40 manns styrktu félagið í leik á Facebook.

Með apríl 29, 2020 Fréttir

Kæru Þróttarar nær og fjær.

Ungmennafélagið þakkar fyrir frábær viðbrögð við styrktarleik á Facebook sem fyrirliði meistaraflokks í knattspyrnu fór á stað með á dögunum og er enn í gangi.

Margt smátt gerir eitt stórt. Þegar þetta er skrifað  hafa safnast 140.000 krónur sem er algerlega stórkostlegt og þakkarvert.

Það eru 40 manns sem hafa tekið þátt í leiknum. Fyrrum formenn, brottfluttir Vogabúar sem voru samferða félaginu og fyrrum bæjarstjórinn Róbert Ragnarsson tók áskorun herra Þróttar og lagði sitt af mörkum. Fyrrum leikmenn, fyrirliðar, framkvæmdastjórar og miklu fleiri.

Við þökkum enn og aftur fyrir okkur og hvetjum fólk til að fara varlega og hlýða Víði.

Áfram Þróttur.