Andri Már Hermannsson í Þrótt Vogum.

Með febrúar 19, 2020 Fréttir

Andri Már nýr leikmaður Voga Þróttara.

Þróttarar hafa samið við Andra Má Hermannsson til tveggja ára og mun því Andri spila með Þrótti í 2. deildinni næsta sumar. Andri er 26 ára gamall og hefur leikið með Aftureldingu síðustu árin.

Andri á að baki 50 leiki í tveimur efstu deildunum með Fylki, Selfoss, KF og Gróttu.

Andri hefur verið að æfa með Þrótti að undanförnu og var í liði Þróttar sem lagði Njarðvík í leik um þriðja sætið í fótboltanetmótinu.

Við bjóðum Andra velkominn í Þróttafjölskylduna á Vatnsleysuströndinni.

Hinn efnilegi Tómas skrifar sömuleiðis undir tveggja ára samning.

Tómas Hafberg er 19 ára ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Víkingi Reykjavík. Tommi eins og við köllum hann spilar sem bakvörður og hefur verið fastamaður í sterkum 2. flokki Víkings síðustu árin.

Við bjóðum Tómas velkominn í samfélagið í Vogum og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar á Vogaídýfuvelli.