Stjórnarfundur nr. 142, miðvikudaginn 22. maí klukkan 18:00 á skrifstofu Þróttar
Mættir: Petra, Jóna, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn framkvæmadastjóri.
Sindri tilkynnti forföll.
Þróttur stóð fyrir hreyfiviku í Vogum daganna 6. til 12. maí sl. Fjölmargir viðburðir tengt heilsueflandi samfélagi fóru fram, fékk félagið samstarfsaðila með sér í verkefnið. Hreyfivikan heppnaðist vel og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður.
- Könnun í Stóru-Vogaskóla.
Framkvæmdastjóri heimsótti 7. Bekk og eldri. Nemendur fengu tækifæri til að segja sína skoðun á starfi Þróttar og hvað megi betur fara. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir á næstu dögum.
- Yfirferð verkefna.
-
- Meistaraflokkur kvenna tók þátt í bikarnum, yngriflokkarnir eru á fullu að undirbúa komandi sumar, illa gengur að manna dómgæslu og knattspyrnudeildin ætlar að aðstoða verkefnið, verið er að undirbúa lokahátíð iðkenda í júdó og sundi, krílasundið fer vel á stað og góð þátttaka. Metþátttaka var í íþróttaskóla barna á laugrdögum í vetur. Félagið skilaði Felix á dögunum og skráðir iðkendur eru í kringum 200 og fskráðir félagsmenn eru 776. Verið er að vinna að fullu í Nóra og við setjum stefnuna á að Nóri hefjist handa ekki seinna en 20. ágúst. Badminton og Vogaþrekið er að fara í frí og byrjar aftur í haust eftir góða spretti í vetur. Vinna í heimasíðu hefur setið á hakanum vegna anna á öðrum vígstöðvum.
- Beiðni um styrk vegna þjálfaramenntunar. Erindi hafnað.
- Erindi frá knattspyrnuþjálfara Þróttar í 5. & 6. flokks í knattspyrnu. Félagið tók jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að heyra í bæjarstjóra varðandi bætta félagsaðstöðu handa iðkendum Þróttar.
- Knattspyrnuþjálfarar í yngriflokkum óska eftir fleiri tímum í knatthöllinni á Ásbrú eða sambærilegar aðstæður. Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að kanna fjármögnun við verkefnið.
- Blak.
Nokkrir félagsmenn Þróttar hafa áhuga á að sinna útbreiðslu á íþróttinni í Vogum og taka þátt í íslandsmótinu.
Stjórn UMFÞ samþykkir að senda lið til leiks á Íslandsmótið í blaki.
Önnur mál.
Þróttur eignaðist Íslandsmeistara í júdó á dögunum í barnastarfinu. Félagið óskar Braga Hilmarssyni og Kegan Frey til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.
Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að nýju verkefni sem snýr að frekarai virkni fyrir börn og unglinga. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið og kynna það fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.
Fundi slitið klukkan 19:27.
Nýlegar athugasemdir