Emil Þór Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari í yngriflokkum Þróttar og mun þjálfa 8. – 5. flokk stúlkna og drengja. Þróttur mun ekki vera með 4. flokk í vetur.
Velkominn Emil, hvernig leggst þetta verkefni í þig ? Mjög vel og það er heiður að fá að vinna hjá mínu uppeldisfélagi.
Má reikna með einhverjum breytingum ? Já, við erum með æfingar fyrr á daginn. Annars þarf ég að kynna mér hlutina vel og ætla gefa mér tíma til þess.
Einhver markmið ? Stefnan er sett á að fjölga iðkendum og taka þátt í Orkumótinu, TM mótinu, N1 mótinu og Símamótinu 2023. Það er ekki auðvelt, en með samstilltu átaki allra, líka forráðamanna þá getum við farið alla leið. Við verðum að hugsa vel um stelpurnar, ég er búinn að hafa samband við Dag Guðjónsson leikmann meistaraflokk karla og hann ætlar að hjálpa okkur með átak sem hefst eftir nokkrar vikur tengt fjölgun stelpna í fótbolta, líka mun ég í samstarfi við aðra innan Þróttar setja niður félagsleg markmið, því hætt er við að áhugi iðkenda minnki ef ekki er hlúð vel að félagslegu þáttunum. Ef áhuginn er ekki til staðar, er nánast vonlaust að íþróttalegur árangur náist hjá þeim sem eiga sér drauma um að spila fyrir meistaraflokk félagsins eða landsliðið. Markmið okkar verður að ná inn 10 iðkendum fyrir áramót í öllum flokkum.
Hvenær byrja æfingar ? Við ætlum að byrja strax mánudaginn 5. september. Ég mun birta viðburða og mótadagskrá um miðjan september. Setjum stefnuna á að leyfa öllum yngriflokkunum að gista í íþróttamiðstöðinni í september/október. Það er mikilvægt að byrja starfsárið með krafti.
Talandi um mótadagskrá, ertu með einhver mót fyrirhuguð ? Já, í október fer fram bikarmót Fylkis. Við erum í góðu samstarfi við aðra klúbba að fá lánaða leikmenn þegar það vantar hjá okkur. Annars er það þannig að ef við fáum inn 85 % í 1. til 6. bekk þá á þetta ekki að vera vandamál.
Eitthvað að lokum ? Já, ég verð með viðtalstíma þriðjudaginn 20. september í íþróttamiðstöðinni milli 18:00 til 19:45 fyrir forráðamenn. Þar verður hægt að kynna sér starfið, það er ekkert að fara gerast nema við vinnum saman. Því biðla ég til allra að koma og æfa í þeim flokkum þar sem spilað er á hálfum velli. Undirstaða félagsins er barnastarfið, það ýtir undir frekara brottfall iðkanda þegar einhver færir sig um set í þessum flokkum. Því ítreka ég mikilvægi þess að standa saman.
Nýlegar athugasemdir