
Nokkrar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins á aðalfundi UMFÞ sem haldin var miðvikudaginn 1. mars.
Fram kom í ávarpi formanns að ársreikningur sýnir stærð Ungmennafélagsins en það væri með veltu uppá 74 m.kr og þar af var knattspyrnudeild með um 31 m.kr veltu. Einnig sagði Petra formaður að Þróttur sé stórt og fyrirferðarmikið í samfélaginu og ef til vill upplifa einhverjir félagið vera með frekju og tilætlunarsemi. En þegar standa þarf undir væntingum sem til félagsins eru gerðar og sinna því mikilvæga starfi sem hér fer fram er það nauðsynlegt til að allt gangi upp sagði hún að lokum og minnti á mikilvægi þess að félagsmenn Þróttar, standi saman og vinni saman að framgangi félagsins. Petra fór víða við í starfsemi félagsins og hægt er að nálgast skýrslu stjórnar í frétt frá 1. mars sl. á heimasíðu félagsins.
Petra kom inná störf sjálfboðaliðans í ræðu sinni. Sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagið hefur fækkað eftir heimsfaraldur en á sama tíma eru kröfur sem samfélagið setur á félagið að aukast. Hefur félagið miklar áhyggjur af þróun málum þrátt fyrir öflugt fólk sem heldur uppi starfsemi félagsins í dag.
Stjórn UMFÞ.
Petra Ruth formaður.
Reynir Emilsson til eins árs.
Bergur Álfþórsson til tveggja ára.
Berglind Petra Gunnarsdóttir til eins árs.
Stefán Harald til tveggja ára.
Sólrún Ósk Árnadóttir varamaður til tveggja ára.
Kristinn Guðbjartsson varamaður til eins árs.
Undir liðnum önnur mál óskaði gestur fundarins Lárus B. Lárusson í stjórn UMFí eftir að fá orðið. Lárus þakkar UMFÞ fyrir góð störf og bar kveðjur frá stjórn UMFÍ. Lárus fór víða sínu máli og sagði frá starfi UMFÍ. Gunnar Helgason fékk sömuleiðis orðið og þakkaði fyrir sig en hann var að láta af stjórnarsetu eftir áratuga sjálfboðaliðastarf í hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir UMFÞ.Gunnar sagði að það væri ekki hægt að bera saman starfið í dag og þegar hann byrjaði að vinna fyrir félagið 12 ára gamall 1985. Gunnar sagði að velta félagsins sýnir umfangið, 74 m.kr segir allt sem segja þarf og þetta sé fyrir utan rekstur íþróttamiðstöðvar. Kröfurnar á félagið séu miklar og það þarf að styðja vel við Þrótt. Það sé góður tími til að hætta núna, félagið sé í frábærum málum, framtíðin er björt og gott fólk halda utan um stjórnartaumana sagði hann í lok ræðu sinnar.
Í lok fundar þakkaði Petra Ruth Rúnarsdóttir nýendurkjörin formaður fráfarandi stjórnarliðum fyrir þeirra góðu störf í gegnum tíðina. Að því loknu sleit hún aðalfundinum.
Með því að smella á link er hægt að lesa fundargerð aðalfundar UMFÞ 2023.
Fundargerð aðalfundur UMFÞ 1. mars 2023