All Posts By

a8

Stjórnarfundur 162

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 162 fimmtudaginn 2. desember í félagsherbergi UMFÞ.

Fundur hófst 18:43 og fundi lauk 19:29.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Stefánsdóttir og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.

Katrín Lárusdóttir og Reynir Emilsson tilkynntu forföll.

  1. Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar.

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ fór yfir verkefnið. Formlegar viðræður hófust í sumar. Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir jól hvort samningar takist á milli aðila.

  1. Sjálfboðaliðadagur og styrktaræfing

Vegna samkomutakmarkana getur UMFÞ ekki haldið uppá dag sjálfboðaliða 5. desember nk. Laugardaginn 4. desember fer fram árleg fjáröflunaræfing Vogaþreks. Ákveðið hefur verið að allt fé renni til Minningarsjóðs Hróars.

  1. Nýr starfsmaður

Ungmennafélagið Þróttur hefur verið úthlutað starfi í gegnum ”hefjum störf” úrræði stjórnvalda og á ráðningarstyrk til næstu sex mánaða. Starfsmaður kynntur til leiks og á næstu dögum mun tilkynning birtast á heimasíðu.

 

  1. Foreldrafundur – yfirlit

Aðalstjórn hélt foreldrafund 27. október sl. Góð þátttaka foreldra og uppbyggilega umræður áttu sér stað. Stjórn UMFÞ þakkar öllum þeim foreldrum sem tóku þátt í fundinum og fyrir þeirra hugmyndum.

  1. Rafíþróttir „Yfirferð“

Petra Ruth Rúnarsdóttir fór yfir málið og sagði frá því sem hefur átt sér stað að undanförnu. Aðalstjórn félagsins hefur sent inn erindi til bæjarráðs og óskað eftir fjárstuðningi svo hægt sé að hefja rafíþróttir hjá félaginu.

  1. Minningarsjóður Hróars

Framkvæmdastjóri fór yfir prókúruhafa og næstu skref sjóðsins.

  1. Skinfaxi

Stjórnarliðar og aðrir félagsmenn hvattir til að lesa Skinfaxa. Þar eru að finna fróðleiksmola frá öðrum aðildarfélögum innan UMFÍ og hægt að fá góðar hugmyndir.

Önnur mál.

Stjórnarfundur 161

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 161 mánudaginn 18. október í félagsherbergi UMFÞ.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Reynir Emilsson, Katrín Lárusdóttir og Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.

Davíð Hansen og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynntu forföll.

Fundur hófst 19:15 og fundi lauk 20:25.

Leitað var afbrigða í upphafi fundar um að breyta dagskrá fundar. Gjaldkeri félagsins tilkynnti forföll vegna veikinda, Því verða fjámál tekið fyrir á næsta stjórnarfundi. Bætt var við rafíþróttir.

Dagskrá:

  1. Sambandsþing UMFÍ 2021 á Húsavík.

Petra Ruth formaður UMFÞ fór sem fyrr á þingið fyrir hönd UMFÞ og gaf stjórnarliðum yfirferð mála frá liðnu þingi.

  1. Hefjum störf og sumarstörf námsmanna.

Þróttur nýtti sér sumarstörf námsmanna og hefjum störf úrræði stjórnvalda í sumar. Dagur Guðjónsson, Finnur Friðriksson, Rafal Daníelsson og Tómas Hafberg sáu um sumarnámskeið, knattspyrnuæfingar, aðstoða vallarstarfsmenn og önnur tilfallandi verkefni. Jóna Stefánsdóttir var í 50%. Helstu verkefni voru að halda utan um heimasíðu, auglýsingar, myndir, viðburði og fleiri tilfallandi verkefni. Kann félagið þeim öllum miklar þakkir fyrir gott starf í sumar. Marteini og Petru falið að kanna hvaða möguleika félagið á varðandi ráðningarstyrki og hvort mögulegt sé að fá inn starfsmann sem myndi létta á skrifstofu félagsins. Sömuleiðis er þeim heimilt að klára málið í umboði stjórnar.

