
Þjálfarar hafa unnið algjört þrekvirki undanfarna tvo daga við að teikna upp starfið til 16. apríl og eiga hrós skilið. Við sama tilefni hafa þjálfarar uppfært allar áætlanir og því biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler og hópsíðum sinna iðkenda.
Athygli er vakin á því að á öllum æfingum til 16. apríl verða ekki fleiri en 10 manns, áhersla verður lögð á 2 metra á milli og ekki verður notaður sameiginlegur búnaður.