All Posts By

a8

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í kvöld

Með | Fréttir

Alla tíð hefur Þróttur alið af sér hugsjónafólk sem á sér drauma um að koma félaginu í fremstu röð.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í kvöld. Haukur Harðarson verður áfram formaður deildarinnar. Marteinn Ægisson, Davíð Arthur og Veigar Guðbjörnsson gáfu ekki kost á sér aftur.

Í þeirra stað koma Davíð Harðarson, Kristinn Sveinsson og Friðrik Árnason varamaður #fyrirVoga

Petra Ruth nýr formaður UMFÞ

Með | Fréttir

Petra Ruth Rúnarsdóttir nýr formaður UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar, UMFÞ, í Vogum fór fram á miðvikudagskvöld. Baldvin Hróar Jónsson bauð sig ekki fram eftir tveggja ára setu sem formaður. Hann verður þrátt fyrir það áfram í stjórn félagsins. Petra Ruth var því sjálfkjörinn formaður. Petra er með Bs gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifast sem IAK einkaþjálfari í vor. Petra starfar í dag sem sérkennari á leikskóla.
Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á árinu, þá varð hagnaður á árinu. Meirihluti hagnaðar er tilkomin að mestu vegna öflugra styrktaraðila, aðhaldsaðgerða, fjölgun iðkenda, HM framlags frá KSÍ og einnig hefur gengið betur að innheimta æfingagjöld eftir að stjórn gerði breytingar á innheimtu og skráningu.
Sjá alla fréttina hér: http://www.vf.is/frettir/petra-ruth-runarsdottir-nyr-formadur-umfth/86583?fbclid=IwAR0QuNCH9VPjqRTQnqzX7EUfvzTDAOBLhzDsYXHmdNFtO5-FfColT_iKXjw

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Með | Fréttir

Þarftu nýja búninginn fyrir sumarið eða viltu kaupa Þróttarapeysu ?

Tilefni þess að Þróttarar eru komnir í Jakó þá verður hægt að mæta í mátun og kaupa nýja búninginn í Íþróttamiðstöðinni Vogum, föstudaginn 1. mars milli klukkan 16:00 til 19:00.

Hvetjum alla foreldra að spara sér sporin og nýta sér þessa frábæru þjónustu í boði Jakó ! ⚽️???

Það eru allir velkomnir.

Ný heimasíða !!!

Með | Fréttir

Við leitum að einum til tveimur Þróttara-fréttamönnum til að skrifa inn fréttir á nýja heimasíðu félagsins og halda henni lifandi í hverri viku.

Ein til þrjár fréttir á viku.

Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á Þrótti, sé duglegur að vera í sambandi við alla þá aðila sem sinna verkefnum fyrir félagið. Þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa gott vald á íslensku máli.

Nánari upplýsingar veitir Marteinn, í síma 892-6789 eða í tölvupósti marteinn@throttur.net

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum

Með | Fréttir

Afmælismót JSÍ fór fram á dögunum og Þróttarar voru grjótharðir eins og alltaf.

Úrslit:

Dr. U13 -34 (3) 
2. Gabríel Reynisson

Dr. U13 -38 (3)
2. Bragi Hilmarsson

Dr. U13 -42 (6)
1. Keeghan Kristinsson
3. Alex Skúlason

Dr. U13 -46 (5)
4. Alexander Guðmundsson

Dr. U15 -55 (3)
2. Patrekur Unnarsson

Dr. U15 -81 (2)
2. Jóhann Jakobsson

Þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið

Með | Fréttir

Fyrirtæki og einstaklingar. Miklar þakkir til ykkar sem hafið styrkt félagið með þessum hætti

Þróttarar tæmdu gáminn á dögunum og er nóg pláss í honum. Fyrir ykkur sem eruð að taka til í geymslum þessa helgina þá minnum við ykkur á gáminn sem er til þágu barna og unglingastarfs hjá UMFÞ.

Góðu helgi.

Við erum að safna liði fyrir næsta sumar

Með | Fréttir

Við erum að safna liði fyrir næsta sumar ???

Leitum að hressum aðila (karl eða kona) til að taka að sér að vera búningastjóri meistaraflokks Þróttar næsta sumar.

Lýsing: Að gera keppnisbúninga tilbúna og búningsklefa klára fyrir alla leiki liðsins áður en leikmenn mæta á svæðið og vera hluti af þjálfarateyminu á meðan leik stendur.

Það er gefandi að taka þátt í svona starfi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að hafa samband við okkur.

haukur@throttur.net
marteinn@throttur.net

Aðalfundur Þróttar

Með | UMFÞ

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar í Álfagerði kl.18:30

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Formaður félagsins setur fundinn
-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari
-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2018 lagður fram til samþykktar
-Kosning formanns og stjórnarmeðlima
-Önnur mál

Látum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2018 eru með atkvæðisrétt á fundinum.
Stefnan er sett á að vígja nýja heimasíðu Þróttar sama dag.

Kveðja, stjórn UMFÞ.