  1. Fjármál.

Frestað til næsta stjórnarfundar.

  1. Kótilettukvöld.

Reynir hefur haldið utan um samstarfið við Skyggni undanfarna daga. Farið yfir helstu verkefni og hvað hefur verið í gangi undanfarnar vikur. Stjórnarliðar beðnir um að heyra í sínu fólki og safna sjálfboðaliðum fyrir komandi hátíðarhöld.

  1. Fjölgun iðkenda og eflum foreldrastarfið.

Á næstu dögum mun aðalstjórn félagsins vera með foreldrafund og fræðslu. Kanna á möguleika þess að fá foreldra til að taka meiri þátt í starfinu iðkendum til heilla. Einnig er stefnan sett á að útbúa auglýsingar fyrir hverja grein hjá félaginu. Auglýsa þær með markvissari hætti og hvetja iðkendur til að koma og prófa æfingar. Marteini falið að vinna verkefnið. Komið var inná sjálfboðaliðastarfið, hvernig hægt sé að fjölga sjálfboðaliðum og svo framvegis.

  1. Rafíþróttir.

Petra Ruth Rúnarsdóttir setti sig í samband við Rafíþróttasamband Íslands og er fyrirhugaður fundur varðandi stofnun rafíþróttadeildar UMFÞ. Petra sagði frá þeim samskiptum og kynningu sem hún hefur fengið að undanförnu varðandi rafíþróttir.  Petru falið að vinna verkefnið áfram.

Önnur mál.

Bæjarbúar fá miklar þakkir fyrir að styrkja félagið með dósum í dósagám félagsins.

Stjórnarfundur 160

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 160 þriðjudaginn 17. ágúst 2021.

 

Fundur settur klukkan 18:30 í félagsherbergi UMFÞ.

 

Mættir:

Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóra seinkaði og kom 19:15. Jóna Kristbjörg ritar fundargerð.

Dagskrá:

  1. Starfsárið 2021/22

Þar sem æfingagjöld hafa ekki hækkað sl. þrjú ár og duga ekki nema 40 til 50 % í laun þjálfara hefur stjórn félagsins samþykkt 15% hækkun. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun er töluvert ódýrara að æfa íþróttir hjá Þrótti en öðrum félögum.

Formaður kynnir komandi starfsár sem hefur verið í mótun frá 30. júní í sumar. Á næstu dögum mun félagið gefa úr bækling um starfsárið og halda kynningardag handa foreldrum. Hægt verður að nálgast bæklinginn á heimasíðu félagsins 23. ágúst og við sama tilefni verður hægt að skrá iðkendur til leiks á heimasíðu félagsins. Það stefnir í spennandi vetur með nokkrum áherslubreytingum sem verða kynntar á næstu dögum.

  1. Fjölskyldudagar í Vogum

Bæjaryfirvöld og félagasamtök komu saman til fundar á dögunum.

Var það samdóma álit allra aðila að ekki sé forsvaranlegt að halda fjölskyldudaga 13. til 15. ágúst nema öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt og heilsu bæjarbúa sé ekki ógnað með fjölmennum viðburðum. Stefnan er sett á 11. september nk. Endanleg ákvörðin mun liggja fyrir fljótlega.

  1. Dósagámur

Þar sem sumarstarfsmenn eru ekki lengur á félagssvæði UMFÞ skipta stjórnarliðar með sér umsjón dósagáms til vorsins 2022.

Önnur mál.

Farið var inná umgjörð heimaleikja hjá meistaraflokki. Aðeins tveir heimaleikir eftir og mikilvægt að hjálpast að í stærri verkefnunum. Margar hendur vinna létt verk.

 

Fundi slitið 19:20.

Stjórnarfundur 159

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 159 fimmtudaginn 24. júní 2021.

Fundur settur klukkan 19:00 í félagsherbergi UMFÞ.

Mættir:

Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Katrín Lára Lárusdóttir og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ situr fundinn og ritar fundargerð.

