Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2023

Skráning á Smábæjarleika á Blönduósi 17. til 18. júní – Vinsamlegast ganga frá skráningu fyrir 3. júní – Leiðbeiningar.

Með | Fréttir

Kæru foráðamenn – Miklar þakkir fyrir foreldrafundinn þann 16. maí sl. Það var gott að heyra í ykkur og eiga samtalið fyrir komandi sumarmót. 

Við ætlum á Smábæjarleika á Blönduósi – Algjörlega ógleymanlegt fyrir krakkana og það besta er að við erum á sama tíma og glæsileg 17. júní skemmtun fer fram á Blönduósi…

Punktar frá mótshaldara og greiðsluupplýsingar… 

Spilað er á laugardag og sunnudag en tekið á móti liðinu föstudaginn 16. júní.

Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn Hvati mun kíkja við.

Á Blönduósi er ýmiss afþreying í boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Húnaskóla eru glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.

Þátttökugjald á hvern iðkanda er 13.000 kr fyrir 6. og 7.flokk en 6.000 kr fyrir iðkendur í 8.flokk þar sem aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim.

Skráningafrestur er til 20. maí. Gjaldið er 13.000 kr.

Þátttökugjald skal greiðast fyrir 2. júní inn á reikning 157-05-410088 kt. 640289-2529 best er að hver forráðamaður greiði þátttökugjaldið fyrir sitt barn hjá sér í einu lagi.

Innifalið í þátttökugjaldi:

Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.


Aðrir punktar: 

Það verða tveir þjálfarar frá Þrótti á svæðinu. 

Okkur vantar fararstjóra – Ef einhver hefur áhuga á að taka þetta verkefni að sér þá má hinn sami hafa samband við Martein starfsmann UMFÞ eða Emil þjálfara. 

Við höfum tekið frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir Voga-Þróttara.

Vinsamlegast staðfesta þátttöku og setja í athugasemd hvort það eigi að taka frá pláss á tjaldsvæðinu. 

8. flokkur 17:45 til 18:15 (Gistir ekki)

7. flokkur 18:20 til 18:50 (Vantar einn fararstjóra)

6. flokkur 19:00 til 19:30 (Vantar einn fararstjóra)

 

Ef það eru einhverjar spurningar, endilega heyrið í okkur – 892-6789. 

Ljósmyndari félagsins var á síðasta heimaleik – Fullt af kunnulegum andlitum og frábær mæting á völlinn eins og alltaf ! – Njótið vel – Fullt af myndum

Með | Fréttir

Við kunnum Nonna okkar frá Lindarbrekku miklar þakkir fyrir myndaveisluna frá því á laugardaginn. 

Einnig langar okkur að þakka sjálfboðaliðum fyrir hjálpina og hvetjum ykkur til að finna Nonna á Instagram og gera fallow. Minnum á næsta leik þegar fram fer toppbaráttuslagur í Vogunum þegar topplið 2. deildar verða á svæðinu. 

 

 

Sumarfagnaður Þróttar laugardaginn 27. maí – Glæsileg dagskrá frá morgni til kvölds – Landsmót 50+ fer fram í Vogum á næsta ári – Sigurhátíð !

Með | Fréttir

Kæru sveitungar & aðrir Þróttarar 

Tilefni þess að Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Vogum á næsta ári ætlar UMFÞ að fagna komu Landsmótsins með frábærum sumarfagnaði….

Klæðum okkur í liti félagsins og höfum gaman saman tilefni dagsins.

Dagskrá: 

  • 11 til 13- Hoppukastali.
  • 11 til 12- Kennsla í Boccia.
  • 13:30 til 14:30- Grillaðir burger og alvöru stemmning á pallinum fyrir leik (Skyggnir með bestu grillarana í Vogum og þó víðar væri leitað)
  • 14 til 16- Þróttur – KF í 2. deild karla og sláarkeppni í hálfleik.
  • 20 til 22- Pétur Jóhann með uppistand í Tjarnasal og miðasala í fullum gangi.

Yngriflokkar í fótbolta verða á Vormóti Þróttar Reykjavík sama dag – Leiktímar liggja fyrir á fimmtudaginn.

Við ætlum að fagna komu Landsmóts 50+ 2024 í Vogum. Hvetjum alla Þróttara til að sækja sama mót í Hólminum 23. -25. júní nk. Eitthvað fyrir alla !

Þróttur – KFA 13. maí – Myndaveisla –

Með | Fréttir

Ljósmyndari félagsins mætti á svæðið og tók myndir í rigningunni. Það vakti mikla athygli að KFA spilaði í varabúningum Þróttara þar sem dómarar leiksins gáfu ekki grænt ljós á aðalbúninga þeirra fyrir leikinn.

Leikurinn endaði 1:1 og sem fyrr þökkum við öllum fyrir góða mætingu á leikinn sem og sjálfboðaliða.

Myndir: Jón Þorkell Jónasson 

 

Þróttur Vogum mun fjölmenna á Smábæjarleika 17. & 18. júní – Foreldrafundur þriðjudaginn 16. maí –

Með | Fréttir

Kæru foráðamenn.

