Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2021

Úthlutun úr Minningarsjóði Hróars fór fram á dögunum.

Með | Fréttir

Minningarsjóður Hróars hefur þann tilgang að styrkja verkefni flokka eða einstaklinga innan UMFÞ. Stjórn sjóðsins kom saman á dögunum og ákveðið var að styrkja nokkur verkefni. 

Stofnun Rafíþróttadeildar 25.000 kr. 

Æfingaferð erlendis 4. flokkur karla 25.000 kr. 

Æfingaferð erlendis 4. flokkur kvenna 25.000 kr. 

Orkumótið í Eyjum 25.000 kr. 

TM – mótið Eyjum 25.000 kr. 

N1 mótið Akureyri 25.000 kr. 

Norðurálsmótið 25.000 kr. 

Stjórn sjóðsins vill koma á framfæri að öllum Þrótturum er heimilt að hafa samband við skrifstofu félagsins til að sækja um styrk. Hvenær sem er ársins. Samtals var á ákveðið að styrkja verkefni fyrir 225.000 kr. í heildina. Greiðsla mun eiga sér stað innan næstu tveggja vikna. 

Jólanámskeið meistaraflokks Þróttar & Benchmark – Landsliðsþjálfarinn mætir fyrsta daginn – #FYRIRVOGA

Með | Fréttir
Tilefni þess að meistaraflokkur Þróttar hefur náð mögnuðum árangri síðustu árin ætlar Benchmark & Þróttur í samstarf. Þetta eru fyrirmyndirnar sem þau horfa upp til og hvetjum við alla til að fjölmenna.
 
Verð: Frítt í boði Benchmark. Skráning fer fram á: Þróttur Vogum | Vefverslun (sportabler.com)
 
Þjálfarar: Eiður Ben þjálfari meistaraflokks Þróttar og aðrir leikmenn meistaraflokks. Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-21 mætir í heimsókn 20. des.
 
Fyrir hverja: Stelpur og stráka, líka þau sem eru ekki að æfa fótbolta.
 
Miðvikudaginn 22 des verður pizzaveisla, jólasveinninn kemur í heimsókn og allir þátttakendur fá gjöf frá Benchmark.
 
Þrátt fyrir að æfingar fari fram á sama tíma þá verður strákum og stelpum skipt í tvo hópa – Æfa ekki saman.
 
Æfingar fara fram mánudaginn 20. des, þriðjudaginn 21. des og miðvikudaginn 22. des.
 

1 & 2 bekkur 10:00 til 11:15

3 & 4 bekkur 11:00 til 12:15

5 & 6 bekkur 12:00 til 13:15

7 & 8 bekkur 13:15 til 14:00

Jólafrí æfinga – Opnunartími skrifstofu yfir jól & áramót –

Með | Fréttir

Frí verður gefið frá æfingum í knattspyrnu, sundi og júdó um jól og áramót.

Skrifstofa félagsins lokar klukkan 12:00 mánudaginn 20. desember og framkvæmdastjóri UMFÞ mætir aftur til starfa að nýju mánudaginn 3.janúar. 

  • Knattspyrna – Frí verður gefið frá æfingum í knattspyrnu frá og með 17. desember til og með 2.janúar. Síðustu æfingar fyrir jól eru því fimmtudaginn 16.desember og fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

  • Sund – Frí hefur verið gefið frá æfingum í sundi til 2.janúar. Fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

  • Júdó – Frí hefur verið gefið frá æfingum í júdó til 2.janúar. Fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

    Unglingahreysti og Vogaþrek – Fylgist með inná hópsíðum þar sem einhverjar æfingar verða í gangi yfir hátíðarnar.

    Getraunakaffi Þróttar og félagskaffi hefst aftur 8. janúar.

    Minnum á fótboltaskóla Benchmark sem fram fer 20. til 22. des. Mikilvægt að iðkendur skrái sig í síðasta lagi 17. desember þar sem verið er að undirbúa glaðning til skráðra þátttakenda.

    Nálgast vinninga í jólahappdrætti ? – Hægt er að kynna sér leiðbeiningar í frétt um jólahappdrætti á heimasíðu.

    Öllum tölvupósti verður svarað þegar starfsmaður kemur aftur á nýju ári.

