Mánaðarlega Skjalasafn

febrúar 2023

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í gærkvöldi – Tap varð á rekstri deildarinnar – Þróttur Vogum er gott samfélag, samheldni og gleði.

Með | Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar fór fram í gærkvöldi. 

Sjálfkjörið var í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og er stjórn deildarinnar þannig skipuð. 

Stjórn: 

Gísli Sigurðarson formaður. 

Hannes Smárason. 

Samúel Drengsson. 

Formaður KND fór yfir starfsemi deildarinnar, umfang og helstu verkefni á síðasta ári. Tap varð á rekstri deildarinnar 1,5 m.kr – Formaður fór yfir Lengjudeildarárið, þjálfaramál, leikmannamál, vallarumsjón, markmið næsta sumars og fleiri mál. Formaður biðlaði til fundargesta að taka þátt í starfinu og að sjálfboðaliðar væru lífæð félagsins. Meistaraflokkur stofnaði til á sínum tíma #fyrirVoga sem þýðir gott samfélag, samheldni og gleði. Þetta er það sem Þróttur Vogum stendur fyrir voru lokaorð formanns. 

Það voru góðar og fjörlega umræður um ársreikning og önnur mál félagsins. Ferðakostnaður og leiga á æfingaaðstöðu yfir veturinn munu hækka umtalsvert á þessu ári. Deildin stefnir á að taka ekki inn neina erlenda leikmenn í ár og er verið að byggja upp nýtt lið frá grunni, gengur sú vinna afar vel að mati stjórnar.. 

 

 

Þróttur Vogum hefur endurnýjað umsókn sína – Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024 í Vogum ???

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur sótti um að fá að halda Landsmót 50+ í Vogum árið 2022. Þar sem heimsfaraldur skall á féll niður allt mótahald. 

Stjórn UMFÞ ákvað því á fundi sínum í júní á síðasta ári að endurnýja umsókn sína og stefnir á að fá Landsmót 50+ í Voga árið 2024. 

Landsmót UMFÍ 50+ er mót sem haldið er árlega fyrir fólk yfir miðjum aldri. Mótið fór síðast fram í Borgarnesi í sumar og verður haldið í Stykkishólmi 2023.  

Þarna er að finna frábært tækifæri fyrir okkur til að vekja athygli á lýðheilsu og möguleikunum í okkar sveitarfélagi svo framarlega sem Þrótti verður úthlutað mótinu.

Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og alla eldri. Einstaka sinnum er opið í einstaka greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Ekki er krafa um að þátttakendur eru skráðir í ungmenna- eða íþróttafélag til að taka þátt í mótinu. 

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Fótboltabúðir Þróttar 18. & 19. febrúar – Þjálfari er Óskar Smári Haraldsson þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka hjá FRAM – Pizzaveisla og leikmenn meistaraflokks koma í heimsókn.

Með | Fréttir

Fótboltabúðir Þróttar fyrir stelpur & stráka.

Þjálfari og yfirumsjón fótboltabúða Óskar Smári Haraldsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram. óskar er einnig þjálfari 3, og 4, flokks hjá sama félagi.

Gestir: Leikmenn hjá meistaraflokki Þróttar.

Verð: 1500 kr.

Laugardaginn 18. febrúar.

1. bekkur – 2. bekkur

12:30 – 13:30 Æfing.
13:30 – 14:00 Nesti í boði Bláa lónsins.
14:00 – 14:45 Leikum okkur í fótbolta –

3. bekkur – 4. bekkur

15:00 – 16:00 Æfing.
16:00 – 16:30 Nesti í boði Bláa lónsins.
16:30 – 17:15 Leikum okkur í fótbolta – Leikmenn meistaraflokks.

Sunnudaginn 19. febrúar

1. bekkur – 2. bekkur

10:15 – 10:45 Æfing og leikmenn meistaraflokks koma í heimsókn.
10:45 – 11:15 Fótboltamót
11:30 – 12:00 Pizzaveisla

3. bekkur – 4. bekkur

11:30 – 12:00 Æfing og leikmenn meistaraflokks koma í heimsókn.
12:00 – 12:30 Fótboltamót
12:30 – 13:00 Pizzaveisla

Allir þátttakendur fá gjafabréf í lok fótboltabúða.

