Mánaðarlega Skjalasafn

september 2022

Laust starf – Íþróttamiðstöðin – #FyrirVoga

Með | Fréttir

Þróttur auglýsir eftir að ráða til starfa einn karlkyns sundlaugarvörð í íþróttamiðstöð Vogum. Um er að ræða 80% starf þar sem unnið er í vaktavinnu 0g þarf viðkomandi að geta hafið störf 3.október.

Helstu verkefni eru:

• Öryggisgæsla og eftirlit.
• Afgreiðsla og aðstoð við viðskiptavini.
• Þrif

Menntunar og hæfniskröfur:


• Gerð er krafa um að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt regluglerð nr 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
• Góð þjónustulund og færni í samskiptum.
• Hafa náð 18 ára aldri.
• Reyklaus.
• Hreint sakavottorð

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá með umsagnaraðilum og sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 2.október 2022. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ, netfang petra@throtturvogum.is

Leiklistarnámskeið – Tveir hópar – 13 – 15 ára & 16 – 99 ára

Með | Fréttir

Leiklistarnáamskeið hjá UMFÞ 3. október til 9. nóvember „8 skipti“ 

 

Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnatriði leiklistar og unnið með hugtök eins og spuna, hlustun, framsögn, samvinnu og leikræna tjáningu svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið með námskeiðinu er meðal annars að styrkja þætti eins og sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæmði, sjálfstæði, ábyrgðarkennd, ímyndunarafl, sköpunargáfu, umburðarlyndi og samkennd þátttakanda.

Námskeiðið verður krefjandi en um leið lifandi og skemmtileg fyrir unga sem aldna.

Kennari:

Ingi Hrafn útskrifaðist sem leikari og leikhúsfræðingur frá Rose Bruford College í London. Auk þess lagði hann stund á leikræna tjáningu við Estonian Academy of Music and Theatre í Eistlandi.

Ingi Hrafn hefur tekið að sér að leika bæði í inn-og erlendum auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ber þar helst að nefna kvikmyndina FANGA, sænsku sjónvarpsþættina Gåsmamman, Makalaus, Óupplýst og Sönn íslensk sakamál. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum leiksýningum ásamt því að hafa leikstýrt, samið leikverk og skrifað barnabækur.

Heimasíða: www.ingihrafn.com
Æfingar fara fram á mánudögum í Álfagerði: 

13 – 15 ára klukkan 17:00 til 19:00.
16 – 99 ára klukkan 19:00 til 21:00.
 
Skráning hefst á heimasíðu félagsins 23. sept. 
 
Verð: 1932 kr. 
 
 

Þróttur – Þór Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir frá leik Þróttar & Þórs sem fram fór 3. september sl.

Myndir/ Guðmann Rúnar Lúðvíksson

 

Þróttur – KV Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir frá leik Þróttar & KV sem fram fór 27. ágúst sl.

Myndir/ Guðmann Rúnar Lúðvíksson

 

Vogaþrek Þróttar fyrir alvöru Þróttara – Alhliða líkamsrækt

Með | Fréttir

Vogaþrek Þróttar fyrir alvöru Þróttara !!! 

Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri. Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð.

Aldur: Fyrir alla!  Tveir hópar í boði,  morgunhópur eða seinnipartshópur.

Hvenær: Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:15 – 7:00.

Þriðjudögum kl. 18:30 til 19:15.

Fimmtudögum kl. 18:00 til 18:45.

Verð: Stakur mánuður 10.500 kr.

Hálft ár 35.000 kr. (Hægt að skipta greiðslum í þrjár greiðslur)

Ársgjald 65.000 kr. (Hægt að skipta greiðslum í sex greiðslur)

Þjálfari er Petra Ruth, IAK einkaþjálfari.

 

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar…

Með | Fréttir

Auka-aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn miðvikudaginn 28. september klukkan 18:15 og fer fram í Vogabæjarhöllinni.

Dagskrá fundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Breytingar á lögum deildarinnar.

