Árleg bíóferð föstudaginn 5. mars – Foreldrafundir fara í gang fyrir stærri mót ársins á næstu dögum. Allar upplýsingar í frétt. 

Með febrúar 17, 2021 Fréttir

Föstudaginn 5. mars fer fram árleg bíóferð fyrir alla iðkendur Þróttar. 

 
Sambíó Reykjanesbæ og foreldrar sjá um samgöngur. 
Þjálfarar halda utan um skráningar og fara með iðkendum í bíó. 
 
Verð: bíómiði, miðst. popp og gos/safa á kr. 1.300,-  
640289-2529 0157-05-410088 
Greiða þarf fyrir 3. mars. 
Mynd: Raya og Síðasti Drekinn og hefst kl.17:15 – Mæting 16:45. 
 

Foreldrafundir fyrir komandi stærri mót ársins fara fram á næstu dögum. 

 
Þjálfarar eru á fullu að undirbúa foreldrafundi fyrir komandi stærri mót ársins. Hver fundur er áætlaður í 30 mínútur og verður óskað eftir tveimur til að halda utan um foreldraráð í hverjum flokki. Hlutverk foreldraráðsins er að skipuleggja hvert mót, virkja sem flesta foreldra, finna fararstjóra og halda utan um flokkinn. 
 

Minnum á mikilvægi þess að foreldri frá hverju barni mætir á fund. Fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler. 

 
 
7. fl kk: Er í skoðun. 
7. fl kvk: Ákveðið að fara með þær á Símamótið. 
6. fl kk: Sem fyrr verður farið á Orkumótið í Eyjum. Skráning og staðfestingargjald frágengið. 
6. fl kvk: Er í skoðun. 
5. fl kk: Sem fyrr verður farið á N1 mótið Akureyri.Skráning og staðfestingargjald frágengið. 
5. fl kvk: Ákveðið að fara á TM mótið í Eyjum með fyrirvara um ákvörðun foreldra. Símamótið er til vara. Skráning og staðfestingargjald frágengið til Eyja. 
4. fl kk & kvk. Þátttaka í Íslandsmóti. 
Sund: Akranesleikar eru í skoðun. 
Júdó: Er í skoðun. 
 
ÁFRAM ÞRÓTTUR !!!