Skráning hefst á sportabler föstudaginn 10. febrúar – Verð: 1500 kr. 

Tímamót – Rafíþróttir hefja göngu sína – Opið hús hjá UMFÞ.

Með | Fréttir

Tímamót – Rafíþróttir hefja göngu sína… 

Verkefnið fór á stað 2020 er félagið fór á stað með ýmsar fjáraflanir til tækjakaupa. Haldin hafa verið pizzukvöld, Bumbuborgarar hafa verið með styrktarkvöld, fyrirtæki hafa komið að þessu með myndarlegum hætti, Rannís og Sveitarfélagið Vogar hafa einnig komið að þessu með fjárstuðningi. Á dögunum tókst loksins að fjármagna tækjakaup að fullu og hafa öflugir sjálfboðaliðar með Samúel Drengsson fremstan í flokki verið að setja upp nýja rafíþróttaaðstöðu UMFÞ í Vogabæjarhöllinni/íþróttahúsinu. Kann félagið öllum þessum aðilum miklar þakkir fyrir alla þessa ómetanlegu aðstoð frá því að verkefnið fór á stað fyrir þremur árum og til dagsins í dag. 

Við hvetjum alla bæjarbúa til að fjölmenna á opið hús þar sem mun fara kynning á rafíþróttum og gestir geta skoðað nýja aðstöðu UMFÞ. 

Strákalaus kynning hefst kl. 17:00 til 18:00 „Félagsmiðstöðin“

Opið hús fyrir alla hefst kl. 18:00 til 20:00. 

Opnum fyrir skráningar á heimasíðu Þróttar „sportabler“ uppi í hægra horninu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 10:00. 

Léttar veitingar fyrir gesti og við tökum vel á móti öllum. 

 

 

Fiskur í kassa – Árleg fjáröflun sem hefur slegið í gegn hjá Þrótti – Ýsubitar í raspi – Heimalagaðar fiskibollur – Saltfiskur – Risarækjur

Með | Fréttir

Þróttur Vogum í samstarfi við Norðanfisk !!!

Frábærar vörur á góðu verði (Sjá mynd) Pantanir fara fram hjá framkvæmdastjóra í síma 892-6789 eða netfangið throttur@throttur.net. Einnig taka stjórnarliðar niður pantanir.

Við keyrum út pantanir miðvikudaginn 15. febrúar milli klukkan 16:00 og 21:00. Brottfluttir Vogabúar og aðrir Þróttarar sem búa utan Voga á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Bíllinn verður á svæðinu milli klukkan 18:00 og 21:00.

Tökum á móti pöntunum til fimmtudagsins 9. febrúar. Reikningsupplýsingar eru: 640212-0390 (142-05-071070)

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar fer fram miðvikudaginn 1. mars – Hvetjum alla til að mæta !

Með | Fréttir

Aðalfundur UMFÞ verður miðvikudaginn 1. mars klukkan 18:30 í Vogabæjarhöllinni.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

-Formaður félagsins setur fundinn

-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari

-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram

-Skýrsla stjórnar

-Ársreikningur 2022 lagður fram til samþykktar

-Kosning formanns og annara stjórnarmeðlima

-Ákveðið félagsgjald

-Önnur mál

Látum íþróttamál og æskulýðsmál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net.

Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2022 eru með atkvæðisrétt á fundinum.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar fer fram þriðjudaginn 28. febrúar.

Með | Fréttir

AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN ÞRIÐJUDAGINN 28. FEBRÚAR KLUKKAN 18:30 OG FER FRAM Í VOGABÆJARHÖLLINNI Í FÉLAGSHERBERGI ÞRÓTTAR.
KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR REKUR MEISTARAFLOKK FÉLAGSINS Í KNATTSPYRNU, GETRAUNADEILD FÉLAGSINS, VALLARUMSJÓN OG KEMUR AÐ HINUM ÝMSU VERKEFNUM Í SAMSTARFI VIÐ AÐALSTJÓRN FÉLAGSINS.


Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stjórn.
5. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789. 

Þrír eru í stjórn deildarinnar og tveir varamenn.


Vonumst til að sjá sem flesta !!!


Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.