Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2022

Stjórnarfundur 162

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 162 fimmtudaginn 2. desember í félagsherbergi UMFÞ.

Fundur hófst 18:43 og fundi lauk 19:29.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Stefánsdóttir og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.

Katrín Lárusdóttir og Reynir Emilsson tilkynntu forföll.

  1. Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar.

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ fór yfir verkefnið. Formlegar viðræður hófust í sumar. Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir jól hvort samningar takist á milli aðila.

  1. Sjálfboðaliðadagur og styrktaræfing

Vegna samkomutakmarkana getur UMFÞ ekki haldið uppá dag sjálfboðaliða 5. desember nk. Laugardaginn 4. desember fer fram árleg fjáröflunaræfing Vogaþreks. Ákveðið hefur verið að allt fé renni til Minningarsjóðs Hróars.

  1. Nýr starfsmaður

Ungmennafélagið Þróttur hefur verið úthlutað starfi í gegnum ”hefjum störf” úrræði stjórnvalda og á ráðningarstyrk til næstu sex mánaða. Starfsmaður kynntur til leiks og á næstu dögum mun tilkynning birtast á heimasíðu.

 

  1. Foreldrafundur – yfirlit

Aðalstjórn hélt foreldrafund 27. október sl. Góð þátttaka foreldra og uppbyggilega umræður áttu sér stað. Stjórn UMFÞ þakkar öllum þeim foreldrum sem tóku þátt í fundinum og fyrir þeirra hugmyndum.

  1. Rafíþróttir „Yfirferð“

Petra Ruth Rúnarsdóttir fór yfir málið og sagði frá því sem hefur átt sér stað að undanförnu. Aðalstjórn félagsins hefur sent inn erindi til bæjarráðs og óskað eftir fjárstuðningi svo hægt sé að hefja rafíþróttir hjá félaginu.

  1. Minningarsjóður Hróars

Framkvæmdastjóri fór yfir prókúruhafa og næstu skref sjóðsins.

  1. Skinfaxi

Stjórnarliðar og aðrir félagsmenn hvattir til að lesa Skinfaxa. Þar eru að finna fróðleiksmola frá öðrum aðildarfélögum innan UMFÍ og hægt að fá góðar hugmyndir.

Önnur mál.

Stjórnarfundur 161

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 161 mánudaginn 18. október í félagsherbergi UMFÞ.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Reynir Emilsson, Katrín Lárusdóttir og Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.

Davíð Hansen og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynntu forföll.

Fundur hófst 19:15 og fundi lauk 20:25.

Leitað var afbrigða í upphafi fundar um að breyta dagskrá fundar. Gjaldkeri félagsins tilkynnti forföll vegna veikinda, Því verða fjámál tekið fyrir á næsta stjórnarfundi. Bætt var við rafíþróttir.

Dagskrá:

  1. Sambandsþing UMFÍ 2021 á Húsavík.

Petra Ruth formaður UMFÞ fór sem fyrr á þingið fyrir hönd UMFÞ og gaf stjórnarliðum yfirferð mála frá liðnu þingi.

  1. Hefjum störf og sumarstörf námsmanna.

Þróttur nýtti sér sumarstörf námsmanna og hefjum störf úrræði stjórnvalda í sumar. Dagur Guðjónsson, Finnur Friðriksson, Rafal Daníelsson og Tómas Hafberg sáu um sumarnámskeið, knattspyrnuæfingar, aðstoða vallarstarfsmenn og önnur tilfallandi verkefni. Jóna Stefánsdóttir var í 50%. Helstu verkefni voru að halda utan um heimasíðu, auglýsingar, myndir, viðburði og fleiri tilfallandi verkefni. Kann félagið þeim öllum miklar þakkir fyrir gott starf í sumar. Marteini og Petru falið að kanna hvaða möguleika félagið á varðandi ráðningarstyrki og hvort mögulegt sé að fá inn starfsmann sem myndi létta á skrifstofu félagsins. Sömuleiðis er þeim heimilt að klára málið í umboði stjórnar.

  1. Fjármál.

Frestað til næsta stjórnarfundar.

  1. Kótilettukvöld.

Reynir hefur haldið utan um samstarfið við Skyggni undanfarna daga. Farið yfir helstu verkefni og hvað hefur verið í gangi undanfarnar vikur. Stjórnarliðar beðnir um að heyra í sínu fólki og safna sjálfboðaliðum fyrir komandi hátíðarhöld.

  1. Fjölgun iðkenda og eflum foreldrastarfið.

Á næstu dögum mun aðalstjórn félagsins vera með foreldrafund og fræðslu. Kanna á möguleika þess að fá foreldra til að taka meiri þátt í starfinu iðkendum til heilla. Einnig er stefnan sett á að útbúa auglýsingar fyrir hverja grein hjá félaginu. Auglýsa þær með markvissari hætti og hvetja iðkendur til að koma og prófa æfingar. Marteini falið að vinna verkefnið. Komið var inná sjálfboðaliðastarfið, hvernig hægt sé að fjölga sjálfboðaliðum og svo framvegis.