    (Mynd) Undirbúningur litlu jóla hjá sundkrökkum Þróttar. Yngri iðkendur Þróttara hafa verið að gera sér dagamun að undanförnu tilefni jóla.


Dregið hefur verið í jólahappdrætti meistaraflokks – Vinningsnúmer – Þakkir til allra fyrir stuðninginn í ár sem hefur verið ómetanlegur – #FYRIRVOGA

Með | Fréttir

Dregið hefur verið í jólahappdrætti meistaraflokks. Fékkstu vinning ??? 

Þróttur Vogum þakkar öllu því frábæra fólki sem styrkti félagið. Stuðningur bæjarbúa og annara Þróttara hefur verið stórkostlegur á árinu og fyrir það erum við þakklát.  Félagið kann öllum þeim samstarfsaðilum miklar þakkir fyrir stuðninginn og þessa veglegu vinninga. Hvetjum við okkar fólk til að snúa sér til þessara aðila í jólainnkaupunum sem framundan eru næstu daga. 

Afhending vinninga fer fram með þessum hætti: 

  • Vinningur frá Vogaídýfu er matvara, af þeim sökum verður eingöngu hægt að sækja vinninginn fimmtudaginn 16. desember eða föstudaginn 17. desember milli 09:15 & 17:00 – Allra síðasti möguleiki verður mánudaginn 20. des í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. 
  • Vinningar frá Skyggni – Framvísa þarf vinningsmiðum í flugeldasölu Skyggnis á milli jóla og nýárs. 
  • Borgarar frá Smass – Hafa þarf samband við skrifstofu UMFÞ og hægt verður að nálgast gjafabréfin hjá SMASS. 

Afhending vinninga fer fram föstudaginn 17. desember milli 16:00 & 18:00 og aftur 22. desember milli 15:00 & 17:00. 

Eftir þann tíma verður hægt að nálgast vinninga á opnunartíma skrifstofu frá og með 3. janúar 2022 – Ósóttir vinningar renna til félagsins 1. mars nk. 

Útdráttur fór fram í hádeginu 15. desember; 

Allir miðar gilda sem aðgöngumiði á fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni 2022 – Geymið miðann ! 

  1. Gjafabréf frá Icelandair 70. Þús – 222
  2. Cintamani gjafabréf 25. Þús – 626
  3. Gisting fyrir tvo á Stracta –160
  4. Gisting fyrir tvo á Hótel Keflavík –224
  5. Gisting fyrir tvo á Fosshótel í Reykjavík –441
  6. Canon Pixma prentari frá Omnis -378
  7. MasterClass námskeið hjá Akademias að upphæð 40þús –188
  8. Gjafabréf frá Hlaupár að upphæð 20þús –494
  9. Sérefni gjafabréf 20þús -338
  10. Sérefni gjafabréf 20þús -747
  11. Sérefni gjafabréf 20þús –416
  12. Jepplingur með ótakmörkuðum akstri og tryggingu í tvo daga frá Hertz -685
  13. Gjafabréf að verðmæti 10þús frá Jómfrúnni -112
  14. Tveir mán. áskrift að Stöð 2+ frá Vodafone -739
  15. Gjafabréf á Tapaz barinn –690
  16. Gjafakort að verðmæti 10þús frá Húrra Reykjavík -48
  17. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu -636
  18. Premium aðgangur fyrir tvo og húðvörur frá Bláalóninu -211
  19. Glaðningur frá Geo Silicia – 3ja mánaða skammtur af Recover fyrir vöðva og tauga að verðmæti 15þús -319
  20. Vogaídýfur og sósur frá frá Vogaídýfu -551
  21. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins -649
  22. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins –672
  23. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –736
  24. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –624
  25. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –95
  26. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –564
  27. Bíómiðar frá Laugarásbíó. –303
  28. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –537
  29. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –98
  30. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund og gufu –620
  31. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –220
  32. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –583
  33. Gjafabréf frá Suðurbæjarlaug sem gildir í sund –722
  34. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –773
  35. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –727
  36. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –545
  37. Glaðningur frá Hérastubb í Grindavík –679
  38. Glaðningur frá Smassborgurum –341
  39. Glaðningur frá Smassborgurum –460
  40. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði. –513
  41. Umfelgun frá BJB Hafnarfirði. –317
  42. Gjafabréf í Keiluhöllina –796
  43. Gjafabréf í Keiluhöllina –627
  44. Golfklúbbur GVS fimm skipta kort á fallegasta velli landsins. –287
  45. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –240
  46. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –238
  47. Gjafabréf frá Skyggni 10þús (Allir alvöru Vogabúar og Þróttarar taka þátt í sínu samfélagi með kaupum á flugeldum frá sinni heimabyggð) –629
  48. Undri ehf – Inneignarkort í bónus 10þús –143
  49. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -582
  50. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -3
  51. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –251
  52. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -316
  53. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –136
  54. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -680
  55. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. -232
  56. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –366
  57. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –625
  58. Vefáskrift í heilt ár að Stundinni – hver að verðmæti 23.880 kr. –118
  59. Mánaðarkort í Vogaþrek að verðmæti 12þús –16
  60. Gjafabréf á KFC –199

