Æfingar byrja á morgun !

Með maí 3, 2020 Fréttir
Eftir langa bið fara hefðbundnar æfingar aftur af stað mánudaginn 4. maí. Um leið og æfingar fara í hefðbundið horf eru þjálfarar meðvitaðir um það að hættan af faraldrinum er ekki liðin hjá og viljum við tryggja að öllum líði vel og hlakki til að koma á allar æfingar.

Tilfinningin að fara heim eftir góða æfingu er frábær, eykur sjálfstraust og vellíðan bæði hjá iðkendum og þjálfurum.

Breyttir tímar hafa kennt þjálfurum og iðkendum að bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun.

Mikið verður lagt upp með jákvæða upplifun. Brosum og hrósum liðsfélögunum í stað þess að gefa fimmu eða faðma, bíðum með það aðeins lengur.

Samvinnan hefur sjaldan verið mikilvægari.

1. Vertu heima ef þú ert með flensu-einkenni.
2. Þvoðu þér vel um hendurnar fyrir æfingu.
3. Komdu tilbúin/n í fötum og með reimaða skó á æfingar. Sama gildir um júdó.
4. 2 Metra reglan. Virtu hana eins og hægt er.
5. Brostu til liðsfélaga og þjálfara í stað handabands.
6. Ekki hrækja á æfingum eða vallarstæðinu.
7. Hafðu gaman að því að vera á æfingu og njóttu þess að vera í íþróttum.
8. Þvoðu þér vel um hendurnar eftir æfingu.

Við minnum á heimasíðu Þróttar, þar er að finna upplýsingar og nýja æfingatöflu. Einnig er hægt að nálgast góðar upplýsingar á heimasíðu UMFÍ.is varðandi hvað má í íþróttum vegna Covid.

Áfram Þróttur..