Mánaðarlega Skjalasafn

september 2021

Fótboltaævintýri 2022 hefst formlega föstudaginn 1. október – Fótboltaæfingar að fara hefjast – Æfingatímar allra flokka !

Með | Fréttir

Æfingatafla veturinn 2021/2022

Tafla gildir frá 1. október 2021 til 30. maí 2022. Taflan birt með fyrirvara um breytingar.
 
Fótboltaævintýri 2022 hefst formlega föstudaginn 1. október

8. flokkur (F. 2016-2018)
Föstudaga kl. 16:20-17:00
Þjálfarar: Finnur Valdimar Árnason & Hákon Þórisson

7. flokkur kk & kvk (F. 2014-2015)
Þriðjudaga 15:00-16:00
Föstudaga 15:00-16:00
Þjálfarar: Finnur Valdimar Árnason & Hákon Þórisson

6. flokkur kk & kvk (F. 2012-2013)
Þriðjudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 17:00-18:00
Laugardaga 10:00-11:00
Þjálfarar: Róbert Andri Drzymkowski & Nökkvi Bergsson

5. flokkur kk (F. 2010-2011)
Mánudaga 17:00-18:00
Miðvikudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 16:00-17:00
Þjálfari: Viktor Ingi Sigurjónsson

5. flokkur kvk (F. 2010-2011)
Þriðjudaga 16:00-17:00
Fimmtudaga 18:00-19:00
Laugardaga 11:00-12:00
Þjálfari: Marteinn Ægisson, Marko Blagojevic & Dagur Guðjónsson

4. flokkur kk (F. 2008-2009)
Mánudaga 17:00-18:00
Miðvikudaga 17:00-18:00
Fimmtudaga 16:00-17:00
Þjálfarar: Viktor Ingi Sigurjónsson

4. flokkur kvk (F. 2008-200)
Þriðjudaga 16:00-17:00
Fimmtudaga 18:00-19:00
Laugardaga 11:45-12:45
Þjálfari: Marteinn Ægisson, Marko Blagojevic & Dagur Guðjónsson

Þjálfarar halda foreldrafundi fyrstu vikuna í nóvember vegna stærri sumarmóta og annara verkefna. Einnig fá foreldrar senda viðburða og mótaáætlun um miðjan október fyrir komandi starfsár.  

Fótboltaævintýri 2022

Orku & TM mótið í Eyjum, N1 mótið Akureyri, Norðurálsmótið á Akranesi og Símamótið í Kópavogi. Verði næg þátttaka mun Þróttur að sjálfssögðu  senda lið til leiks. Fjórði flokkur fór til Finnlands árið 2019. Vegna Covid var ekki farið erlendis í ár. Við setjum stefnuna á 2022 og verður foreldrafundur í október. 

Engin lýsing tilEngin lýsing tilEngin lýsing tilEngin lýsing til

May be an image of 9 manns, people standing, útivist og Texti þar sem stendur "TM StofnFiskur JAKO JAKI AKa JAKO JAKQ 2021 JAKO"

Skrifstofa Þróttar verður lokuð 1. til 15. október & 20. til 29. október.

Með | Fréttir

Skrifstofa Þróttar verður lokuð 1. til 15. okt & 20. til 29. okt vegna sumarleyfa.

Tölvupósti og öðrum fyrirspurnum verður svarað þegar starfsmaður kemur til baka.

Ef erindi þolir ekki bið er hægt að hafa samband við Petru Ruth formann aðalstjórnar alla virka daga milli 11:00 og 12:00 í síma 659-0738

Einnig er hægt að hafa samband við Gunnar Helgason formann Knattspyrnudeildar í síma 774-1800 alla virka daga milli 11:00 og 12:00. 

Íþróttaskóli barna hefst á laugardaginn -Skráning fer fram á heimasíðu Þróttar !

Með | Fréttir

Fimmta árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri. Íþróttaskólinn var vel sóttur á síðasta ári.
Bryndís stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Tímarnir fara fram á laugardögum kl. 13:00 til 13:45.

Við byrjum 2. okt og síðasti tíminn fer fram 4. des.

Þróttur Vogum deildarmeistarar 2. deild karla 2021 – Myndir

Með | Fréttir, Knattspyrna

Þróttur Vogum eru meistarar í 2. deild karla eftir 2-2 jafntefli gegn Magna í næst síðustu umferð deildarinnar.

Þróttarar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni . Leó Kristinn Þórisson kom þeim yfir áður en Angantýr Máni Gautason jafnaði fimm mínútum síðar.

Rubén Lozano Ibancos kom Þrótturum aftur yfir áður en Angantýr jafnaði undir lok leiksins. Þessi úrslit voru nóg þar sem Völsungur og KV gerðu 1-1 jafntefli á Húsavík og Þróttarar því 2. deildarmeistarar árið 2021!

 

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.