3. Kosið í stjórn.

Önnur mál.

Við hvetjum alla sem hafa brennandi ástríðu fyrir félaginu að fjölmenna og bjóða sig fram til setu í knattspyrnudeild Þróttar.

Áfram Þróttur.

Jana Lind er spennt – Fjölsport fer vel á stað – Það voru 34 sem prófuðu í vikunni.

Með | Fréttir

Jana Lind Ellertsdóttir er að fara taka sitt þriðja ár hjá UMFÞ. Á dögunum hittum við Jönu og tókum hana í létt spjall um fjölsportið. 

Hvernig leggst veturinn í þig ? Ég er spennt og hlakka til vetursins.

Hver er tilgangur fjölsports ? Tilgangur fjölsports er að bjóða iðkendur Þróttar Vogum að æfa fjölbreyttar íþróttir í hópi iðkenda á svipuðu eða sama aldri. Leyfa iðkendum að prófa sem flestar íþróttir og kenna þeim í gegnum leik og íþróttir mikilvægi þess að hreyfa sig á skemmtilegan hátt. Allir eru góðir í einhverju, en enginn er bestur í öllu en allir geta orðið betri með æfingu.

Hvenær byrja æfingar ? Þær eru byrjaðar! Við æfum fjölsport á þriðjudögum og fimmtudögum.

Yngsta stig æfir kl 14:30-15:30

Miðstig æfir kl 15:30-16:30

Elsta stig æfir kl 16:30-17:45

Öll velkomin!

Einhver mót fyrirhuguð í fjölsporti ? Það verður í boði að fara á mót í nokkrum mismunandi íþróttagreinum, jafnframt ætlum við að halda mót hjá okkur í vetur!

Er einhver munur á á eldri og yngri sem stunda fjölsport hjá Þrótti ? Æfingar eru mismunandi fyrir hvern aldurshóp, æfingarnar eiga að vera krefjandi og skemmtilegar fyrir alla iðkendur. Því er mismunandi milli aldurshópa hvernig hver tími er.

Eitthvað að lokum ? Vonandi eruð þið jafn spennt og ég, hlakka til að sjá ykkur sem flest!

Æfingataflan hjá UMFÞ 22-23 í fótbolta –

Með | Fréttir
Knattspyrnuæfingar hjá UMFÞ – Æfingar eru byrjaðar og öllum velkomið að prófa næstu tvær vikurnar…. 
8. flokkur (F. 2017-2019)
Fimmtudagar 16:30 til 17:30.
7. flokkur drengir (F. 2015-2016)
Mánudagar 15:30 til 16:30
Miðvikudagar 15:20 til 16:00
Föstudagar 14:00 til 15:00
7. flokkur stúlkur (F. 2015-2016)
Mánudagar 15:30 til 16:30
Miðvikudagar 15:20 til 16:00
Föstudagar 14:00 til 15:00
6. flokkur drengir (F. 2013-2014)
Mánudagar 16:30 til 17:30
Miðvikudagar 16:00 til 17:00
Föstudagar 15:00 til 16:00
6. flokkur stúlkur (F. 2013-2014)
Mánudagar 16:30 til 17:30
Miðvikudagar 16:00 til 17:00
Föstudagar 15:00 til 16:00
5. flokkur drengir (F. 2011-2012)
Þriðjudagar 17:30 til 18:30
Miðvikudagar 18:00 til 19:00
Föstudagar 17:00 til 18:00
5. flokkur stúlkur (F. 2011-2012)
Mánudagar 17:30 til 18:30
Miðvikudagar 18:00 til 18:00
Föstudagar 16:00 til 18:00
Taflan gildir til 30. maí.

Viðtal við Emil Þór – Nýr knattspyrnuþjálfari hjá yngriflokkum Þróttar í knattspyrnu – Æfingar hefjast mánudaginn 5. sept.

Með | Fréttir

Emil Þór Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari í yngriflokkum Þróttar og mun þjálfa 8. – 5. flokk stúlkna og drengja. Þróttur mun ekki vera með 4. flokk í vetur. 

