Æfingagjöld og félagsgjöld. Til skráðra félagsmanna í Ungmennafélaginu Þrótti

Með ágúst 5, 2017 UMFÞ

Til skráðra félagsmanna í Ungmennafélaginu Þrótti

Nú hafa innheimtukröfur félagsgjalda fyrir árið 2017 verið send út og í samræmi við ákvörðun aðalfundar UMFÞ sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið áfram 1500kr OG BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka félagsmanna.

Hafi félagsmenn EKKI fengið kröfu í heimabanka þá er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti á throttur@throttur.net.

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum fyrir áramót sl, janúar, febrúar,mars, apríl og maí og í sumar að ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband og senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Greiða þarf elsta greiðsluseðil.