gjaldkeri sjóðsins skal vera fulltrúi fjölskyldunnar.

 1. grein

Foreldrar, forráðamenn iðkenda og þjálfarar innan Þróttar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Flokkar, hópar eða einstaklingar innan flokka félagsins geta sótt um styrki vegna stærri móta. Styrkir eru ekki veittir úr sjóðnum til reglubundinna móta (Íslandsmót, bikarkeppni, dagsmóta og þess háttar). Eingöngu til stærri móta og skal hver styrkur ekki vera hærri en 25.000 kr.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að meta umsóknir í samræmi við 4. gr. skipulagsskrár.

 1. grein

Veita skal styrki úr sjóðnum a.m.k. einu sinni á ári. Sjóðsstjórn getur þó metið það eftir þörfum og áskilur sér rétt til að veita úr sjóðnum allt að tvisvar sinnum á ári. Umsóknir skulu berast til framkvæmdastjóra UMFÞ í umslagi merktu Minningarsjóður Hróars. Umsóknir og önnur gögn varðandi umsóknir skulu meðhöndluð sem trúnaðarmál. Sjóðsstjórn ber að svara öllum umsóknum með formlegum hætti.

 1. grein

Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld og annan kostnað við þátttöku í íþróttinni. Styrkir vegna ferðakostnaðar miðast við almennan kostnað (flugmiða, rútuferðir og gistingu), við þátttöku í móti eða annan kostnað sem til fellur vegna æfinga- eða keppnisferðar.

Styrkir vegna starfsemi yngri flokka eru ekki veittir til launakostnaðar.

 

 1. grein

Styrkir verða greiddir út í síðasta lagi tveimur vikum eftir úthlutun.

 1. grein

Úthlutunarreglur þessar skal endurskoða árlega og vera samþykktar af aðalstjórn UMFÞ.

 

Skipulagsskrá fyrir  Minningarsjóð Hróars

 1. grein.

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hróars. Hann er rekinn undir merkjum Ungmennafélagsins Þróttar, heimilsfangið er Hafnargata, 190 Vogum og kennitala félagsins er 640289-2529, sér bók skal stofnuð fyrir sjóðinn og gjaldkeri sjóðsins hafa prókúru á reikninginn og sjá um geiðslur til UMFÞ eftir úthlutanir.  Stofnendur sjóðsins eru Marteinn Ægisson, kt. 200379-3499, Petra Ruth Rúnarsd. og Nesbúegg kt. 711203-2140.

 1. grein.

Stofnfé sjóðsins er sjálfsaflafé frá Nesbúeggjum sem nemur 150.000 kr. Sá afgangur sem árlega kann að standa eftir hverja úthlutun skal vera áfram inná reikningi Minningarsjóðs Hróars.

 1. grein

Tekjur sjóðsins eru fyrst og fremst gjafafé þeirra sem vilja leggja sjóðnum lið á hverju ári. Styrkur frá Nesbúeggjum. (150.000 kr. á ári) sem endurskoðast af framkvæmdastjóra Nesbúeggja efh. árlega. Aðalstjórn UMFÞ leggur til 70.000 kr. af árlegum lottógreiðslum inná reikning sjóðsins á hverju ári. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksár. Fyrsta reikningstímabil sjóðsins er 2021.

 1. grein.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar. Minningarsjóður Hróars mun, eftir bestu getu, styrkja iðkendur um æfingagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda skóm og æfingafatnaði. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til þess að meta umsóknir eftir þörfum.

 1. grein.

Stjórn sjóðsins er á hverjum tíma skipuð þremur aðilum og skal meirihluti stjórnar ráða um ákvarðanir hennar hverju sinni. Einn stjórnarmaður skal árlega tilnefndur af fjölskyldu Hróars.  Annar stjórnarmaður skal vera formaður UMFÞ.  og sá þriðji skal vera starfandi framkvæmdastjóri UMFÞ. Stjórnarmenn þiggja ekki þóknun fyrir störf sín.

 1. grein.

Stjórn sjóðsins skal skila inn stöðu sjóðsins fyrir aðalfund UMFÞ sem haldin er í febrúar ár hvert ásamt yfirliti til Nesbúeggja ehf.

7.gr.

Verði sjóðurinn lagður niður skal fé hans renna til umgmennastarfs UMFÞ.

 

Vogar, 11. janúar 2021

F.h. UMFÞ

Marteinn Ægisson og Petra. Ruth Rúnarsdóttir. 

