
Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar í félagsherbergi UMFÞ kl.18:30 Vogabæjarhöllinni.
Samkomutakmarkanir: Þeir félagar sem vilja fylgjast með og taka þátt í fundinum þurfa að senda tölvupóst á throttur@throttur.net fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 25. feb. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
-Formaður félagsins setur fundinn
-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari
-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2020 lagður fram til samþykktar
-Kosning formanns og stjórnarmeðlima
-Ákveðið félagsgjald
-Önnur mál
Látum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net
Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2020 eru með atkvæðisrétt á fundinum.