Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2022

Fjölsport – Ný grein hjá UMFÞ Sund, júdó og fleiri greinar eru undir fjölgreinasporti… Hefst 1. september !

Með | Fréttir

Þróttur mun byrja með nýja grein sem mun bera heitið fjölgreinasport. Fyrir börn og unglinga sem hafa stundað júdó eða sund þá munu þessar tvær greinar vera undir fjölgreinasportinu.

Fjölsport er í raun og veru íþróttaskóli, þar verður að finna fjölmargar íþróttagreinar eða önnur hreyfing. Það verða ekki sömu áherslur á yngsta og elsta stigi innan fjölsports.

Markmið félagsins með þessum breytingum er að stuðla að fjölbreyttri hreyfingu barna og annara ungmenna sem ýtir undir meiri hreyfigetu. Fjölsportið mun höfða til fleiri iðkenda sem fá frekari tækifæri til íþróttaiðkunnar. 

Fótbolti, handbolti, körfubolti, blak, skotbolti, fimleikar, dans, frjálsar íþróttir, glíma, júdó, taekwondo, karate, borðtennis, badminton, frisbí, golf, sund, crossfit, klifur, hestar, hlaup o.s.fr.

Jana Lind verður þjálfari fjölsports. Jana mun setja saman dagatal eftir stórmótum þar sem fyrirmyndir eru að keppa, t.d. EM og HM eða eftir keppnum sem iðkendur geta tekið þátt í meðan á æfingum standa í þeirri íþrótt. Félagslegt verður ofarlega í fjölsportinu, gista í íþróttahúsinu og heimsóknir. 

Iðkendur fá tækifæri til að prófa margar íþróttagreinar og einhverjar sem ekki hafa verið stundaðar áður í Vogum.

Með þessu móti fá iðkendur tækifæri til að prófa fleiri íþróttir án mikils kostnaðar, eignast vini utan skóla sem það vissi ekki að það ætti eitthvað sameiginlegt með, fara út fyrir sitt þægindarsvið og hafa gaman í skipulögðu íþróttastarfi.

Æfingar fara fram á:

Yngsta stig (1.-3.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 14:30 til 15:30.

Miðstig (4.-7.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 15:30 til 16:30.

Elsta stig (8.-10.bekkur) – Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:30 til 17:45.

Verð:

Haustönn 35.000 kr.

Vorönn 35.000 kr.

Árgjald 60.000 kr.

Heimsóknir og annar aukakostnaður er ekki innifalinn í æfingagjagjöldum.

Það geta allir iðkendur prófað að æfa í viku áður en skráð er iðkanda til leiks. Hægt verður að skrá iðkanda til leiks frá og með 2. september. 

Þróttur – Selfoss Myndaveisla

Með | Fréttir, Knattspyrna

Myndir frá leik Þróttar & Selfoss sem fram fór 4. ágúst sl.

Myndir/ Guðmann Rúnar Lúðvíksson

Viltu taka þátt í Weedosmótinu með okkur næstu helgi ? – Æfingatímar hjá yngriflokkum í knattspyrnu 22.-29. ágúst.

Með | Fréttir

Æfingar út sumarið & síðustu mót sumarsins í fullum gangi hjá yngriflokkum Þróttar. 

Þróttarar taka þátt í Weetosmótinu á Tungubökkum. 

6 flokkur karla og kvenna spila á laugardaginum 27. ágúst
7 flokkur karla og kvenna spila á sunnudeginum 28. ágúst

Öllum velkomið að koma og prófa. Einnig eru öllum velkomið að taka þátt í síðasta móti sumarsins. 

Æfingatímar hjá 7. og 6. flokkum Þróttar: 

Miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 15:00 til 16:00

Fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 15:00 til 16:00

Mánudaginn 29. ágúst klukkan 15:00 til 16:00

 

Vinna við starfsárið 2022/2023 er í undirbúningi og starfið hefst fimmtudaginn 1. september –

Með | Fréttir

Við gefum út bækling fyrir starfsárið 22/23 31. ágúst nk.

Það ættu allir í okkar frábæra samfélagi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og við verðum með opið hús að vanda. 

Greinar í boði – Birt með fyrirvara um breytingar: Verður birt 31. ágúst nk. Greinar sem verða í boði 2022-2023. 

Vogaþrek – Brennó – Oldboys – Knattspyrna – Fjölsport „Nýtt“ – Sundnámskeið – Íþróttaskóli barna – Félagskaffi – Píla – Leiklist – Rafíþróttir – Opnað verður fyrir skráningar á Sportabler 2. september. 

Unnið er að hörðum höndum að endurvekja foreldrafélag UMFÞ fyrir haustið. 

Fjórði flokkur fór til Salou 11. til 18. júlí í æfinga & skemmtiferð – Myndir

Með | Fréttir

Fjórði flokkur stelpur & strákar fóru í æfingaferð á dögunum til Spánar.

Það vantaði ekki kraftinn og orkuna í Þróttarafjölskylduna sem sést best á því að fjölmargir foreldrar fóru með hópnum til Salou og miklar þakkir til þeirra fyrir að lyfta ferðinni á miklu hærri stall. Minningarsjóður Hróars bauð hópnum út að borða eitt kvöldið.

Hópurinn æfði við toppaðstæður hjá FUTBOL SALOU.

Glæsileg aðstaða sem hefur fengið viðurkenningu sem eitt besta æfingasvæðið í Evrópu. Meðal þeirra liða sem hafa verið við æfingar á Futbol Salou eru sænsku liðin Malmö FF, Helsingborg og Hammarby, rússneska úrvaldsdeildarliðið FC Krasnodar.

Svæðið hefur á að skipa 7 gervigrasvelli, 3 grasvelli og 2 hybrid grasvelli. Önnur aðstaða er til fyrirmyndar og má nefna fundarherbergi , kaffistofa og búningsklefar við völlinn, allur búnaður fyrir æfingar svo sem boltar, keilur og vesti. Staðsetningin er suður af Barcelona við lítinn strandbæ sem nefnist Salou (Tarragona) sem er tæpum 100 km. frá Barelona.

PortAventura, Aquapolis Water Park og skoðunarferð á Camp Nou heimavöllur Barcelona er eitthvað sem krakkarnir gleyma aldrei. Ströndin, góður matur, sólin og margt fleira.

Þjálfarar voru Viktor og Matti. Fararstjórar voru Reynir og Gassi. Við setjum inn fleiri myndir á næstu dögum og á samfélagsmiðla félagsins.