All Posts By

stjorn

Bræðurnir mættir í Voga.

Með | Fréttir

Andri Jónasson er genginn í raðir Þróttar Vogum.

Brynjar í Vogana

Þróttarar hafa samið við Brynjar Jónasson til tveggja ára. Brynjar sem er 25 ára hefur spilað síðustu þrjú árin með liði HK.

Brynjar hóf sinn meistaraflokksferil hjá Fjarðarbyggð á sínum tíma og spilaði þar undir stjórn Brynjars Gestssonar sem tók við Þrótti á dögunum.

Andri Jónasson er genginn í raðir Þróttar Vogum.

Andri, sem er 25 ára, lék með ÍR 2015 til 2018. Andri var hjá HK í sumar.

Fyrir hjá Þrótti er tvíburabróðir Andra, sóknarmaðurinn Brynjar Jónasson. Þeir léku saman með Fjarðabyggð á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki 2014.

Fjármagn frá KSÍ og UEFA til íslenskra félagsliða.

Með | Fréttir

Þróttur Vogum fær 1.450.000kr.

Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 57 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild, 2. deild, 3. deild, 4. deild og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2019. Hvert félag í 1. deild fær kr. 2.300.000, félag í 2. deild fær kr. 1.450.000 og önnur félög og félög utan deildarkeppni kr. 950.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og halda úti meistaraflokki.

Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna.

Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.

Þróttur 23. okt 1932 – 2019

Með | Fréttir

Þróttur Vogum 87 ára í dag 🎂🎉

Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932 en um aldamótin 1900 hafði verið starfandi ungmennafélag í Vatnsleysustrandar-hreppi en það hafði lagst af 1920.

Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við Kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll og stendur það húsið uppi enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keypti UMFÞ, Kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21-23.

Þróttur er ekki stórt félag þrátt fyrir 782 skráða félagsmenn.

Það eru margir aðilar sem eiga hlut í Þrótti. Sjálfboðaliðar, foreldrar, iðkendur, og aðrir velunnarar. Það er mikilvægt að hlúa vel að félaginu. Án ykkar væri félagið ekki til.

#FyrirVoga #Íþróttirskiptamáli #umfí

Þrátt fyrir vetrarfrí í skóla og Frístund þá verða æfingar á fullu hjá Þrótti og við eigum afmæli!! Hvað er um að vera hjá Þrótti ?

Með | Fréttir

Kæru foreldrar og iðkendur hjá Þrótti Vogum.

Stöndum saman öll sem eitt og hvetjum krakkana okkar til að mæta á æfingar í vetrarfríi. Það jafnast ekkert á við skipulagt íþróttastarf þegar skólinn er í fríi.

Ungmennafélagið verður 87 ára á miðvikudaginn og verður stór kaka í anddyri handa öllum iðkendum sem eru á æfingu hjá Þrótti sama dag. (Ein sneið á mann) Einnig fyrir aðra gesti íþróttamiðstöðvar og starfsfólks sem starfar á staðnum. Verða vera fullorðnir í fylgd með börnum fyrir utan krakkana sem eru að mæta á æfingar sama dag og sjálfsafgreiðsla á staðnum ! 

Æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu í vetrarfríi. https://throtturvogum.is/aefingatoflur/

Annað í boði:

Mánudaginn 21. okt: Körfuboltamót fyrir 8 til 10 bekk. 

Þriðjudaginn 22. okt: Fótboltaæfing hjá 1 – 2 bekk, strákar og stelpur. Það geta allir komið í heimsókn og prófað. Jón Gestur og Sólrún þjálfarar ætla bjóða í pizzu-partý eftir æfingu. Þó þú æfir ekki fótbolta, komdu og taktu þátt þessa einu æfingu! Við erum öll í sama félaginu.

Miðvikudaginn 23. okt: Aukaæfing klukkan 10 í Vogabæjarhöllinni fyrir 5. & 4. flokk í knattspyrnu.

Miðvikudaginn 23. okt: Æfingar byrja hjá 8. flokki í fótbolta. Krakkar á leikskólaaldri.

Miðvikudaginn 23. okt: Ungmennafélagið okkar allra á afmæli og það geta allir komið og fengið sér kökusneið milli klukkan 16:00 til 20:00. 

Laugardaginn 26. okt: Æfing í íþróttaskóla barna fellur niður og látið berast!

Það hefur sýnt sig að meirihluti barna í Vogum eru á svæðinu þegar vetrarleyfi í skóla verður í gangi. Foreldrar, hvetjum krakkana okkar til að mæta á allar æfingar hjá UMFÞ.

Vinavika í fótbolta 21. – 25. okt og það geta allir komið og prófað æfingar. Hvetjum iðkendur til að taka með sér vin/vinkonu á æfingu !

Fundargerð 140

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

 

Fundurinn hófst kl. 17:31.

 

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

 

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

 

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

 

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

 

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

 

 

Önnur mál.

Málin rædd.

 

Fótboltaæfingar yngriflokka að hefjast ! 4. flokkur karla byrjar í kvöld.

Með | Fréttir

Knattspyrna yngri flokka 19-20

Æfingar hjá fjórða flokki karla hefjast í kvöld klukkan 16 þegar fyrsta æfing vetrarins fer fram í Vogabæjarhöllinni. Stelpurnar hófu göngu sína í síðustu viku og hefur verið góð þátttaka.

7. flokkur blandað byrjar 30. sept

6. flokkur karla byrjar 30. sept

5. flokkur karla byrjar 1. okt

Æfingatímar eru að finna inná heimasíðu og einnig þegar skráning liggur fyrir þá þá fá foreldrar aðgang inná fb-hópum viðkomandi flokka.

Þjálfarar hafa verið að vinna áætlun fyrir komandi ár og núna hefur öllum flokkum verið úthlutað tíma í Vogabæjarhöllinni til að efla liðsheildina og gera eitthvað skemmtilegt tilefni þess að vera Þróttari.

Brussur í fótbolta !

Með | Fréttir

Brussur í fótbolta á miðvikudögum kl. 21

HEFST 2. OKT !

Stelpur spila líka fotbolta. Þarna eru að finna stelpur nálægt fertugu og þær yngstu um tvítugt. Allar velkomnar, byrjum miðvikudaginn 2. október og síðasti tíminn fer fram miðvikudaginn 24. apríl.

Við ætlum að prófa þetta og verði næg fer skráning fram í kjölfarið.

Ath, stóð til að byrja í kvöld en því miður er það ekki að ganga upp.