ATH: EINGÖNGU VERÐUR HÆGT AÐ SÆKJA VINNINGA 17. desember – eða frá og með 3. janúar á opnunartíma skrifstofu Þróttar milli 09:15 & 17:00. 

Sími skrifstofu er 892-6789. 

TAKK FYRIR STUÐNINGINN 

 

 

 

 

Stjórnarfundur nr. 139

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar

Fundur settur kl. 18:30.

Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.

Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019.

Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar.  Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.

  1. Þróttari ársins.

Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra.

Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.

  1. Utanyfirgallar til yngri iðkenda.

Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.

  1. Nóra kerfið og heimasíða félagsins.

Kynning á nóra kerfinu  sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Meistaraflokkur kvenna.

Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.

Önnur mál

Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.

Stjórnarfundur nr. 140

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

Fundurinn hófst kl. 17:31.

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

Önnur mál.

Málin rædd.

Stjórnarfundur nr. 141

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.141 fimmtudaginn 28 mars á skrifstofu Þróttar

Mættir:

Petra Ruth, Jóna, Davíð, Katrín, Marteinn.

Forföll boðuðu Gunnar, Hróar og Sindri.

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.Varaformaður: Davíð Hansen.Ritari: Katrín Lárusdóttir.Varamenn í stjórn: Sindri Jens Freysson og Gunnar Helgason. Gjaldkeri: Baldvin Hróar. Meðstjórnandi: Jóna K. Stefánsdóttir. Formaður: Petra Ruth Rúnarsdóttir.
  2. Yfirferð mála:                                                                                                                                                                                                                                      Farið yfir starfið fram að vori. Áfram unnið í Nóra, Felix og heimasíðu.
  3. Heimsókn og kynning á störfum UMFÍ 3 maí :                                                                                                                                                                          Stjórn Þróttar fer í heimsókn til UMFÍ og fær kynningu á starfsemi UMFÍ.
  4. Ferð til DK með UMFÍ 24-27 maí:                                                                                                                                                                                                Stjórn Þróttar hefur ákveðið að senda formann og framkvæmdastjóra til Danmerkur þar sem aðildarfélög innan UMFÍ og stjórn UMFÍ heimsækir systursamtök UMFÍ, DGI.
  5. Forvarnarvika:                                                                                                                                                                                                                                        Málin rædd hvernig hægt er að efla félagið í formi lýðsheilsu fyrir alla aldurshópa í Vogum.

Önnur mál.

Fundi slitið 18:49

Stjórnarfundur nr. 142

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr. 142, miðvikudaginn 22. maí klukkan 18:00 á skrifstofu Þróttar

Mættir: Petra, Jóna, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn framkvæmadastjóri.

Sindri tilkynnti forföll.

  • Hreyfivikan í Vogum. 

Þróttur stóð fyrir hreyfiviku í Vogum daganna 6. til 12. maí sl. Fjölmargir viðburðir tengt heilsueflandi samfélagi fóru fram, fékk félagið samstarfsaðila með sér í verkefnið. Hreyfivikan heppnaðist vel og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður.

  • Könnun í Stóru-Vogaskóla.

Framkvæmdastjóri heimsótti 7. Bekk og eldri. Nemendur fengu tækifæri til að segja sína skoðun á starfi Þróttar og hvað megi betur fara. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir á næstu dögum.