  1. Rafíþróttir.

Petra Ruth Rúnarsdóttir setti sig í samband við Rafíþróttasamband Íslands og er fyrirhugaður fundur varðandi stofnun rafíþróttadeildar UMFÞ. Petra sagði frá þeim samskiptum og kynningu sem hún hefur fengið að undanförnu varðandi rafíþróttir.  Petru falið að vinna verkefnið áfram.

Önnur mál.

Bæjarbúar fá miklar þakkir fyrir að styrkja félagið með dósum í dósagám félagsins.

Stjórnarfundur 160

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 160 þriðjudaginn 17. ágúst 2021.

 

Fundur settur klukkan 18:30 í félagsherbergi UMFÞ.

 

Mættir:

Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóra seinkaði og kom 19:15. Jóna Kristbjörg ritar fundargerð.

Dagskrá:

  1. Starfsárið 2021/22

Þar sem æfingagjöld hafa ekki hækkað sl. þrjú ár og duga ekki nema 40 til 50 % í laun þjálfara hefur stjórn félagsins samþykkt 15% hækkun. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun er töluvert ódýrara að æfa íþróttir hjá Þrótti en öðrum félögum.

Formaður kynnir komandi starfsár sem hefur verið í mótun frá 30. júní í sumar. Á næstu dögum mun félagið gefa úr bækling um starfsárið og halda kynningardag handa foreldrum. Hægt verður að nálgast bæklinginn á heimasíðu félagsins 23. ágúst og við sama tilefni verður hægt að skrá iðkendur til leiks á heimasíðu félagsins. Það stefnir í spennandi vetur með nokkrum áherslubreytingum sem verða kynntar á næstu dögum.

  1. Fjölskyldudagar í Vogum

Bæjaryfirvöld og félagasamtök komu saman til fundar á dögunum.

Var það samdóma álit allra aðila að ekki sé forsvaranlegt að halda fjölskyldudaga 13. til 15. ágúst nema öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt og heilsu bæjarbúa sé ekki ógnað með fjölmennum viðburðum. Stefnan er sett á 11. september nk. Endanleg ákvörðin mun liggja fyrir fljótlega.

  1. Dósagámur

Þar sem sumarstarfsmenn eru ekki lengur á félagssvæði UMFÞ skipta stjórnarliðar með sér umsjón dósagáms til vorsins 2022.

Önnur mál.

Farið var inná umgjörð heimaleikja hjá meistaraflokki. Aðeins tveir heimaleikir eftir og mikilvægt að hjálpast að í stærri verkefnunum. Margar hendur vinna létt verk.

 

Fundi slitið 19:20.

Stjórnarfundur 159

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 159 fimmtudaginn 24. júní 2021.

Fundur settur klukkan 19:00 í félagsherbergi UMFÞ.

Mættir:

Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Katrín Lára Lárusdóttir og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ situr fundinn og ritar fundargerð.

Aðrir boðuðu forföll.

 

Dagskrá:

Samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar.

Sveitarfélagið hafði samband á dögunum varðandi samstarf um rekstur íþróttamiðstöðvar. Félagið mun nota næstu daga til að afla sér upplýsinga og móta hugmyndir um samstarfið, m.a. með því að leita til þeirra aðila sem reynslu hafa af slíku samstarfi. Petru Ruth Rúnarsdóttir formanni UMFÞ er falið að leiða verkefnið fyrir hönd félagsins. Petra fór yfir drög að stefnumótun UMFÞ og eru stjórnarliðar beðnir um að koma sínum áherslum á framfæri fyrir næsta stjórnarfund þegar hún verður lögð fram til samþykktar.

 

Fundi slitið 20:29.

Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar – Fréttatilkynning

Með | Fréttir

Þetta er líklega eitt af stærri verkefnum félagsins og frábært að þetta skuli gerast á 90 ára afmæli UMFÞ. Það er ljóst að Ungmennafélagið er að fara verða eitt af fjölmörgum íþróttafélögum sem fara með yfirumsjón íþróttamiðstöðva hér á landi.

Viðræður hafa verið góðar og uppbyggilegar. Kann stjórn félagsins bæjaryfirvöldum miklar þakkir fyrir gott samstarf undanfarna mánuði. Það er mikið framfaraskref að bæjaryfirvöld skuli treysta UMFÞ fyrir slíku verkefni. Við hjá Þrótti þurfum að fara vel með þetta traust sem okkur er sýnt því ábyrgð okkar er mikil. Við getum heldur betur sett mark okkar á lýðheilsu bæjarbúa og hvatt þau til frekari heilsueflandi þátttöku.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að gera follow á íþróttamiðstöð Vogar á Instagram og like á Facebook.

Á myndinni er Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ & Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri andartaki eftir að lyklaskipti áttu sér stað.