Mánaðarlega Skjalasafn

nóvember 2022

Jólahappdrætti Þróttar 2022- Vinningar frá Icelandair, Blush, Cintamani, Stracta, Hótel Keflavík og fleiri frábærir vinningar – ÁFRAM ÞRÓTTAR og styrkjum starfið með þessum hætti !

Með | Fréttir

Vinningaskráin er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar og verður endanleg 16. desember og staðfest í kjölfarið. 

Sala á miðum hófst og hægt verður að nálgast miða á skrifstofu félagsins. Einnig fer sala fram á netinu „samfélagsmiðlar“ Muna gera athugasemd með fjölda miða. 

Þann 16. til 19. desember ætlum við að ganga í hús í Vogum. Eins og allir vita er þetta mikilvægasta fjáröflun knattspyrnudeildar á hverju ári. Hvetjum við alla Þróttara og bæjarbúa til að styðja starfið með þessum hætti. 

 

Reikningsupplýsingar: 0142-05-071070 – 640212-0390. 

1X 1500 kr.

3X 3500 kr.

5x 5000 kr. 

10x 7500 kr. 

  1. Gjafabréf frá Icelandair 70. þús
  2. Cintamani gjafabréf 25. þús
  3. Gisting fyrir tvo á Stracta
  4. Gisting fyrir tvo á Hótel Keflavík
  5. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík
  6. Canon Pixma prentari frá Omnis Reykjanesbæ
  7. HP prentari frá Omnis Reykjanesbæ
  8. Þróttarabolli – bíómiðar frá Sambíó, glaðningur frá Hérastubb og sundkort í sundlaugar Hafnarfjarðar „ATH, verður að nálgast vinning 28. des. 
  9. Gjafabréf frá Hlaupár að upphæð 20þús
  10. Sérefni gjafabréf 20þús
  11. Sérefni gjafabréf 20þús
  12. Sérefni gjafabréf 20þús
  13. Jepplingur með ótakmörkuðum akstri og tryggingu í tvo daga frá Hertz
  14. Hafið fiskiverslun 5 þús
  15. Hafið fiskiverslun 5þús
  16. Hafið fiskiverslun 5þús
  17. Gjafabréf á Tapaz barinn – 10.000 kr. 
  18. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu
  19. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu
  20. Glaðningur frá Geo Silicia –
  21. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins
  22. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins
  23. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
  24. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
  25. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
  26. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
  27. Bíómiðar frá Laugarásbíó.
  28. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
  29. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
  30. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu
  31. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
  32. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
  33. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund
  34. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
  35. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
  36. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík
  37. Glaðningur frá Smassborgurum
  38. Glaðningur frá Smassborgurum
  39. BJB Hafnarfirði – Vörur og þjónusta 15þús
  40. BJB Hafnarfirði – Vörur og þjónusta 15þús
  41. BJB  Hafnarfirði – Vörur og þjónusta 15þús
  42. 900 Grillhús Vestmannaeyjar – Gjafabréf 10.000 kr. 
  43. 900 Grillhús Vestmannaeyjar – Gjafabréf 10.000 kr. 
  44. 900 Grillhús Vestmannaeyjar – Gjafabréf 10.000 kr. 
  45. 900 Grillhús Vestmannaeyjar – Gjafabréf 10.000 kr. 
  46. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
  47. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
  48. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð)
  49. Gjafabréf hjá Blush – 5000 kr. 
  50. Gjafabréf hjá Blush – 5000 kr. 
  51. Gjafabréf hjá Blush – 5000 kr. 
  52. Gjafabréf hjá Blush – 5000 kr. 
  53. Gjafabréf á KFC
  54. Gjafabréf á KFC
  55. Gjafabréf á KFC
  56. Gjafabréf á KFC
  57. Gjafabréf á KFC
  58. Bíómiðar í Sambíó
  59. Bíómiðar í Sambíó
  60. Bíómiðar í Sambíó
  61. Bíómiðar í Sambíó
  62. Árskort Gym heilsa – Vogum 29.900 kr. 
  63. Gym heilsa – Vogum 6 mánaðakort 19.990 kr. 
  64. Vorkort í Vogaþrek. 35000 kr. Gildir í janúar og til loka apríl 2023. 
  65. Mánaðarkort í Vogaþrek. 10900 kr. Gildir í janúar 2023.
  66. Mánaðarkort í Vogaþrek. 10900 kr. Gildir í janúar 2023.
  67. Sundlaugarkort í Íþróttamiðstöðinni Vogum.


