
Fimm konur sitja í stjórn Þróttar Vogum
Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum en aðalfundur félagsins fór fram 27. febrúar. Fram kom í máli Petru að hennar fyrsta ár sem formaður félagsins hefði verið gefandi og lærdómsríkt. Kvenfólk er í meirihluta í stjórn og varastjórn. Félagið ætlar sér stærri hluti á næstu árum og meðalannars sækja um landsmót UMFÍ 50+ árið 2022. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga kom inná í ræðu sinni að Ungmennafélagið Þróttur skiptir samfélagið miklu máli í Vogum, félagið væri að standa sig vel í sínum störfum. Samstarfið milli bæjaryfirvalda og stjórnenda UMFÞ væri gott þar sem allir eru að gera sitt besta. Tap varð á rekstri félagsins 1,8 milljón. Félagið hagnaðist 2018 á þátttöku Íslands í knattspyrnu og voru peningarnir notaðir til kaupa á nýrri heimasíðu auk annara styrkingar á innviðum félagsins í tengslum við skráningarkerfi. Auk þess var stöðugildi framkvæmdastjóra á skrifstofu hækkað frá og með 1. júlí sl. Auk Petru í stjórn Þróttar er stjórnin eftirfarandi. Katrín Lára Lárusdóttir, Reynir Emilsson, Jóna K. Stefánsdóttir, Davíð Hanssen. Varamenn eru, Sólrún Ósk Árnadóttir og Birgitta Ösp Einarsdóttir.