Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í gærkvöldi – Tap varð á rekstri deildarinnar – Þróttur Vogum er gott samfélag, samheldni og gleði.

Með febrúar 28, 2023 Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í gærkvöldi. 

Sjálfkjörið var í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og er stjórn deildarinnar þannig skipuð. 

Stjórn: 

Gísli Sigurðarson formaður. 

Hannes Smárason. 

Samúel Drengsson. 

Formaður KND fór yfir starfsemi deildarinnar, umfang og helstu verkefni á síðasta ári. Tap varð á rekstri deildarinnar 1,5 m.kr – Formaður fór yfir Lengjudeildarárið, þjálfaramál, leikmannamál, vallarumsjón, markmið næsta sumars og fleiri mál. Formaður biðlaði til fundargesta að taka þátt í starfinu og að sjálfboðaliðar væru lífæð félagsins. Meistaraflokkur stofnaði til á sínum tíma #fyrirVoga sem þýðir gott samfélag, samheldni og gleði. Þetta er það sem Þróttur Vogum stendur fyrir voru lokaorð formanns. 

Það voru góðar og fjörlega umræður um ársreikning og önnur mál félagsins. Ferðakostnaður og leiga á æfingaaðstöðu yfir veturinn munu hækka umtalsvert á þessu ári. Deildin stefnir á að taka ekki inn neina erlenda leikmenn í ár og er verið að byggja upp nýtt lið frá grunni, gengur sú vinna afar vel að mati stjórnar..