
Fyrr í kvöld fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar.
Dagskrá aðalfundar var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Gunnar J. Helgason, formaður knattspyrnudeildar, flutti skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór vítt og breitt yfir verkefni deildarinnar, rekstur hennar og þann frábæra árangur sem átti sér stað á síðasta ári. Félagið verður 90 ára í haust og frábært að félagið spilar í Lengjudeild á tímamótunum.
Lagðir voru fram reikningar deildarinnar, en þar kom fram að deildin var rekin með hagnaði á liðnu ári. Hagnaður var um 800.000 kr.
Gunnar var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar. Sex aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram. Gísli Brynjólfsson, Kristinn Jón Ólafsson, Gísli Sigurðarson, Róbert Ragnarsson, Guðmann R. Lúðviksson og Friðrik V. Árnason.

AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN MÁNUDAGINN 21. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 OG FER FRAM Í VOGABÆJARHÖLLINNI Í FÉLAGSHERBERGI ÞRÓTTAR.
KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR REKUR MEISTARAFLOKK FÉLAGSINS Í KNATTSPYRNU, GETRAUNADEILD FÉLAGSINS OG KEMUR AÐ HINUM ÝMSU VERKEFNUM Í SAMSTARFI VIÐ AÐALSTJÓRN FÉLAGSINS.
Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Kosið í stjórn.
5. Önnur mál.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn er bent á að hafa samband við starfsmann Þróttar í síma 892-6789 eða formann deildarinnar, Gunnar Helgason í síma 774-1800.
Fimm eru í stjórn deildarinnar og tveir varamenn.
Vonumst til að sjá sem flesta !!!
Kveðja, stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

AÐALFUNDUR UNGMENNAFÉLAGSINS ÞRÓTTAR VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR KLUKKAN 18:00 Í VOGABÆJARHÖLLINNI.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
-Formaður félagsins setur fundinn
-Kosnir eru fundarstjóri og fundarritari
-Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
-Skýrsla stjórnar
-Ársreikningur 2021 lagður fram til samþykktar
-Kosning formanns og annara stjórnarmeðlima
-Ákveðið félagsgjald
-Önnur mál
Látum íþróttamál og æskulýðsmál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net.
Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2021 eru með atkvæðisrétt á fundinum.
Nýlegar athugasemdir