Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar Vogum fer fram miðvikudaginn 24. febrúar nk.

Með febrúar 1, 2021 Fréttir, UMFÞ

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar klukkan 18:30 og fer fram í Vogabæjarhöllinni í félagsherbergi Þróttar.

Knattspyrnudeild Þróttar rekur meistaraflokk félagsins í knattspyrnu, Getraunadeild félagsins og kemur að hinum ýmsu verkefnum í samstarfi við aðalstjórn félagsins.

Samkomutakmarkanir: Þeir félagar sem vilja fylgjast með og taka þátt í fundinum þurfa að senda tölvupóst á throttur@throttur.net fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 24. feb. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala.

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stjórn.
5. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Hauk Harðarson í síma 777-0491.

Þrír eru í stjórn deildarinnar og einn varamaður.
Vonumst til að sjá sem flesta !!!

Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.