Aðrir boðuðu forföll.

 

Dagskrá:

Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar.

Sveitarfélagið hafði samband á dögunum varðandi samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar. Félagið mun nota næstu daga til að afla sér upplýsinga og móta hugmyndir um samstarfið, m.a. með því að leita til þeirra aðila sem reynslu hafa af slíku samstarfi. Petru Ruth Rúnarsdóttir formanni UMFÞ er falið að leiða verkefnið fyrir hönd félagsins. Petra fór yfir drög að stefnumótun UMFÞ og eru stjórnarliðar beðnir um að koma sínum áherslum á framfæri fyrir næsta stjórnarfund þegar hún verður lögð fram til samþykktar.

 

Fundi slitið 20:29.

Stjórnarfundur nr. 139

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar

Fundur settur kl. 18:30.

Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.

Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019.

Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar.  Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.

  1. Þróttari ársins.

Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra.

Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.

  1. Utanyfirgallar til yngri iðkenda.

Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.

  1. Nóra kerfið og heimasíða félagsins.

Kynning á nóra kerfinu  sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Meistaraflokkur kvenna.

Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.

Önnur mál

Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.

Stjórnarfundur nr. 140

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

Fundurinn hófst kl. 17:31.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

Önnur mál.

Málin rædd.

Stjórnarfundur nr. 141

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.141 fimmtudaginn 28 mars á skrifstofu Þróttar

Mættir:

Petra Ruth, Jóna, Davíð, Katrín, Marteinn.

Forföll boðuðu Gunnar, Hróar og Sindri.

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.Varaformaður: Davíð Hansen.Ritari: Katrín Lárusdóttir.Varamenn í stjórn: Sindri Jens Freysson og Gunnar Helgason. Gjaldkeri: Baldvin Hróar. Meðstjórnandi: Jóna K. Stefánsdóttir. Formaður: Petra Ruth Rúnarsdóttir.
  2. Yfirferð mála:                                                                                                                                                                                                                                      Farið yfir starfið fram að vori. Áfram unnið í Nóra, Felix og heimasíðu.
  3. Heimsókn og kynning á störfum UMFÍ 3 maí :                                                                                                                                                                          Stjórn Þróttar fer í heimsókn til UMFÍ og fær kynningu á starfsemi UMFÍ.
  4. Ferð til DK með UMFÍ 24-27 maí:                                                                                                                                                                                                Stjórn Þróttar hefur ákveðið að senda formann og framkvæmdastjóra til Danmerkur þar sem aðildarfélög innan UMFÍ og stjórn UMFÍ heimsækir systursamtök UMFÍ, DGI.
  5. Forvarnarvika:                                                                                                                                                                                                                                        Málin rædd hvernig hægt er að efla félagið í formi lýðsheilsu fyrir alla aldurshópa í Vogum.

Önnur mál.

Fundi slitið 18:49

Stjórnarfundur nr. 142

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr. 142, miðvikudaginn 22. maí klukkan 18:00 á skrifstofu Þróttar

Mættir: Petra, Jóna, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn framkvæmadastjóri.

Sindri tilkynnti forföll.

  • Hreyfivikan í Vogum. 

Þróttur stóð fyrir hreyfiviku í Vogum daganna 6. til 12. maí sl. Fjölmargir viðburðir tengt heilsueflandi samfélagi fóru fram, fékk félagið samstarfsaðila með sér í verkefnið. Hreyfivikan heppnaðist vel og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður.

  • Könnun í Stóru-Vogaskóla.

Framkvæmdastjóri heimsótti 7. Bekk og eldri. Nemendur fengu tækifæri til að segja sína skoðun á starfi Þróttar og hvað megi betur fara. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir á næstu dögum.