Jólahappdrætti meistaraflokks Þróttar 2021 – Ferðavinningur í aðalvinning og fjölmargir glæsilegir vinningar –

Með | Fréttir

Jólahappdrætti meistaraflokks Þróttar er mikilvægasta fjáröflun í starfsemi meistaraflokks Þróttar á hverju ári. 

Knattspyrnudeild Þróttar kann öllum styrktaraðilum miklar þakkir fyrir að styrkja félagið með þessum hætti. Einnig hvetjum við félagsmenn til að kynna sér starfsemi þessara fyrirtækja fyrir jólin. 

Hægt verður að kaupa miða með athugasemdum á samfélagsmiðlum eða á skrifstofu félagsins – Við göngum í hús 3. des nk. Síðast seldist upp og ekki tókst að klára allar götum. Allir miðar gilda á fyrsta heimaleik meistaraflokks. 

Reikningsupplýsingar: 0142-05-071070 – 640212-0390. 

1X 1500 kr.

3X 3500 kr.

5x 5000 kr. 

10x 7500 kr. 

Við drögum út 15. des – Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu félagsins til 20. des og aftur í byrjun árs. Ósóttir vinningar renna til félagsins eftir 1. mars. 

Vinningar 2021. 

 1. Gjafabréf frá Icelandair 70. þús
 2. Cintamani gjafabréf 25. þús
 3. Gisting fyrir tvo á Stracta
 4. Gisting fyrir tvo á Hótel Keflavík
 5. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík
 6. Canon Pixma prentari frá Omnis
 7. MasterClass námskeið hjá Akademias að upphæð 40þús
 8. Gjafabréf frá Hlaupár að upphæð 20þús
 9. Sérefni gjafabréf 20þús
 10. Sérefni gjafabréf 20þús
 11. Sérefni gjafabréf 20þús
 12. Jepplingur með ótakmörkuðum akstri og tryggingu í tvo daga frá Hertz
 13. Gjafabréf að verðmæti 10þús frá Jómfrúnni
 14. Tveir mán. áskrift að Stöð 2+ frá Vodafone
 15. Gjafabréf á Tapaz barinn
 16. Gjafakort að verðmæti 10þús frá Húrra Reykjavík
 17. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu
 18. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu
 19. Glaðningur frá Geo Silicia – 3ja mánaða skammtur af Recover fyrir vöðva og tauga að verðmæti 15þús
 20. Vogaídýfur og sósur frá frá Vogaídýfu
 21. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins
 22. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins
 23. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 24. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 25. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 26. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 27. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
 28. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
 29. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
 30. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
 31. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
 32. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
 33. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
 34. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 35. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 36. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 37. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
 38. Glaðningur frá Smassborgurum
 39. Glaðningur frá Smassborgurum
 40. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði.
 41. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði.
 42. Gjafabréf í Keiluhöllina
 43. Gjafabréf í Keiluhöllina
 44. Golfklúbbur GVS tíu skipta kort á fallegasta velli landsins.
 45. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
 46. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
 47. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
 48. Undri ehf – Inneignarkort í bónus 10þús
 49. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 50. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 51. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 52. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 53. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 54. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 55. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 56. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 57. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 58. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr.
 59. Mánaðarkort í Vogaþrek að verðmæti 12þús
 60. Gjafabréf á KFC

Við ætlum á leik í Enska – Hemmi og Matti fararstjórar – Aðeins 33 sæti

Með | Fréttir

Við ætlum að kveðja Hemma í London og um leið að efla félagsandann í lok nóvember.

Fyrir Þróttara !!!

https://packages.icelandair.is/fi_is/groupPackage.do?groupPackageId=1000&formAction=next

Verð á mann í tvíbýli: 99.900 kr. (Ef einhver vill einbýli – 114.900 kr.)

Innifalið: Flug, gisting í tvær nætur með morgunverði, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku.

Miði á leik Brentford – Everton og íslensk fararstjórn (Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar)
(33 miðar í sölu)

Flug út: Keflavik – London Heathrow 26.11.2021 16:10 – 19:20 – FI454

Flug heim: London Heathrow – Keflavík 28.11.2021 20:25 – 23:40 – FI455

Hótel: Copthorne Tara Hotel London Kensington

Verð tekur mið að því að miði á leik kosti 10.000 kr.

Fylgist með 👈👈👈 Setjum inn link og opnum fyrir sölu í fyrramálið.

Fótboltaævintýri 2022 hefst formlega föstudaginn 1. október – Fótboltaæfingar að fara hefjast – Æfingatímar allra flokka !