 

Velkominn Emil, hvernig leggst þetta verkefni í þig ? Mjög vel og það er heiður að fá að vinna hjá mínu uppeldisfélagi. 
 
Má reikna með einhverjum breytingum ? Já, við erum með æfingar fyrr á daginn. Annars þarf ég að kynna mér hlutina vel og ætla gefa mér tíma til þess.  
 
Einhver markmið ? Stefnan er sett á að fjölga iðkendum og taka þátt í Orkumótinu, TM mótinu, N1 mótinu og Símamótinu 2023. Það er ekki auðvelt, en með samstilltu átaki allra, líka forráðamanna þá getum við farið alla leið. Við verðum að hugsa vel um stelpurnar, ég er búinn að hafa samband við Dag Guðjónsson leikmann meistaraflokk karla og hann ætlar að hjálpa okkur með átak sem hefst eftir nokkrar vikur tengt fjölgun stelpna í fótbolta, líka mun ég í samstarfi við aðra innan Þróttar setja niður félagsleg markmið, því hætt er við að áhugi iðkenda minnki ef ekki er hlúð vel að félagslegu þáttunum. Ef áhuginn er ekki til staðar, er nánast vonlaust að íþróttalegur árangur náist hjá þeim sem eiga sér drauma um að spila fyrir meistaraflokk félagsins eða landsliðið. Markmið okkar verður að ná inn 10 iðkendum fyrir áramót í öllum flokkum. 
 
Hvenær byrja æfingar ? Við ætlum að byrja strax mánudaginn 5. september. Ég mun birta viðburða og mótadagskrá um miðjan september. Setjum stefnuna á að leyfa öllum yngriflokkunum að gista í íþróttamiðstöðinni í september/október. Það er mikilvægt að byrja starfsárið með krafti. 
 
Talandi um mótadagskrá, ertu með einhver mót fyrirhuguð ? Já, í október fer fram bikarmót Fylkis. Við erum í góðu samstarfi við aðra klúbba að fá lánaða leikmenn þegar það vantar hjá okkur. Annars er það þannig að ef við fáum  inn 85 % í 1. til 6. bekk þá á þetta ekki að vera vandamál. 
 
Eitthvað að lokum ? Já, ég verð með viðtalstíma þriðjudaginn 20. september í íþróttamiðstöðinni milli 18:00 til 19:45 fyrir forráðamenn. Þar verður hægt að kynna sér starfið, það er ekkert að fara gerast nema við vinnum saman. Því biðla ég til allra að koma og æfa í þeim flokkum þar sem spilað er á hálfum velli. Undirstaða félagsins er barnastarfið, það ýtir undir frekara brottfall iðkanda þegar einhver færir sig um set í þessum flokkum. Því ítreka ég mikilvægi þess að standa saman. 

Kynning á starfsemi Þróttar veturinn 2022-2023

Með | Fréttir

Kæru Þróttarar.

Við hjá Þrótti sinnum mikilvægu forvarnarstari fyrir börnin í sveitarfélaginu og viljum að öll börn geti tekið þátt og notið sín. Íþróttir snúast ekki alltaf um sigur
heldur að vera með og hafa gaman á eigin forsendum. Félagsleg farsæld er mikilvæg og íþróttahúsið á að vera þeirra annað heimili. Einnig viljum við halda
áfram að leggja okkar af mörkum í heilsueflandi samfélagi og bjóðum við uppá ýmsa hreyfngu og félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri.

Við hvetjum alla til að kynna sér vel hvað verður í boði starfsárið 2022 & 2023. Þar er líka að finna ýmsar aðrar upplýsingar. 

Það þarf ekki skrá iðkanda til leiks fyrstu vikuna – Við opnum fyrir skráningar á heimasíðu félagsins mánudaginn 5. september. 

Vetrarstarf UMFÞ 2022 – 2023 – Bæklingur