Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2022

Fótboltadagur á Vogaídýfuvelli laugardaginn 4. júní – Tökum vel á móti öllum krökkum !

Með | Fréttir
Fótboltadagur laugardaginn 4. júní fyrir stelpur og stráka 🧡🖤 
 
Glaðningur frá Benchmark og meistaraflokki ⚽️
Fyrir alla, líka þau sem eru ekki að æfa fótbolta !
 
🟠1. og 2. bekkur kl. 11:00
🟠3. og 4. bekkur kl. 12:00
🟠5. og 6. bekkur kl. 13:00
 
🟠7. og 8. bekkur „kvöldin í bolta“ í rífandi gleði kl. 19:00
 
Tökum vel á móti öllum 😍

Æfingatímar fyrir yngriflokka í knattspyrnu – Taflan tekur gildi föstudaginn 3. júní.

Með | Fréttir

Æfingatafla sumarið 2022

„Tekur gildi föstudaginn 3. júní“


8. flokkur (F. 2016-2018) Aðeins í júní – Þjálfarar Finnur Friðsiksson og Rafal Daníelsson.
Þriðjudagar 16:15 til 17:15

7. flokkur kk & kvk (F. 2014-2015) Þjálfarar Finnur Friðriksson & Rafal Daníelsson.
Mánudagar 11:00 til 12:15
Miðvikudagar 11:00 til 12:15
Fimmtudagar 11:00 til 12:15

6. flokkur kvk & kvk (F. 2012-2013) Þjálfari Rafal Daníelsson og Michael Kedman
Mánudagar 13:00 til 14:15
Miðvikudagar 13:00 til 14:15
Fimmtudagar 13:00 til 14:15

5. flokkur kk (F. 2010-2011) Viktor Ingi Sigurjónsson.
Mánudagar 16:00 – 17:15
Miðvikudagar 16:00 – 17:15
Fimmtudagar 16:00 til 17:15

5. flokkur kvk (F. 2010-2011) Dagur Guðjónsson & Michael Kedman
Mánudagar 19:10 til 20:10 (Kvöldbolti) Dagur Guðjónsson
Þriðjudagar 16:00 til 17:00
Fimmtudagar 15:30 til 16:30

4. flokkur kk (F. 2008-2009) Þjálfari Viktor Ingi Sigurjónsson.
Mánudagar 16:00 – 17:15
Miðvikudagar 16:00 – 17:15
Fimmtudagar 16:00 til 17:15


4. flokkur kvk (F. 2008-2009) Þjálfari Dagur Guðjóns og Michael Kedman.
Mánudagar 19:10 til 20:10 (Kvöldbolti) Dagur Guðjónsson
Þriðjudagar 16:00 til 17:00
Fimmtudagar 15:30 til 16:30

Fótbolti fyrir unglinga í Vogum 2007 til 2009 á mánudagskvöldum í júní og júlí.
19:15 til 20:15 „Verði næg þátttaka munum við senda lið til leiks á unglingalandsmót UMFÍ“ Þjálfarar Michael Kedman og Dagur Guðjónsson.

Föstudaginn 22. júlí verður sumarfrí og munu æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 2. ágúst. 

SUND 23.MAÍ-1.JÚNÍ – Fyrir börn á leikskólaaldri

Með | Fréttir

NÁMSKEIÐ FRÁ 23.MAÍ-1.JÚNÍ.

Áherslur:

2 tímar á viku, mánudaga og miðvikudaga = 4 tímar í heildina
– Elsti hópur í leikskóla (2016) kl: 17:00-17:40
– Næst elsti hópur í leikskóla (2017) kl: 17:45-18:15
– Hámarksfjöldi 10-12 í eldri hóp og Hámarksfjöldi 8-10 í yngri

Okkar stórkostlega Sólrún Ósk Árnadóttir verður sem fyrr þjálfari.

Skráning hefst19. maí.

Verð 6.500 kr.

Foreldrar, vinsamlegast sendið skráningu á throttur@throttur.net. Muna taka fram kennitölu greiðanda og kennitölu iðkanda ásamt nafni.

Ath: Annað námskeið fer fram í ágúst og mun standa yfir í þrjár vikur.

Árskort á Vogaídýfuna í sumar – 1. deild – Lengjudeildin

Með | Fréttir

Lengjudeildin kallar 📢📢📢 Við erum með fullt af nýjum og spennandi leiðum í sölu árskorta – Mikilvæg fjáröflun í rekstri meistaraflokks 📣

 

🟠Framtíðarkortið er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og kostar kortið aðeins 5.000. Kortið gildir á alla heimaleiki.
🟠Sérstök Iðkendakort verða veitt öllum iðkendum í barna- og unglingastarfi sem fá frítt á völlinn í sumar. Einnig fá foreldrar/forráðamenn 50% afslátt af miðaverði séu þau í fylgd með barni með iðkendakort.
🟠Árskort 14.900 kr. Innifalið er miði á lokahófið sem fram fer laugardaginn 17. september og sérstakur hittingur stuðningsmanna fyrir heimaleik í sumar sem verður eingöngu fyrir ársmiðahafa.
Minnum á fyrsta hitting fyrir árskortshafa sem fram fer á Jón Sterka strax eftir leik á föstudagskvöldið 6. maí nk.
Fyrir hjón eða par – Tvö kort á 25.000 kr.

Félagsgjald 2022 – #fyrirVoga

Með | Fréttir

Kæru félagar.

Rukkun hefur nú verið send á alla félagsmenn og hún hefur vonandi borist ykkur nú þegar í heimabanka.

Árgjaldið er 2500 kr. og er valgreiðsla hjá félagsmönnum 18 ára og eldri.

Þökkum stuðninginn !