Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2021

Stjórnarfundur 157

Með | Fundargerðir

Stjórnarfundur 157

 

Mætt: Petra R. Rúnarsdóttir, Jóna K. Stefánsdóttir, Reynir Emilsson, Katrín Lársdóttir var í gegnum fjarfundarbúnað. Davíð Hansen forfallaðist. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ sat fundinn og var fundarritari.

Fundarmál.

 

  1. Stjórn skiptir með sér verkum.

Stjórnarliðar skipta með sér verkum eftir síðasta aðalfund.

  1. Stórafmæli UMFÞ 2022.

Félagið á stórafmæli á næsta ári og að því tilefni á að gefa út veglegt afmælisblað þar sem stiklað er á því helsta í 90 ára sögu félagsins. Stjórn félagsins ákveður að stofna afmælisnefnd um verkefnið. Markmið nefndarinnar verður safna efnislegum heimildum úr sögu og starfi félagsins. Tinna Hallgrímsdóttir mun leiða verkefnið fyrir hönd félagsins og kann stjórn henni miklar þakkir fyrir.

  1. Páskabingó 2021.

Árlegt páskabingó UMFÞ og ein mikilvægasta fjáröflun félagsins mun fara fram mánudaginn 29. mars. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa viðburðinn.

Önnur mál.

Katrín kemur með ábendingu varðandi kaup á keppnisbúningum. Það er ekki nægjanlega skýrt á heimasíðu hvar forráðamenn og aðrir geti nálgast keppnisfatnað. Stjórn ákveður að útbúa tengil frá heimasíðu inná heimasíðu Jakosport, einnig er framkvæmdastjóra falið að heyra í Jakosport varðandi söludag í Vogum.

 

Fundi slitið 19:02.

Myndir frá heimaleik! Þróttur – KV 9. júlí

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn þegar Þróttur fékk KV í heimsókn síðasta föstudag!

Þróttur V. 1 – 0 KV.
1-0 Unnar Ari Hansson(’45)

Næsti leikur fer fram á Eskifirðir 17. júlí þar sem við heimsækjum Fjarðabyggð.

Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.

Fótboltaskóli Dags Guðjónssonar í samstarfi við Orkusöluna. 

Með | Fréttir
Fótboltaskóli Dags Guðjónssonar í samstarfi við Orkusöluna. 
Dagur, Tommi og Rafal verða með fótboltaskóla fyrir stráka og stelpur.
19. júlí til 28. júlí (10 dagar) Marín Guðmundsdóttir mun leikmaður Keflavíkur í efstudeild verður sömuleiðis með okkur.
Æfingatími 10:15 – 12:00.
Grill í lokin og frægur leynigestur – Þátttökuglaðningur fyrir alla.
Skráning: Tölvupóstur á dagurgud23@gmail.com fyrir 17. júlí
Taka fram nafn á iðkanda, kennitölu iðkanda og forráðamanns.
Verð: 2500 kr. 
Fyrir: 1. bekkur til 7. bekkur haust 2021.

Myndir frá síðasta heimaleik! Þróttur – Kári 30. júní

Með | Fréttir, Knattspyrna

Miklar þakkir til allra sem mættu á völlinn þegar Þróttur fékk Kára í heimsókn síðasta miðvikudag!

Þróttur V. 4 – 1 Kári.
1-0 Bjarki Björn Gunnarsson(’13)
1-1  Martin Montipo(’17)
2-1 Alexander Helgason(’43)
3-1 Rubén Lozano Ibancos(’50)
4-1 Bjarki Björn Gunnarsson(’71)

Næsti leikur fer fram á Grenivík 04. júlí þar sem við heimsækjum Magna.

Áfram Þróttur !

Myndir/ Guðmann Rúnar og Jóna Kristbjörg.