  1. Yfirferð verkefna.  
    1. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í bikarnum, yngriflokkarnir eru á fullu að undirbúa komandi sumar, illa gengur að manna dómgæslu og knattspyrnudeildin ætlar að aðstoða verkefnið, verið er að undirbúa lokahátíð iðkenda í júdó og sundi, krílasundið fer vel á stað og góð þátttaka. Metþátttaka var í íþróttaskóla barna á laugrdögum í vetur. Félagið skilaði Felix á dögunum og skráðir iðkendur eru í kringum 200 og fskráðir félagsmenn eru 776. Verið er að vinna að fullu í Nóra og við setjum stefnuna á að Nóri hefjist handa ekki seinna en 20. ágúst. Badminton og Vogaþrekið er að fara í frí og byrjar aftur í haust eftir góða spretti í vetur. Vinna í heimasíðu hefur setið á hakanum vegna anna á öðrum vígstöðvum.
    2. Beiðni um styrk vegna þjálfaramenntunar.                                                                                                                                                    Erindi hafnað.
    3. Erindi frá knattspyrnuþjálfara Þróttar í 5. & 6. flokks í knattspyrnu.                                                                                             Félagið tók jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að heyra í bæjarstjóra varðandi bætta félagsaðstöðu handa iðkendum Þróttar.
    4. Knattspyrnuþjálfarar í yngriflokkum óska eftir fleiri tímum í knatthöllinni á Ásbrú eða sambærilegar aðstæður.                                                                                                                                                                                                                                                               Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að kanna fjármögnun við verkefnið.
    5. Blak.

Nokkrir félagsmenn Þróttar hafa áhuga á að sinna útbreiðslu á íþróttinni í Vogum og taka þátt í íslandsmótinu.

Stjórn UMFÞ samþykkir að senda lið til leiks á Íslandsmótið í blaki.

Önnur mál.

Þróttur eignaðist Íslandsmeistara í júdó á dögunum í barnastarfinu. Félagið óskar Braga Hilmarssyni og Kegan Frey til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.

Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að nýju verkefni sem snýr að frekarai virkni fyrir börn og unglinga. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið og kynna það fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.

Fundi slitið klukkan 19:27.

Stjórnarfundur 143

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 143 á skrifstofu félagsins mánudaginn 12. ágúst klukkan 18:00

Mættir: Petra, Hróar, Kata, Sindri og Marteinn.

Aðrir boðuðu forföll.

  1. Fjölskyldudagar í Vogum.

Farið yfir verkefni Þróttar í tengslum við bæjarhátíðna. Stjórnarliðar skiptu með sér verkefnum og skipulögðu komandi daga.

Önnur mál.

Annar stjórnarfundir í næstu viku.

Fundi slitið 19:05.

Stjórnarfundur nr. 144

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.144 fimmtudaginn 22 ágúst á skrifstofu Þróttar

Mættir: Kata, Petra, Gunnar, Davíð og Marteinn. Jóna, Sindri og Hróar tilkynntu forföll.

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

  1. Samstarfssamningur við sveitarfélag.                                                                                                                                                                                            Stjórn UMFÞ ákveður að leitast eftir viðræðum um samstarfssamning.
  2. Fjölskylduhátíð í Vogum.                                                                                                                                                                                                              Hátíðin fór vel fram og félagið þakkar sveitarfélaginu og öðrum félagasamtökum gott samstarf. Hagnaður af fjáröflunum var töluvert minni en árin áður.
  3. Æfingar á Ásbrú.                                                                                                                                                                                                                    Yngriflokkar Þróttar æfa í knatthöllinni á Ásbrú í vetur. Framkvæmdastjóra falið að leita til bæjaryfirvalda varðandi fjármögnun æfinga.
  4. Aðstaða og skrifstofa UMFÞ.                                                                                                                                                                                                            Stjórn sammála að leita eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna aðstöðuleysi.
  5. Þjálfaramál og vetrarstarf 19/20.                                                                                                                                                                                                      Farið yfir þær greinar sem í boði verða í vetur og þjálfarar kynntir til leiks. Breytingar verða á afslætti æfingagjalda og æfingagjöld standa í stað. Skráningar fara fram í gegnum Nóra í fyrsta sinn.

Önnur mál.

Slitið 19:05