Með | Fréttir

Æfingatafla veturinn 2021/2022

Tafla gildir frá 1. október 2021 til 30. maí 2022. Taflan birt með fyrirvara um breytingar.
 
Fótboltaævintýri 2022 hefst formlega föstudaginn 1. október

8. flokkur (F. 2016-2018)
Föstudaga kl. 16:20-17:00
Þjálfarar: Finnur Valdimar Árnason & Hákon Þórisson

7. flokkur kk & kvk (F. 2014-2015)
Þriðjudaga 15:00-16:00
Föstudaga 15:00-16:00
Þjálfarar: Finnur Valdimar Árnason & Hákon Þórisson

6. flokkur kk & kvk (F. 2012-2013)
Þriðjudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 17:00-18:00
Laugardaga 10:00-11:00
Þjálfarar: Róbert Andri Drzymkowski & Nökkvi Bergsson

5. flokkur kk (F. 2010-2011)
Mánudaga 17:00-18:00
Miðvikudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 16:00-17:00
Þjálfari: Viktor Ingi Sigurjónsson

5. flokkur kvk (F. 2010-2011)
Þriðjudaga 16:00-17:00
Fimmtudaga 18:00-19:00
Laugardaga 11:00-12:00
Þjálfari: Marteinn Ægisson, Marko Blagojevic & Dagur Guðjónsson

4. flokkur kk (F. 2008-2009)
Mánudaga 17:00-18:00
Miðvikudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 16:00-17:00
Þjálfarar: Viktor Ingi Sigurjónsson

4. flokkur kvk (F. 2008-200)
Þriðjudaga 16:00-17:00
Fimmtudaga 18:00-19:00
Laugardaga 11:45-12:45
Þjálfari: Marteinn Ægisson, Marko Blagojevic & Dagur Guðjónsson

Þjálfarar halda foreldrafundi fyrstu vikuna í nóvember vegna stærri sumarmóta og annara verkefna. Einnig fá foreldrar senda viðburða og mótaáætlun um miðjan október fyrir komandi starfsár.  

Fótboltaævintýri 2022

Orku & TM mótið í Eyjum, N1 mótið Akureyri, Norðurálsmótið á Akranesi og Símamótið í Kópavogi. Verði næg þátttaka mun Þróttur að sjálfssögðu  senda lið til leiks. Fjórði flokkur fór til Finnlands árið 2019. Vegna Covid var ekki farið erlendis í ár. Við setjum stefnuna á 2022 og verður foreldrafundur í október. 

Engin lýsing tilEngin lýsing tilEngin lýsing tilEngin lýsing til

May be an image of 9 manns, people standing, útivist og Texti þar sem stendur "TM StofnFiskur JAKO JAKI AKa JAKO JAKQ 2021 JAKO"

Skrifstofa Þróttar verður lokuð 1. til 15. október & 20. til 29. október.

Með | Fréttir

Skrifstofa Þróttar verður lokuð 1. til 15. okt & 20. til 29. okt vegna sumarleyfa.

Tölvupósti og öðrum fyrirspurnum verður svarað þegar starfsmaður kemur til baka.

Ef erindi þolir ekki bið er hægt að hafa samband við Petru Ruth formann aðalstjórnar alla virka daga milli 11:00 og 12:00 í síma 659-0738

Einnig er hægt að hafa samband við Gunnar Helgason formann Knattspyrnudeildar í síma 774-1800 alla virka daga milli 11:00 og 12:00. 

Íþróttaskóli barna hefst á laugardaginn -Skráning fer fram á heimasíðu Þróttar !

Með | Fréttir

Fimmta árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri. Íþróttaskólinn var vel sóttur á síðasta ári.
Bryndís stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Tímarnir fara fram á laugardögum kl. 13:00 til 13:45.

Við byrjum 2. okt og síðasti tíminn fer fram 4. des.

Þróttur Vogum deildarmeistarar 2. deild karla 2021 – Myndir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum eru meistarar í 2. deild karla eftir 2-2 jafntefli gegn Magna í næst síðustu umferð deildarinnar.

Þróttarar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni . Leó Kristinn Þórisson kom þeim yfir áður en Angantýr Máni Gautason jafnaði fimm mínútum síðar.

Rubén Lozano Ibancos kom Þrótturum aftur yfir áður en Angantýr jafnaði undir lok leiksins. Þessi úrslit voru nóg þar sem Völsungur og KV gerðu 1-1 jafntefli á Húsavík og Þróttarar því 2. deildarmeistarar árið 2021!

 

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.