Við setjum stefnuna á að fjölmenna á Smábæjarleika og biðlum til alla til að taka þátt í þessu einstaka verkefni með okkur í sumar – Algjörlega ógleymanlegt fyrir krakkana og það besta er að við erum á sama tíma og glæsileg 17. júní skemmtun fer fram á Blönduósi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við erum að æfa og stunda íþróttir.

Punktar frá mótshaldara … 

Spilað er á laugardag og sunnudag en tekið á móti liðinu föstudaginn 16. júní.

Kvöldvakan verður á sínum stað í íþróttahúsinu og ísbjörninn Hvati mun kíkja við.

Á Blönduósi er ýmiss afþreying í boði fyrir fjölskyldufólk. Á lóð Húnaskóla eru glæsileg leiktæki og sundlaugin í næsta nágrenni sem er ein sú glæsilegasta á landinu.

Þátttökugjald á hvern iðkanda er 13.000 kr fyrir 6. og 7.flokk en 6.000 kr fyrir iðkendur í 8.flokk þar sem aðeins er spilað á laugardeginum hjá þeim.

Skráningafrestur er til 20. maí. Gjaldið er 13.000 kr.

Þátttökugjald skal greiðast fyrir 2. júní inn á reikning 157-05-410088 kt. 640289-2529 best er að hver forráðamaður greiði þátttökugjaldið fyrir sitt barn hjá sér í einu lagi.

Innifalið í þátttökugjaldi:

Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Aðrir punktar: 

Við höfum tekið frá pláss á tjaldsvæðinu fyrir Voga-Þróttara.

Láta Emil vita ef einhver hefur áhuga á fararstjórn.

Foreldrafundur fer fram þriðjudaginn 16. maí nk. Fundurinn fer fram í félagsherbergi Þróttar á þriðju hæð.

8. flokkur 17:45 til 18:15

7. flokkur 18:20 til 18:50

6. flokkur 19:00 til 19:30.

Sjámust eldhress.

 

Yngriflokkar í knattspyrnu sumarið 2023 – Mótamál & æfingatímar.

Með | Fréttir
Kæru forráðamenn – Þá liggur fyrir endanleg niðurröðun móta í sumar og sumar-æfingataflan mun taka breytingum mánudaginn 5. júní. Sjá æfingatíma neðst í fréttinni.
Vormót Þróttar Reykjavík. 
Laugardagur 27. maí
  • 7. flokkur Sameiginlegt
  • 6. flokkur Sameiginlegt
Sunnudagur 28. maí
  • 8. flokkur drengja Sameiginlegt

Smábæjaleikarnir 2023 17-18 júní.

  • (Foreldrafundur í næstu viku) Við birtum tilkynningu á föstudaginn ! 
  • 8. flokkur 17. júní – 7, & 6, flokkar 17. og 18. júní.

Heimsókn 12. til 16. júlí (Ætlum ekki að gista og heimsókn til annars félags á þessum tíma)

Hamingjumót Víking 12. ágúst – 8, 7, & 6, flokkar. 

Weetosmótið 27. & 28. ágúst – 8, 7, & 6, flokkar. 

Lokahóf yngriflokka fer fram í september og stefnan sett á að fjölmenna á landsleik í knattspyrnu – Áfram Ísland.

Æfingar yngriflokka í sumar: Við förum eftir töflunni sem er nú þegar í gildi fram að 5. júní. Þá breytast æfingatímar „sjá neðan“

6, flokkur: 3-4 bekkur

Mánudagar, þriðjudagar & fimmtudagar 7, kl. 15:00 til 16:15

7, flokkur: 1-2 bekkur

Mánudagar, þriðjudagar & fimmtudagar 7, kl. 16:15 til 17:30

8, flokkur:

Er verið að vinna að því að bæta við einni æfingu og skýrist á næstu dögum.

 

 

 

 

 

 

Haukar – Þróttur V, 5. maí 2023 Myndaveisla.

Með | Fréttir

Jón Þorkell Jónasson ljósmyndari félagsins var á svæðinu í kvöld og smellti af nokkrum myndum. Þrátt fyrir tap í kvöld þá var margt jákvætt við þetta og sérstaklega frábær stuðningur áhorfenda sem sem sýnir að við eigum bestu stuðningsmannasveitina !

Sundnámskeið fyrir leikskólabörn

Með | Fréttir

Sundnámskeið verður fyrir börn á leikskólaaldri vorið 2023.

Markmið á námskeiðinu er að börnin aðlagist vatninu og finni fyrir öryggi í vatninu. Einnig verður farið í helstu sundtökin. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2017 og 2018.

Hámarksþátttaka 10 börn – Tveir hópar og því getum við tekið á móti 20 börnum.

Þjálfari: Sólrún Ósk Árnadóttir…

Verð: 10.900 kr.

Fyrri tími 17:00-17:45 og seinni tími frá 17:45-18:30.

Börn fædd 2017 og hefja skólagöngu í haust fá forgang á námskeiðið til 4. maí. Við opnum fyrir börn fædd 2018 kl. 14:00 4. maí. 

Skráning fer fram á heimasíðu félagsins.

Umhverfisdagur Þróttar og skiltadagur – UMFÞ tekur til í nærumhverfi sínu laugardaginn 6. maí nk.

Með | Fréttir