  1. Yfirferð verkefna.  
    1. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í bikarnum, yngriflokkarnir eru á fullu að undirbúa komandi sumar, illa gengur að manna dómgæslu og knattspyrnudeildin ætlar að aðstoða verkefnið, verið er að undirbúa lokahátíð iðkenda í júdó og sundi, krílasundið fer vel á stað og góð þátttaka. Metþátttaka var í íþróttaskóla barna á laugrdögum í vetur. Félagið skilaði Felix á dögunum og skráðir iðkendur eru í kringum 200 og fskráðir félagsmenn eru 776. Verið er að vinna að fullu í Nóra og við setjum stefnuna á að Nóri hefjist handa ekki seinna en 20. ágúst. Badminton og Vogaþrekið er að fara í frí og byrjar aftur í haust eftir góða spretti í vetur. Vinna í heimasíðu hefur setið á hakanum vegna anna á öðrum vígstöðvum.
    2. Beiðni um styrk vegna þjálfaramenntunar.                                                                                                                                                    Erindi hafnað.
    3. Erindi frá knattspyrnuþjálfara Þróttar í 5. & 6. flokks í knattspyrnu.                                                                                             Félagið tók jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að heyra í bæjarstjóra varðandi bætta félagsaðstöðu handa iðkendum Þróttar.
    4. Knattspyrnuþjálfarar í yngriflokkum óska eftir fleiri tímum í knatthöllinni á Ásbrú eða sambærilegar aðstæður.                                                                                                                                                                                                                                                               Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að kanna fjármögnun við verkefnið.
    5. Blak.

Nokkrir félagsmenn Þróttar hafa áhuga á að sinna útbreiðslu á íþróttinni í Vogum og taka þátt í íslandsmótinu.

Stjórn UMFÞ samþykkir að senda lið til leiks á Íslandsmótið í blaki.

Önnur mál.

Þróttur eignaðist Íslandsmeistara í júdó á dögunum í barnastarfinu. Félagið óskar Braga Hilmarssyni og Kegan Frey til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.

Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að nýju verkefni sem snýr að frekarai virkni fyrir börn og unglinga. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið og kynna það fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.

Fundi slitið klukkan 19:27.

Stjórnarfundur 143

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 143 á skrifstofu félagsins mánudaginn 12. ágúst klukkan 18:00

Mættir: Petra, Hróar, Kata, Sindri og Marteinn.

Aðrir boðuðu forföll.

  1. Fjölskyldudagar í Vogum.

Farið yfir verkefni Þróttar í tengslum við bæjarhátíðna. Stjórnarliðar skiptu með sér verkefnum og skipulögðu komandi daga.

Önnur mál.

Annar stjórnarfundir í næstu viku.

Fundi slitið 19:05.

Stjórnarfundur nr. 144

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.144 fimmtudaginn 22 ágúst á skrifstofu Þróttar

Mættir: Kata, Petra, Gunnar, Davíð og Marteinn. Jóna, Sindri og Hróar tilkynntu forföll.

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

  1. Samstarfssamningur við sveitarfélag.                                                                                                                                                                                            Stjórn UMFÞ ákveður að leitast eftir viðræðum um samstarfssamning.
  2. Fjölskylduhátíð í Vogum.                                                                                                                                                                                                              Hátíðin fór vel fram og félagið þakkar sveitarfélaginu og öðrum félagasamtökum gott samstarf. Hagnaður af fjáröflunum var töluvert minni en árin áður.
  3. Æfingar á Ásbrú.                                                                                                                                                                                                                    Yngriflokkar Þróttar æfa í knatthöllinni á Ásbrú í vetur. Framkvæmdastjóra falið að leita til bæjaryfirvalda varðandi fjármögnun æfinga.
  4. Aðstaða og skrifstofa UMFÞ.                                                                                                                                                                                                            Stjórn sammála að leita eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna aðstöðuleysi.
  5. Þjálfaramál og vetrarstarf 19/20.                                                                                                                                                                                                      Farið yfir þær greinar sem í boði verða í vetur og þjálfarar kynntir til leiks. Breytingar verða á afslætti æfingagjalda og æfingagjöld standa í stað. Skráningar fara fram í gegnum Nóra í fyrsta sinn.

Önnur mál.

Slitið 19:05