Knattspyrnudeild Þróttar kann öllum styrktaraðilum miklar þakkir fyrir að styrkja félagið með þessum hætti. Einnig hvetjum við félagsmenn til að kynna sér starfsemi þessara fyrirtækja fyrir jólin. 

VIÐ drögum 21. desember á skrifstofu félagsins. 

Ungmennafélaginu bárust heillakveðjur og góðar gjafir tilefni 90 ára afmæli félagsins…..

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur fagnaði 90 ára afmæli í síðasta mánuði. Félagið var stofnað þann 23. október 1932 en alla tíð hefur verið mjög líflegt starf í félaginu. Starfsemin hefur verið í miklum blóma síðustu ár og er það m.a. að þakka uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Þannig eru rétt tæpir þrír áratugir síðan íþróttamiðstöð var opnuð í Vogum með sundlaug, parketlögðum íþróttasal og annari aðstöðu. Utan við íþróttamiðstöðina eru tveir knattspyrnuvellir þar sem Þróttur lék síðasta sumar í næstefstu deild en veran í þeirri deild á nýliðnu sumri er besti árangur sem Þróttur hefur náð í knattspyrnusögu félagsins. 

Félaginu bárust peningagjafir frá Kvenfélaginu Fjólu, Gullási og Sveitarfélaginu Vogum tilefni tímamótanna. Þá voru veitingar og hlaðborð í boði Hérastubbs bakara í Grindavík.

Mynd: Hilmar Bragi Víkurfréttir. 

Þróttmiklir í Vogum í 90 ár – Víkurfréttir (vf.is) Frétt Víkurfrétta og myndir frá hátíðarhöldum. 

Ávörp voru haldin á tímamótunum. Petra Rut Rúnarsdóttir, formaður UMFÞ, rakti sögu ungmennafélagsins í grófum dráttum og þá ávörpuðu Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, og Birgir Örn Ólafsson, formaður bæjarráðs, samkomuna. Það gerðu einnig Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, Rúnar Arnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og fyrrum stjórnarmaður KSÍ og Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður KSÍ. Að endingu kom Sóli Hólm og skemmti fólki með uppistandi og börn fengu andlitsmálningu í tilefni. 

 

 

Gunnar og Marteinn sæmdir silfurmerki KSÍ

Með | Fréttir

Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, veitti þeim Marteini Ægissyni og Gunnari J. Helgasyni silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf.

Stjórn félagsins óskar þeim félögum innilega til hamingju.

Fjölmargir aðilar fengu heiðursviðurkenningu fyrir að gera gott félag betra á 90 ára afmæli UMFÞ….

Með | Fréttir

Ungmennafélagið Þróttur Vogum fagnaði 90 ára afmæli á dögunum og eftirfarandi aðilar fengu heiðursviðurkenningu tilefni tímamóta.

Heiðursviðurkenningar innan UMFÞ.

Með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og gera gott félag betra.

Helgi Guðmundsson.

Júlía Halldóra Gunnarsdóttir.
Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir.

Kristján Árnason.

Önnur félagasamtök:

Með þökk fyrir vel unnin störf til þágu félagsins og varðveita sögu UMFÞ um
ókomna tíð. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar var stofnað 2003. Markmið þess er að viðhalda og
varðveita minjar í Vogum. 

Björgunarsveitin Skyggnir fyrir gott og öflugt samstarf. Auk þess að koma og aðstoða UMFÞ í viðburðahaldi og þegar á þarf að halda í öðrum verkefnum. 

Stjórn Þróttar óskar öllum þessum aðilum innilega til hamingju.