
Föstudaginn 5. mars fer fram árleg bíóferð fyrir alla iðkendur Þróttar.
Sambíó Reykjanesbæ og foreldrar sjá um samgöngur.
Þjálfarar halda utan um skráningar og fara með iðkendum í bíó.
Verð: bíómiði, miðst. popp og gos/safa á kr. 1.300,-
640289-2529 0157-05-410088
Greiða þarf fyrir 3. mars.
Mynd: Raya og Síðasti Drekinn og hefst kl.17:15 – Mæting 16:45.
Foreldrafundir fyrir komandi stærri mót ársins fara fram á næstu dögum.
Þjálfarar eru á fullu að undirbúa foreldrafundi fyrir komandi stærri mót ársins. Hver fundur er áætlaður í 30 mínútur og verður óskað eftir tveimur til að halda utan um foreldraráð í hverjum flokki. Hlutverk foreldraráðsins er að skipuleggja hvert mót, virkja sem flesta foreldra, finna fararstjóra og halda utan um flokkinn.
Minnum á mikilvægi þess að foreldri frá hverju barni mætir á fund. Fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler.
7. fl kk: Er í skoðun.
7. fl kvk: Ákveðið að fara með þær á Símamótið.
6. fl kk: Sem fyrr verður farið á Orkumótið í Eyjum. Skráning og staðfestingargjald frágengið.
6. fl kvk: Er í skoðun.
5. fl kk: Sem fyrr verður farið á N1 mótið Akureyri.Skráning og staðfestingargjald frágengið.
5. fl kvk: Ákveðið að fara á TM mótið í Eyjum með fyrirvara um ákvörðun foreldra. Símamótið er til vara. Skráning og staðfestingargjald frágengið til Eyja.
4. fl kk & kvk. Þátttaka í Íslandsmóti.
Sund: Akranesleikar eru í skoðun.
Júdó: Er í skoðun.
ÁFRAM ÞRÓTTUR !!!