Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2022

„Það getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað“ sagði formaður UMFÞ – Petra áfram formaður UMFÞ – Félagið verður 90 ára í haust

Með | Fréttir

Fram kom í skýrslu formanns að framundan væri stórt ár í sögu félagsins. Þróttur mun spila í 1. deild í knattspyrnu, félagið mun fagna 90 ára afmæli í haust. Veglegt afmælisblað er í undirbúningi, stofnun rafíþrótta er í fullum gangi og margt fleira.

Einnig hvatti Petra alla sjálfboðaliða og foreldra til að taka meiri þátt í starfinu. Hlúa vel að iðkendum og öðrum sem starfa hjá félaginu.

„Eins og við vitum þá getur enginn gert allt en það geta allir gert eitthvað og saman erum við að gera stórkostlega hluti. Við erum öll saman í liði“ (Petra Ruth Rúnarsdóttir 24. febrúar)

Tap varð af rekstri félagsins kr. 131.978 samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé í árslok var kr. 689.585 samkvæmt efnahagsreikningi 31.12.2021.

Davíð Hansen og Birgitta Ösp Einarsdóttir gáfu ekki kost á sér að nýju. Kann félagið þeim miklar þakkir fyrir þeirra störf síðustu árin og ánægjuleg kynni.

Petra R. Rúnarsdóttir var endurkjörin sem formaður til eins árs.

Aðrir í stjórn: 

Reynir Emilisson 2 ár

Jóna K. Stefánsdóttir 1 ár

Gunnar J. Helgason 2 ár

Katrín Lárusdóttir 1 ár

Varamenn í stjórn: 

Sólrún Ósk Árnadóttir 1 ár

Kristinn Guðbjartsson 2 ár