Æfingar í barna og unglingastarfi UMFÞ hefjast á morgun fimmtudaginn 8. apríl og verða með eftirfarandi hætti til 16. apríl – Forráðamenn eru beðnir að fylgjast með skilaboðum frá þjálfurum.

Með apríl 7, 2021 Fréttir

Athygli er vakin á því að á öllum æfingum til 16. apríl verða ekki fleiri en 10 manns, áhersla verður lögð á 2 metra á milli og ekki verður notaður sameiginlegur búnaður. 

„Samkvæmt reglugerð nr. 321, 5. grein Íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.“Það er því heimilt að vera með æfingar ef þau viðmið eru virt sem fram koma í reglugerðinni, þ.e. fjöldi takmarkast við 10 í sótthólfi, 2 metra reglan virt, enginn sameiginlegur búnaður.“

(Frá ÍSÍ) Æfingar félaga:Á fundi ÍSÍ og sérsambanda fyrr í dag kom fram að miðað við reglugerð heilbrigðisráðherra eru æfingar heimilar svo fremi sem ákvæði um nándarmörk (2m), hámarksfjölda (hámark 10 í hverju sótthólfi) og um engan sameiginleg búnað/snertifleti séu virt. Rétt er að árétta að miðað við svör ráðuneytisins er bolti sameiginlegur búnaður og því er ekki heimilt að nota sameiginlegan bolta eins og staðan er núna.Styrktarþjálfun í eigin sal er heimil ef þau ákvæði sem hér eru nefnd að framan eru virt.

Ungmennafélagið Þróttur sendi Sveitarfélaginu Vogum erindi varðandi aðgengi að íþróttamannvirkjum. Erum að bíða eftir svari, okkur þykir líklegt að heimildin verði fyrst og fremst nýtt fyrir eldri iðkendur.

Af þeim sökum munu æfingar fara fram í Aragerði, Skólalóðinni, Sparkvelli og á öðrum grænum svæðum í Vogum hjá yngri flokkum þangað til annað kemur í ljós.  Eingöngu skráðir iðkendur í Nóra hafa heimild til að mæta á æfingar og ekki verður hægt að prófa æfingar hjá félaginu í apríl.

Við hjá Þrótti búum svo vel að það eru færri en 10 iðkendur í öllum flokkum. Allir flokkar í öllum greinum æfa einu sinni til tvisvar í viku til 16. apríl.

Þjálfarar félagsins senda forráðamönnum skipulagið í kvöld og því biðjum við forráðamenn að fylgjast vel með öllum tilkynningum inná Sportabler. Verklagið verður endurskoðað í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda þann 15. apríl.  Þar sem foreldrar þurfa fylgja iðkendum í íþróttaskóla barna á laugardögum verður ekki hægt að byrja með íþróttaskólann. Vogaþrek Þróttar verður áfram í hléi.

Æfingatímar verða 40 til 50 mín langir, búningsklefar eru bannaðir og því verða iðkendur að mæta tilbúnir til leiks. Iðkendur í sundi og júdó eru að fara mæta í almenna hreyfingu hjá sínum þjálfurum. Þjálfarar taka á móti iðkendum við anddyri íþróttamiðstöðvar þar sem æfingar fara fram utandyra. Muna klæða sig eftir veðri.