
Aðalfundur KND fór fram í gærkvöldi.
Fram kom í skýrslu formanns að síðasta ár hafi verið skemmtilegt, lærdómsríkt og gefandi. Deildin fór í miklar aðhaldsaðgerðir fyrir sumarið. Ekki var hægt að halda lokahóf félagsins um haustið og varð félagið af miklum tekjum vegna áhorfendabanns og annara ástæðna tengt heimsfaraldri.
Mikil stemmning skapaðist á leikjum liðsins og besti árangur í sögu félagsins varð niðurstaðan. Hermann Hreiðarsson tók við af Brynjari Gestssyni í upphafi móts.
Knd sér um rekstur á knattspyrnusvæðinu, félagsstarfið á laugardögum og meistaraflokk Þróttar í knattspyrnu. Einnig kom deildin að hinum ýmsu verkefnum tengt félaginu. Þrátt fyrir erfitt rekstrarár í miðjum heimsfaraldri skilaði deildin hagnaði um rúmar 70.þús kr.
Breytingar urðu á stjórn:
Haukur Harðarson bauð sig ekki fram aftur eftir tveggja ára setu sem formaður deildarinnar og var hann tvö ár áður sem stjórnarmaður hjá deildinni.
Gunnar J. Helgason bauð sig fram til formanns og var sjálfkjörin.
Guðmann Rúnar Lúðvíksson kom inn sem nýr stjórnarmaður og Hannes Smárason var endurkjörin. Friðrik V. Árnason verður varamaður í stjórn.
Sjálfboðaliðar, styrktaraðilar, Binni Gest, Haukur Harðarson, aðalstjórn fengu mikið þakklæti fyrir gott samstarf á síðasta ári.